Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2023 13:27 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að aðgangur að opinberum upplýsingum sé meginreglan sem ekki verði vikið til hliðar nema af ástæðum sem varði almannahag enn meiru, til dæmis þjóðaröryggi. visir/einar Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. Í gær var Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, meinað að spyrja forseta Alþingis um greinargerðina sem fjallar um sölu og meðhöndlun á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum Lindarhvol ehf. Var fyrirspurninni synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki stjórnsýslu á vegum þingsins en það er þrátt fyrir að í bréfi forseta til Lindarhvols frá 4. júní 2021 sé vísað til umræddrar greinargerðar sem hluta af stjórnsýslu Alþingis. Haukur segir í samtali við fréttastofu að íhuga þurfi aðalatriði málsins. „Það sem er einkennilegt við Lindarhvolsmálið er að upplýsingarétti almennings er mætt með lagaþrætu.“ Aðgangur að opinberum upplýsingum meginreglan Kjarni málsins sé miklu stærri en „þræta um undantekningarákvæði í stjórnsýslulögum, eða sá, að um meðferð ríkisvaldsins á almannafé ríkir upplýsingaskylda. Góð meðferð almannafjár er meginskylda þess, leggur til meginrök í flestum athöfnum þess og er eitt af mikilvægustu hlutverkum Alþingis að fylgjast með í því efni. Krafa þingmanna, fréttamanna og annarra sem starfa í nafni almennings um að skýrsla Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber er bæði mikilvæg og sjálfsögð.“ Þá varði opinber upplýsingagjöf stöðu, hlutverk og þátttöku almennings í lýðræðisþjóðfélagi nútímans. „Aðgangur að opinberum upplýsingum er meginregla sem ekki verður vikið til hliðar nema af ástæðum sem varða almannahag enn meiru, t.d. þjóðaröryggi. Dómar um upplýsingarétt almennings hafa fallið og hafa dómstólar meðal annars talið hann yfirstæðan reglum um bankaleynd,“ bendir Haukur á. „Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“ Í stöðuuppfærslu segir Jóhann Páll augljóst að greinargerðin falli undir stjórnsýslu þingsins í ljósi þess að það hafi verið til meðferðar hjá forsætisnefnd á þeim forsendum. „Greinargerðin var unnin af embættismanni Alþingis, í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Samfylkingin Tengdar fréttir „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Í gær var Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, meinað að spyrja forseta Alþingis um greinargerðina sem fjallar um sölu og meðhöndlun á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum Lindarhvol ehf. Var fyrirspurninni synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki stjórnsýslu á vegum þingsins en það er þrátt fyrir að í bréfi forseta til Lindarhvols frá 4. júní 2021 sé vísað til umræddrar greinargerðar sem hluta af stjórnsýslu Alþingis. Haukur segir í samtali við fréttastofu að íhuga þurfi aðalatriði málsins. „Það sem er einkennilegt við Lindarhvolsmálið er að upplýsingarétti almennings er mætt með lagaþrætu.“ Aðgangur að opinberum upplýsingum meginreglan Kjarni málsins sé miklu stærri en „þræta um undantekningarákvæði í stjórnsýslulögum, eða sá, að um meðferð ríkisvaldsins á almannafé ríkir upplýsingaskylda. Góð meðferð almannafjár er meginskylda þess, leggur til meginrök í flestum athöfnum þess og er eitt af mikilvægustu hlutverkum Alþingis að fylgjast með í því efni. Krafa þingmanna, fréttamanna og annarra sem starfa í nafni almennings um að skýrsla Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber er bæði mikilvæg og sjálfsögð.“ Þá varði opinber upplýsingagjöf stöðu, hlutverk og þátttöku almennings í lýðræðisþjóðfélagi nútímans. „Aðgangur að opinberum upplýsingum er meginregla sem ekki verður vikið til hliðar nema af ástæðum sem varða almannahag enn meiru, t.d. þjóðaröryggi. Dómar um upplýsingarétt almennings hafa fallið og hafa dómstólar meðal annars talið hann yfirstæðan reglum um bankaleynd,“ bendir Haukur á. „Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“ Í stöðuuppfærslu segir Jóhann Páll augljóst að greinargerðin falli undir stjórnsýslu þingsins í ljósi þess að það hafi verið til meðferðar hjá forsætisnefnd á þeim forsendum. „Greinargerðin var unnin af embættismanni Alþingis, í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Samfylkingin Tengdar fréttir „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10
„Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15
Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43