„Verður lúxusvinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2023 08:00 Þórir Hergeirsson er sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar. epa/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson hefur ekkert leitt hugann að því hvort hann sé inni í myndinni sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann segir að HSÍ ætti ekki að vera í vandræðum með að finna réttan aðila en hann þurfi að vera í fullu starfi. Þórir er einn þeirra sem hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Guðmundar Guðmundssonar með karlalandslið Íslands. Sjálfur hefur hann samt ekkert velt því fyrir sér enda í góðu starfi sem þjálfari besta kvennalandsliðs heims, þess norska. „Nei, ég hef ekkert spáð í það. Ég er í starfi sem ég þrífst vel í og er á miðju samningstímabili og markmiðið er að klára það. Ég er þannig að ég vil klára verkefnin sem ég byrja á,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann er samningsbundinn norska handknattleikssambandinu fram yfir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Bestu kostirnir í karlaboltanum Þórir telur að það ætti ekki að vera vandamál fyrir HSÍ að finna nýjan landsliðsþjálfara enda margir færir þjálfarar sem komi til greina og starfið spennandi. „Bestu valkostirnir á nýjum landsliðsþjálfara Íslands er að finna í karlaboltanum. Ég hef ekki verið viðloðandi hann í svolítinn tíma. Það eru margir góðir kostir, bæði íslenskir og erlendir. Ég held að þetta verði bara lúxus vinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland. Þetta er spennandi lið en ýmislegt sem þarf að vinna með,“ sagði Þórir. Verður að vera í fullu starfi Hann segir nauðsynlegt að næsti þjálfari íslenska landsliðsins verði í fullu starfi og þjálfi ekki félagslið meðfram. „Ég vona bara að HSÍ ráði mann í fulla vinnu. Þetta er bara orðið þannig að ef það á að gera þetta almennilega og fylgja eftir öllu í kringum þetta þarf að sinna þessu hundrað prósent. Það er gífurlega mikið álag að þjálfa landslið og félagslið á sama tíma. Það er aldrei hvíld,“ sagði Þórir að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Þórir er einn þeirra sem hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Guðmundar Guðmundssonar með karlalandslið Íslands. Sjálfur hefur hann samt ekkert velt því fyrir sér enda í góðu starfi sem þjálfari besta kvennalandsliðs heims, þess norska. „Nei, ég hef ekkert spáð í það. Ég er í starfi sem ég þrífst vel í og er á miðju samningstímabili og markmiðið er að klára það. Ég er þannig að ég vil klára verkefnin sem ég byrja á,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann er samningsbundinn norska handknattleikssambandinu fram yfir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Bestu kostirnir í karlaboltanum Þórir telur að það ætti ekki að vera vandamál fyrir HSÍ að finna nýjan landsliðsþjálfara enda margir færir þjálfarar sem komi til greina og starfið spennandi. „Bestu valkostirnir á nýjum landsliðsþjálfara Íslands er að finna í karlaboltanum. Ég hef ekki verið viðloðandi hann í svolítinn tíma. Það eru margir góðir kostir, bæði íslenskir og erlendir. Ég held að þetta verði bara lúxus vinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland. Þetta er spennandi lið en ýmislegt sem þarf að vinna með,“ sagði Þórir. Verður að vera í fullu starfi Hann segir nauðsynlegt að næsti þjálfari íslenska landsliðsins verði í fullu starfi og þjálfi ekki félagslið meðfram. „Ég vona bara að HSÍ ráði mann í fulla vinnu. Þetta er bara orðið þannig að ef það á að gera þetta almennilega og fylgja eftir öllu í kringum þetta þarf að sinna þessu hundrað prósent. Það er gífurlega mikið álag að þjálfa landslið og félagslið á sama tíma. Það er aldrei hvíld,“ sagði Þórir að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira