Snorri um fjölgun Valsara í landsliðinu: „Þetta gefur mér alveg fullt“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson líflegur á hliðarlínunni hjá Val en Valsmenn hafa haft margar ástæður til að fagna síðustu misseri með Snorra í brúnni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýliðarnir tveir í íslenska karlalandsliðinu í handbolta eru úr Val og stigu báðir sín fyrstu skref í meistaraflokki undir handleiðslu þjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri segir það viðurkenningu fyrir Valsliðið og sig sjálfan, og að það fylli hann stolti. Af sautján leikmönnum í íslenska hópnum sem mættur er til Tékklands, vegna einvígisins um efsta sæti í undanriðli EM, eru þrír sem spila á Íslandi og koma þeir allir úr Val. Björgvin Páll Gústavsson, samherji Snorra úr landsliðinu til margra ára, er langleikjahæstur í hópnum en einnig eru þar í fyrsta sinn hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia og skyttan Arnór Snær Óskarsson sem bættist í hópinn rétt fyrir leikina tvo við Tékka. Viðurkenning fyrir liðið allt og mig Snorri segir það gera mikið fyrir sig að sjá Valsara fá tækifæri með landsliðinu, eins og Ýmir Örn Gíslason, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson hafa einnig gert. „Mér finnst það ótrúlega gaman og hefur alltaf fundist það. Það gefur mér sérstaklega mikið að sjá stráka sem ég hef tekið inn í meistaraflokkinn, stráka sem ég hef samt ekkert „búið til“ heldur aðrir í Val, verða fyrir valinu. Mér finnst það viðurkenning fyrir liðið allt og líka mig. Þetta gefur mér alveg fullt,“ segir Snorri. Valsmenn hafa rakað inn titlum síðustu misseri og komist í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, með Stiven, Arnór og að sjálfsögðu Björgvin í fantaformi. Það kemur svo í ljós á morgun hvort og hve mikinn þátt Valsararnir taka þátt í leiknum við Tékka ytra, en liðin mætast svo einnig í Laugardalshöll á sunnudag. Snorri hefur hvað helst verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar og gæti því haldið áfram að þjálfa suma af leikmönnum sínum úr Val, fari svo að hann taki við landsliðinu. Í viðtali við Snorra sem birtist á Vísi í morgun sagði hann það vissulega draum sinn að þjálfa landsliðið en að það væri einnig draumur að þjálfa stórlið í Þýskalandi og Frakklandi. Hann hefur enn sem komið er ekki rætt við HSÍ en formaður sambandsins hefur gefið það út að farið verði á fullt í að finna nýjan þjálfara eftir leikina við Tékka, og að HSÍ ætli að gefa sér góðan tíma í málið. Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Af sautján leikmönnum í íslenska hópnum sem mættur er til Tékklands, vegna einvígisins um efsta sæti í undanriðli EM, eru þrír sem spila á Íslandi og koma þeir allir úr Val. Björgvin Páll Gústavsson, samherji Snorra úr landsliðinu til margra ára, er langleikjahæstur í hópnum en einnig eru þar í fyrsta sinn hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia og skyttan Arnór Snær Óskarsson sem bættist í hópinn rétt fyrir leikina tvo við Tékka. Viðurkenning fyrir liðið allt og mig Snorri segir það gera mikið fyrir sig að sjá Valsara fá tækifæri með landsliðinu, eins og Ýmir Örn Gíslason, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson hafa einnig gert. „Mér finnst það ótrúlega gaman og hefur alltaf fundist það. Það gefur mér sérstaklega mikið að sjá stráka sem ég hef tekið inn í meistaraflokkinn, stráka sem ég hef samt ekkert „búið til“ heldur aðrir í Val, verða fyrir valinu. Mér finnst það viðurkenning fyrir liðið allt og líka mig. Þetta gefur mér alveg fullt,“ segir Snorri. Valsmenn hafa rakað inn titlum síðustu misseri og komist í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, með Stiven, Arnór og að sjálfsögðu Björgvin í fantaformi. Það kemur svo í ljós á morgun hvort og hve mikinn þátt Valsararnir taka þátt í leiknum við Tékka ytra, en liðin mætast svo einnig í Laugardalshöll á sunnudag. Snorri hefur hvað helst verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar og gæti því haldið áfram að þjálfa suma af leikmönnum sínum úr Val, fari svo að hann taki við landsliðinu. Í viðtali við Snorra sem birtist á Vísi í morgun sagði hann það vissulega draum sinn að þjálfa landsliðið en að það væri einnig draumur að þjálfa stórlið í Þýskalandi og Frakklandi. Hann hefur enn sem komið er ekki rætt við HSÍ en formaður sambandsins hefur gefið það út að farið verði á fullt í að finna nýjan þjálfara eftir leikina við Tékka, og að HSÍ ætli að gefa sér góðan tíma í málið.
Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira