Grunuð um fjöldann allan af líkamsárásum, þjófnaði og rán Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. mars 2023 23:09 Flest brotanna framdi konan á Akureyri. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir konu sem grunuð er um fjölda hegningalagabrota á árunum 2022 og 2023. Meðal þess eru ítrekaðar líkamsárásir, þjófnaðir, húsbrot og rán. Úrskurður Landsréttar féll í gær en þar segir að alls séu 25 mál konunnar til rannsóknar hjá lögreglu og ákæruvaldi. „Sakarefni málanna eru ítrekaðir þjófnaðir, líkamsárásir, nytjastuldur og skjalafals, gripdeild, eignaspjöll, fjársvik, rán, frelsissvipting, fíkniefnalagabrot og ítrekuð umferðarlagabrot,“ segir í úrskurðinum. Eru 14 mál til rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, níu mál hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og tvö mál hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Samkvæmt sakavottorði nær sakaferill hennar aftur til ársins 2012 en hún hefur sex sinnum hlotið refsidóm fyrir svipuð brot. Var fallist á mat lögreglustjóra að hún væri líkleg til að halda brotum áfram á meðan rannsókn er ólokið. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra er brotum konunnar lýst nánar. Þar kemur meðal annars fram að konan hafi ráðist á sambýlismann sinn með hníf og að hann hafi verið blóðugur á enni og undir hægra auga eftir atlöguna. Þá hafi hún brotist inn í hús í ágúst á síðast ári og neytt brotaþola til að taka út peninga af debetkorti. Auk þess er hún grunuð um að hafa í fjölmörg skipti stolið bifreið, í eitt skipti farið upp í bifreiðina þegar eigandi hafi verið var að setja vörur í bifreiðina. Enn fremur er hún grunuð um fjölmörg þjófnaðarbrot, gripdeild og skjalafals. Úrskurður Landsréttar. Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Úrskurður Landsréttar féll í gær en þar segir að alls séu 25 mál konunnar til rannsóknar hjá lögreglu og ákæruvaldi. „Sakarefni málanna eru ítrekaðir þjófnaðir, líkamsárásir, nytjastuldur og skjalafals, gripdeild, eignaspjöll, fjársvik, rán, frelsissvipting, fíkniefnalagabrot og ítrekuð umferðarlagabrot,“ segir í úrskurðinum. Eru 14 mál til rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, níu mál hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og tvö mál hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Samkvæmt sakavottorði nær sakaferill hennar aftur til ársins 2012 en hún hefur sex sinnum hlotið refsidóm fyrir svipuð brot. Var fallist á mat lögreglustjóra að hún væri líkleg til að halda brotum áfram á meðan rannsókn er ólokið. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra er brotum konunnar lýst nánar. Þar kemur meðal annars fram að konan hafi ráðist á sambýlismann sinn með hníf og að hann hafi verið blóðugur á enni og undir hægra auga eftir atlöguna. Þá hafi hún brotist inn í hús í ágúst á síðast ári og neytt brotaþola til að taka út peninga af debetkorti. Auk þess er hún grunuð um að hafa í fjölmörg skipti stolið bifreið, í eitt skipti farið upp í bifreiðina þegar eigandi hafi verið var að setja vörur í bifreiðina. Enn fremur er hún grunuð um fjölmörg þjófnaðarbrot, gripdeild og skjalafals. Úrskurður Landsréttar.
Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira