„Það er ekkert hlustað“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. mars 2023 20:19 Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Voga. Vísir/Egill Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. Ferlið við að koma á annarri flutningsleið raforku á Suðurnesin hefur verið í gangi í um tvo áratugi. Það hefur verið langt og strembið og hefur strandað á afstöðu Voga til línunnar. Öll hin sveitarfélögin sem koma að málinu, Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Gjörbreyttar forsendur Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, segir forsendur fyrir lagningu línunnar hafa gjörbreyst í kjölfar eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. „Það eru afdráttarlausar ábendingar frá jarðvísindamönnum að það sé ekki skynsamlegt, með tilliti til afhendingar og öryggis raforku, að leggja aðra línu á sömu lagnaleið og sú eldri. Enda komi til eldsumbrota er ljóst að ekki bara önnur línan fari heldur mun hin hljóta sömu örlög,“ segir Gunnar Axel í samtali við Vísi. Gunnar Axel átti fund með Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra í dag þar sem Suðurnesjalína 2 var til umræðu. Gunnar Axel segir ástæðu fundarins hafa veirð sú að ráðherra fengi fyrrgreindar upplýsingar vísindamanna milliliðalaust frá sveitarfélaginu. Ekki hlustað á ábendingar vísindamanna „Í rauninni var engin niðurstaða á þessum fundi. Hann [Sigurður Ingi] er auðvitað búinn að gefa það út að málið sé ekki á hans borði. Sigurður Ingi fundaði með Gunnari Axel í dag.Vísir/Vilhelm Málefni Landsnets eru á borði umhverfisráðuneytis en Gunnar Axel segir að í ljósi frumvarps Sigurðar Inga um breytingar á raforkuflutningi sé málefnið á borði beggja ráðherra. Hann segist þó ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins. „Miðað við hvernig umræðan er þá er ég ekki bjartýnn á að Landsnet muni skipta um skoðun. Landsnet hefur verið mjög ákveðið með að fara sína leið, allt frá upphafi, og hefur aldrei hlustað á sjónarmið hlutaðeigandi sveitarfélaga. Að því leytinu kemur mér ekkert á óvart ef Landsnet hlusti ekki heldur á ábendingar vísindamanna,“ segir Gunnar Axel. „Þetta kjarnar málið. Það er ekkert hlustað“ Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Tími til að tengja? Í rúm 17 ár hefur staðið til að bæta afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi með lagningu Suðurnesjalínu 2. Allt frá fyrsta degi hafa hlutaðeigandi sveitarfélög lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Svæðis 8. mars 2023 14:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Ferlið við að koma á annarri flutningsleið raforku á Suðurnesin hefur verið í gangi í um tvo áratugi. Það hefur verið langt og strembið og hefur strandað á afstöðu Voga til línunnar. Öll hin sveitarfélögin sem koma að málinu, Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Gjörbreyttar forsendur Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga, segir forsendur fyrir lagningu línunnar hafa gjörbreyst í kjölfar eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. „Það eru afdráttarlausar ábendingar frá jarðvísindamönnum að það sé ekki skynsamlegt, með tilliti til afhendingar og öryggis raforku, að leggja aðra línu á sömu lagnaleið og sú eldri. Enda komi til eldsumbrota er ljóst að ekki bara önnur línan fari heldur mun hin hljóta sömu örlög,“ segir Gunnar Axel í samtali við Vísi. Gunnar Axel átti fund með Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra í dag þar sem Suðurnesjalína 2 var til umræðu. Gunnar Axel segir ástæðu fundarins hafa veirð sú að ráðherra fengi fyrrgreindar upplýsingar vísindamanna milliliðalaust frá sveitarfélaginu. Ekki hlustað á ábendingar vísindamanna „Í rauninni var engin niðurstaða á þessum fundi. Hann [Sigurður Ingi] er auðvitað búinn að gefa það út að málið sé ekki á hans borði. Sigurður Ingi fundaði með Gunnari Axel í dag.Vísir/Vilhelm Málefni Landsnets eru á borði umhverfisráðuneytis en Gunnar Axel segir að í ljósi frumvarps Sigurðar Inga um breytingar á raforkuflutningi sé málefnið á borði beggja ráðherra. Hann segist þó ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins. „Miðað við hvernig umræðan er þá er ég ekki bjartýnn á að Landsnet muni skipta um skoðun. Landsnet hefur verið mjög ákveðið með að fara sína leið, allt frá upphafi, og hefur aldrei hlustað á sjónarmið hlutaðeigandi sveitarfélaga. Að því leytinu kemur mér ekkert á óvart ef Landsnet hlusti ekki heldur á ábendingar vísindamanna,“ segir Gunnar Axel. „Þetta kjarnar málið. Það er ekkert hlustað“
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Tengdar fréttir Tími til að tengja? Í rúm 17 ár hefur staðið til að bæta afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi með lagningu Suðurnesjalínu 2. Allt frá fyrsta degi hafa hlutaðeigandi sveitarfélög lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Svæðis 8. mars 2023 14:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Tími til að tengja? Í rúm 17 ár hefur staðið til að bæta afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi með lagningu Suðurnesjalínu 2. Allt frá fyrsta degi hafa hlutaðeigandi sveitarfélög lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Svæðis 8. mars 2023 14:30