Hélt hnífi að kviði manns á veitingastað við Hverfisgötu Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2023 10:45 Atvikið átti sér stað á ónefndum veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík í janúar 2020. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hótað öðrum manni með því að hafa haldið hnífi upp að kviði hans á veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík að næturlagi í janúar 2020. Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Í ákæru kemur fram að atvikið hafi átt sér stað aðfararnótt 12. janúar 2020 og hafi hótunin verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök í málinu, en öllum hluðaðeigandi ber saman um að upphaf málsins hafi tengst skuldauppgjöri þar sem ákærði hafi skuldað brotaþola pening. Fram kemur að lögregla hafi verið kölluð út og handtekið ákærða þar sem dyraverðir hafi verið með hann í tökum eftir að hafa vísað honum út af staðnum vegna hnífaburðar og hótana. Illa fyrir kallaður Í dómi segir að ósamræmi hafi verið í framburði ákærða fyrir dómi og skýrslutöku hjá lögreglu. Hann hafi sagt við skýrslutöku að hann hafi tekið fram hnífinn en ekki verið með hnífsblaðið útdregið, en í framburði fyrir dómi sagði hann að hann hafi ekki verið með neinn hníf á sér og að hnífnum hafi verið komið fyrir á honum fyrir handtöku. Útskýrði hann ósamræmið á þann veg að hann hafi verið illa fyrir kallaður í skýrslutöku lögreglu. Dómari mat hins vegar framburði brotaþola og vitna skýra og trúverðuga og í öllum aðalatriðum í samræmi við skýrslur þeirra hjá lögreglu. Þótti dómara ljóst að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem fram kom í ákæru og taldi hæfilega refsingu vera þrjátíu daga fangelsi. Þó bæri að fresta fullnustu refsingarinnar, en tafir á meðferð málsins voru metnar til mildunar. Fjórum sinum gengist undir sátt Fram kemur að maðurinn hafi samkvæmt sakavottorði fjórum sinnum gengist undir sátt hjá lögreglustjóra vegna umferðarlagabrota frá ágúst 2021. Þá hafi hann gengist undir viðurlagaákvörðun í september 2019 vegna umferðarlagabrota og skjalamisnotkunar. Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda, eina milljón króna. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Í ákæru kemur fram að atvikið hafi átt sér stað aðfararnótt 12. janúar 2020 og hafi hótunin verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök í málinu, en öllum hluðaðeigandi ber saman um að upphaf málsins hafi tengst skuldauppgjöri þar sem ákærði hafi skuldað brotaþola pening. Fram kemur að lögregla hafi verið kölluð út og handtekið ákærða þar sem dyraverðir hafi verið með hann í tökum eftir að hafa vísað honum út af staðnum vegna hnífaburðar og hótana. Illa fyrir kallaður Í dómi segir að ósamræmi hafi verið í framburði ákærða fyrir dómi og skýrslutöku hjá lögreglu. Hann hafi sagt við skýrslutöku að hann hafi tekið fram hnífinn en ekki verið með hnífsblaðið útdregið, en í framburði fyrir dómi sagði hann að hann hafi ekki verið með neinn hníf á sér og að hnífnum hafi verið komið fyrir á honum fyrir handtöku. Útskýrði hann ósamræmið á þann veg að hann hafi verið illa fyrir kallaður í skýrslutöku lögreglu. Dómari mat hins vegar framburði brotaþola og vitna skýra og trúverðuga og í öllum aðalatriðum í samræmi við skýrslur þeirra hjá lögreglu. Þótti dómara ljóst að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem fram kom í ákæru og taldi hæfilega refsingu vera þrjátíu daga fangelsi. Þó bæri að fresta fullnustu refsingarinnar, en tafir á meðferð málsins voru metnar til mildunar. Fjórum sinum gengist undir sátt Fram kemur að maðurinn hafi samkvæmt sakavottorði fjórum sinnum gengist undir sátt hjá lögreglustjóra vegna umferðarlagabrota frá ágúst 2021. Þá hafi hann gengist undir viðurlagaákvörðun í september 2019 vegna umferðarlagabrota og skjalamisnotkunar. Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda, eina milljón króna.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira