Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2023 20:01 Sprengingar greindust við Nord Stream leiðslurnar í september. SÆNSKA LANDHELGISGÆSLAN Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. Enn sem komið er er ekki ljóst hverjir gerðu árásina og af hverju. Spjótin hafa þó hvað mest beinst að Úkraínumönnum og bandamönnum þeirra. Yfirvöld í Úkraínu hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa gert árásina en Úkraínumenn hafa lengi talað um gasleiðslurnar sem ógn gegn þjóðaröryggi Úkraínu þar sem þær myndu gera Rússum auðveldara með að selja ríkjum Evrópu jarðgas og gera heimsálfuna háða rússnesku gasi. Samkvæmt heimildum New York Times telja starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna að ótilgreindur hópur, hliðhollur Úkraínu og andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafi gert árásina. Heimildarmenn New York Times sem hafa séð gögnin sem um ræðir segja að líklegast sé um Úkraínumenn, Rússa eða hóp beggja að ræða. leyniþjónustusamfélagið ekki hafa neinar sannanir fyrir því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, eða einhver af hans nánustu samstarfsmönnum eða undirmönnum hafi komið að árásinni. Segja hópinn hafa leigt snekkju í Póllandi Þýski miðillinn Zeit birti í dag grein um rannsókn yfirvalda í Þýskalandi á árásinni en þar segir að grunur beinist að hópi fimm manna og einnar konu. Þau eru sögð hafa leigt snekkju í Póllandi með fölsuðum vegabréfum og siglt henni frá Rostock þann 6. september. Þá munu kafarar hafa komið sprengiefni fyrir á leiðslunum en samkvæmt frétt Zeit fundu rannsakendur leifar sprengiefnis á borði í snekkjunni. Þjóðverjar munu einnig ekki hafa fundið sannanir fyrir því hver stóð að árásinni. Það er að segja hver gaf skipanirnar og fjármagnaði hana. Sömuleiðis segir í frétt Zeit að ekki sé vitað hvaðan fólkið sé. Í frétt NYT segir að enn sé mjög mikið sem ekki sé vitað um árásina. Ljóst sé að hafi Úkraínumenn gert hana myndi það líklega hafa veruleg áhrif á samband Úkraínu og Þýskalands en Þjóðverjar hafi tekið á sig töluverða aukningu á orkuverði vegna árásarinnar og innrásar Rússa í Úkraínu í nafni samstöðu. Þjóðverjar eru meðal öflugustu og mikilvægustu bakhjörlum Úkraínumanna. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 en Nord Stream tvö hafði aldrei verið tekin í notkun, þó smíði hennar hafi lokið árið 2021. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Úkraínu og víðar mótmæltu gasleiðslunum harðlega á þeim grunni að hún gerði Þjóðverja og önnur ríki í Evrópu of háð Rússum. Úkraína Bandaríkin Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Svíar staðfesta að skemmdarverk voru unnin á Nord Stream leiðslunum Saksóknarinn sem fer fyrir rannsókn Svía á skemmdunum á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti hefur staðfest að um skemmdarverk sé að ræða og segir leifar sprengjuefna hafa fundist á vettvangi. 18. nóvember 2022 09:58 Rússar slíta sig frá kornsamkomulaginu vegna árásar við Krímskaga Yfirvöld í Rússlandi lýstu því yfir í gærkvöldi að ríkið myndi ekki langur taka þátt í samkomulagi sem hefur orðið til þess að rúm níu milljón tonn af korni hafa verið flutt frá Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Úkraínumenn saka Rússa um að reyna að beita hungri sem vopni. 