Síðasta orrusta Wagner? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2023 10:29 Hart er barist um Bakhmut og sér ekki fyrir endann á átökunum. AP/Libkos Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. Þrátt fyrir að bardagarnir í Bakhmut hafi kostað báðar fylkingar miklar blóðsúthellingar virðast Úkraínumenn mögulega eygja tækifæri í því að gera út um þann liðsstyrk sem Wagner aflaði sér úr fangelsum Rússlands. New York Times hefur eftir yfirvöldum í Úkraínu að nærri 30 þúsund af 50 þúsund liðsmönnum Wagner hafi ýmist verið drepnir, særst eða hlaupist undan, margir í Bakhmut. Stjórnvöld hafa ekki gefið upp hversu margir Úkraínumenn hafa fallið en Rússar segja fjöldann í kringum 11 þúsund, bara í febrúar. Yevgeny Prigozhin, stofnandi Wagner, segir málaliðahópinn nú hafa austurhluta Bakhmut alfarið á sínu valdi, allt austan við ána Bakhmutka. Hann sagði í gær að um 12 til 20 þúsund úkraínskir hermenn freistuðu þess enn að verja borgina. Það vekur nokkra athygli að á sama tíma og bandamenn Úkraínu hafa lýst því yfir að yfirráð yfir borginni skipti ekki sköpum og að sigur Rússa í orrustunni væri aðeins táknrænn hefur Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagt borgina taktískt mikilvæga. Forsetinn sagði í samtali við CNN að ef Bakhmut félli þá væri „opinn vegur“ fyrir Rússa að ná öðrum borgum á sitt vald. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Þrátt fyrir að bardagarnir í Bakhmut hafi kostað báðar fylkingar miklar blóðsúthellingar virðast Úkraínumenn mögulega eygja tækifæri í því að gera út um þann liðsstyrk sem Wagner aflaði sér úr fangelsum Rússlands. New York Times hefur eftir yfirvöldum í Úkraínu að nærri 30 þúsund af 50 þúsund liðsmönnum Wagner hafi ýmist verið drepnir, særst eða hlaupist undan, margir í Bakhmut. Stjórnvöld hafa ekki gefið upp hversu margir Úkraínumenn hafa fallið en Rússar segja fjöldann í kringum 11 þúsund, bara í febrúar. Yevgeny Prigozhin, stofnandi Wagner, segir málaliðahópinn nú hafa austurhluta Bakhmut alfarið á sínu valdi, allt austan við ána Bakhmutka. Hann sagði í gær að um 12 til 20 þúsund úkraínskir hermenn freistuðu þess enn að verja borgina. Það vekur nokkra athygli að á sama tíma og bandamenn Úkraínu hafa lýst því yfir að yfirráð yfir borginni skipti ekki sköpum og að sigur Rússa í orrustunni væri aðeins táknrænn hefur Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagt borgina taktískt mikilvæga. Forsetinn sagði í samtali við CNN að ef Bakhmut félli þá væri „opinn vegur“ fyrir Rússa að ná öðrum borgum á sitt vald.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira