Frá þessu var greint á norðlenska miðlinum Akureyri.net. Þar kemur fram að Unnur og eiginmaður hennar, Einar Rafn Eiðsson – leikmaður KA í Olís deild karla, eigi von á öðrum erfingja í september á þessu ári. Fyrir eiga þau eina dóttur.
Unnur hafði misst af leikjum KA/Þórs að undanförnu og nú er komin skýring á fjarveru hennar. Um er að ræða mikið högg fyrir KA/Þór sem situr í 5. sæti deildarinnar með 12 stig.