30. október 2022 08:24 Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Enn sem komið er er ekki ljóst hverjir gerðu árásina og af hverju. Spjótin hafa þó hvað mest beinst að Úkraínumönnum og bandamönnum þeirra. Yfirvöld í Úkraínu hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa gert árásina en Úkraínumenn hafa lengi talað um gasleiðslurnar sem ógn gegn þjóðaröryggi Úkraínu þar sem þær myndu gera Rússum auðveldara með að selja ríkjum Evrópu jarðgas og gera heimsálfuna háða rússnesku gasi. Samkvæmt heimildum New York Times telja starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna að ótilgreindur hópur, hliðhollur Úkraínu og andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafi gert árásina. Heimildarmenn New York Times sem hafa séð gögnin sem um ræðir segja að líklegast sé um Úkraínumenn, Rússa eða hóp beggja að ræða. leyniþjónustusamfélagið ekki hafa neinar sannanir fyrir því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, eða einhver af hans nánustu samstarfsmönnum eða undirmönnum hafi komið að árásinni. Segja hópinn hafa leigt snekkju í Póllandi Þýski miðillinn Zeit birti í dag grein um rannsókn yfirvalda í Þýskalandi á árásinni en þar segir að grunur beinist að hópi fimm manna og einnar konu. Þau eru sögð hafa leigt snekkju í Póllandi með fölsuðum vegabréfum og siglt henni frá Rostock þann 6. september. Þá munu kafarar hafa komið sprengiefni fyrir á leiðslunum en samkvæmt frétt Zeit fundu rannsakendur leifar sprengiefnis á borði í snekkjunni. Þjóðverjar munu einnig ekki hafa fundið sannanir fyrir því hver stóð að árásinni. Það er að segja hver gaf skipanirnar og fjármagnaði hana. Sömuleiðis segir í frétt Zeit að ekki sé vitað hvaðan fólkið sé. Í frétt NYT segir að enn sé mjög mikið sem ekki sé vitað um árásina. Ljóst sé að hafi Úkraínumenn gert hana myndi það líklega hafa veruleg áhrif á samband Úkraínu og Þýskalands en Þjóðverjar hafi tekið á sig töluverða aukningu á orkuverði vegna árásarinnar og innrásar Rússa í Úkraínu í nafni samstöðu. Þjóðverjar eru meðal öflugustu og mikilvægustu bakhjörlum Úkraínumanna. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011 en Nord Stream tvö hafði aldrei verið tekin í notkun, þó smíði hennar hafi lokið árið 2021. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Úkraínu og víðar mótmæltu gasleiðslunum harðlega á þeim grunni að hún gerði Þjóðverja og önnur ríki í Evrópu of háð Rússum.
Úkraína Bandaríkin Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Svíar staðfesta að skemmdarverk voru unnin á Nord Stream leiðslunum Saksóknarinn sem fer fyrir rannsókn Svía á skemmdunum á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti hefur staðfest að um skemmdarverk sé að ræða og segir leifar sprengjuefna hafa fundist á vettvangi. 18. nóvember 2022 09:58 Rússar slíta sig frá kornsamkomulaginu vegna árásar við Krímskaga Yfirvöld í Rússlandi lýstu því yfir í gærkvöldi að ríkið myndi ekki langur taka þátt í samkomulagi sem hefur orðið til þess að rúm níu milljón tonn af korni hafa verið flutt frá Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Úkraínumenn saka Rússa um að reyna að beita hungri sem vopni. 30. október 2022 08:24 Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Svíar staðfesta að skemmdarverk voru unnin á Nord Stream leiðslunum Saksóknarinn sem fer fyrir rannsókn Svía á skemmdunum á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti hefur staðfest að um skemmdarverk sé að ræða og segir leifar sprengjuefna hafa fundist á vettvangi. 18. nóvember 2022 09:58
Rússar slíta sig frá kornsamkomulaginu vegna árásar við Krímskaga Yfirvöld í Rússlandi lýstu því yfir í gærkvöldi að ríkið myndi ekki langur taka þátt í samkomulagi sem hefur orðið til þess að rúm níu milljón tonn af korni hafa verið flutt frá Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Úkraínumenn saka Rússa um að reyna að beita hungri sem vopni. 30. október 2022 08:24
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08
Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01