Snorri um fjölgun Valsara í landsliðinu: „Þetta gefur mér alveg fullt“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson líflegur á hliðarlínunni hjá Val en Valsmenn hafa haft margar ástæður til að fagna síðustu misseri með Snorra í brúnni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðarnir tveir í íslenska karlalandsliðinu í handbolta eru úr Val og stigu báðir sín fyrstu skref í meistaraflokki undir handleiðslu þjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri segir það viðurkenningu fyrir Valsliðið og sig sjálfan, og að það fylli hann stolti. Af sautján leikmönnum í íslenska hópnum sem mættur er til Tékklands, vegna einvígisins um efsta sæti í undanriðli EM, eru þrír sem spila á Íslandi og koma þeir allir úr Val. Björgvin Páll Gústavsson, samherji Snorra úr landsliðinu til margra ára, er langleikjahæstur í hópnum en einnig eru þar í fyrsta sinn hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia og skyttan Arnór Snær Óskarsson sem bættist í hópinn rétt fyrir leikina tvo við Tékka. Viðurkenning fyrir liðið allt og mig Snorri segir það gera mikið fyrir sig að sjá Valsara fá tækifæri með landsliðinu, eins og Ýmir Örn Gíslason, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson hafa einnig gert. „Mér finnst það ótrúlega gaman og hefur alltaf fundist það. Það gefur mér sérstaklega mikið að sjá stráka sem ég hef tekið inn í meistaraflokkinn, stráka sem ég hef samt ekkert „búið til“ heldur aðrir í Val, verða fyrir valinu. Mér finnst það viðurkenning fyrir liðið allt og líka mig. Þetta gefur mér alveg fullt,“ segir Snorri. Valsmenn hafa rakað inn titlum síðustu misseri og komist í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, með Stiven, Arnór og að sjálfsögðu Björgvin í fantaformi. Það kemur svo í ljós á morgun hvort og hve mikinn þátt Valsararnir taka þátt í leiknum við Tékka ytra, en liðin mætast svo einnig í Laugardalshöll á sunnudag. Snorri hefur hvað helst verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar og gæti því haldið áfram að þjálfa suma af leikmönnum sínum úr Val, fari svo að hann taki við landsliðinu. Í viðtali við Snorra sem birtist á Vísi í morgun sagði hann það vissulega draum sinn að þjálfa landsliðið en að það væri einnig draumur að þjálfa stórlið í Þýskalandi og Frakklandi. Hann hefur enn sem komið er ekki rætt við HSÍ en formaður sambandsins hefur gefið það út að farið verði á fullt í að finna nýjan þjálfara eftir leikina við Tékka, og að HSÍ ætli að gefa sér góðan tíma í málið. Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Af sautján leikmönnum í íslenska hópnum sem mættur er til Tékklands, vegna einvígisins um efsta sæti í undanriðli EM, eru þrír sem spila á Íslandi og koma þeir allir úr Val. Björgvin Páll Gústavsson, samherji Snorra úr landsliðinu til margra ára, er langleikjahæstur í hópnum en einnig eru þar í fyrsta sinn hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia og skyttan Arnór Snær Óskarsson sem bættist í hópinn rétt fyrir leikina tvo við Tékka. Viðurkenning fyrir liðið allt og mig Snorri segir það gera mikið fyrir sig að sjá Valsara fá tækifæri með landsliðinu, eins og Ýmir Örn Gíslason, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson hafa einnig gert. „Mér finnst það ótrúlega gaman og hefur alltaf fundist það. Það gefur mér sérstaklega mikið að sjá stráka sem ég hef tekið inn í meistaraflokkinn, stráka sem ég hef samt ekkert „búið til“ heldur aðrir í Val, verða fyrir valinu. Mér finnst það viðurkenning fyrir liðið allt og líka mig. Þetta gefur mér alveg fullt,“ segir Snorri. Valsmenn hafa rakað inn titlum síðustu misseri og komist í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, með Stiven, Arnór og að sjálfsögðu Björgvin í fantaformi. Það kemur svo í ljós á morgun hvort og hve mikinn þátt Valsararnir taka þátt í leiknum við Tékka ytra, en liðin mætast svo einnig í Laugardalshöll á sunnudag. Snorri hefur hvað helst verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar og gæti því haldið áfram að þjálfa suma af leikmönnum sínum úr Val, fari svo að hann taki við landsliðinu. Í viðtali við Snorra sem birtist á Vísi í morgun sagði hann það vissulega draum sinn að þjálfa landsliðið en að það væri einnig draumur að þjálfa stórlið í Þýskalandi og Frakklandi. Hann hefur enn sem komið er ekki rætt við HSÍ en formaður sambandsins hefur gefið það út að farið verði á fullt í að finna nýjan þjálfara eftir leikina við Tékka, og að HSÍ ætli að gefa sér góðan tíma í málið.
Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira