„Verður lúxusvinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2023 08:00 Þórir Hergeirsson er sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar. epa/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson hefur ekkert leitt hugann að því hvort hann sé inni í myndinni sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann segir að HSÍ ætti ekki að vera í vandræðum með að finna réttan aðila en hann þurfi að vera í fullu starfi. Þórir er einn þeirra sem hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Guðmundar Guðmundssonar með karlalandslið Íslands. Sjálfur hefur hann samt ekkert velt því fyrir sér enda í góðu starfi sem þjálfari besta kvennalandsliðs heims, þess norska. „Nei, ég hef ekkert spáð í það. Ég er í starfi sem ég þrífst vel í og er á miðju samningstímabili og markmiðið er að klára það. Ég er þannig að ég vil klára verkefnin sem ég byrja á,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann er samningsbundinn norska handknattleikssambandinu fram yfir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Bestu kostirnir í karlaboltanum Þórir telur að það ætti ekki að vera vandamál fyrir HSÍ að finna nýjan landsliðsþjálfara enda margir færir þjálfarar sem komi til greina og starfið spennandi. „Bestu valkostirnir á nýjum landsliðsþjálfara Íslands er að finna í karlaboltanum. Ég hef ekki verið viðloðandi hann í svolítinn tíma. Það eru margir góðir kostir, bæði íslenskir og erlendir. Ég held að þetta verði bara lúxus vinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland. Þetta er spennandi lið en ýmislegt sem þarf að vinna með,“ sagði Þórir. Verður að vera í fullu starfi Hann segir nauðsynlegt að næsti þjálfari íslenska landsliðsins verði í fullu starfi og þjálfi ekki félagslið meðfram. „Ég vona bara að HSÍ ráði mann í fulla vinnu. Þetta er bara orðið þannig að ef það á að gera þetta almennilega og fylgja eftir öllu í kringum þetta þarf að sinna þessu hundrað prósent. Það er gífurlega mikið álag að þjálfa landslið og félagslið á sama tíma. Það er aldrei hvíld,“ sagði Þórir að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Sjá meira
Þórir er einn þeirra sem hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Guðmundar Guðmundssonar með karlalandslið Íslands. Sjálfur hefur hann samt ekkert velt því fyrir sér enda í góðu starfi sem þjálfari besta kvennalandsliðs heims, þess norska. „Nei, ég hef ekkert spáð í það. Ég er í starfi sem ég þrífst vel í og er á miðju samningstímabili og markmiðið er að klára það. Ég er þannig að ég vil klára verkefnin sem ég byrja á,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann er samningsbundinn norska handknattleikssambandinu fram yfir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Bestu kostirnir í karlaboltanum Þórir telur að það ætti ekki að vera vandamál fyrir HSÍ að finna nýjan landsliðsþjálfara enda margir færir þjálfarar sem komi til greina og starfið spennandi. „Bestu valkostirnir á nýjum landsliðsþjálfara Íslands er að finna í karlaboltanum. Ég hef ekki verið viðloðandi hann í svolítinn tíma. Það eru margir góðir kostir, bæði íslenskir og erlendir. Ég held að þetta verði bara lúxus vinna fyrir HSÍ að finna landsliðsþjálfara því það eru margir sem vilja þjálfa Ísland. Þetta er spennandi lið en ýmislegt sem þarf að vinna með,“ sagði Þórir. Verður að vera í fullu starfi Hann segir nauðsynlegt að næsti þjálfari íslenska landsliðsins verði í fullu starfi og þjálfi ekki félagslið meðfram. „Ég vona bara að HSÍ ráði mann í fulla vinnu. Þetta er bara orðið þannig að ef það á að gera þetta almennilega og fylgja eftir öllu í kringum þetta þarf að sinna þessu hundrað prósent. Það er gífurlega mikið álag að þjálfa landslið og félagslið á sama tíma. Það er aldrei hvíld,“ sagði Þórir að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Sjá meira