Reyndi að opna neyðarútgang og stakk flugþjón Árni Sæberg skrifar 6. mars 2023 23:50 Atvikið varð um borð í farþegaþotu United í gær. Nicolas Economou/Getty Bandarískur karlmaður hefur verið kærður fyrir að hafa reynt að opna neyðarútgang farþegaþotu United á leið frá Los Angeles til Boston og að hafa stungið flugþjón í þrígang í hálsinn með brotinni skeið í gær. Aðeins um klukkustund var eftir af flugi flugvélarinnar þegar áhöfnarmeðlimir í flugstjórnarklefanum fengu meldingu um að aflæsa einum dyrum þotunnar. Flugþjónn var þá beðinn um að athuga málið og hann sá að búið var að taka dyrnar úr læstri stöðu og afvirkja neyðarrennuna frá þeim. Þetta segir í skýrslu saksóknaraembættis Massachusetts um atvikið. Sást standa við útganginn Þá segir að flugþjónninn hafi rætt við annan slíkan sem staðsettur var við neyðarútganginn og sagðist hafa séð manninn, sem heitir Francisco Severo Torres og er 33 ára gamall, standa við neyðarútganginn. Þá hafi flugþjónninn rætt við Torres og spurt hann hvort hann hefði fiktað við dyrnar. Þá er hann sagður hafa spurt hvort myndavélar væru við útganginn sem sanni að hann hafi gert það. Sagði flugstjóra að lenda þotunni sem fyrst Flugþjóninn gaf sig síðan að tali við flugstjóra flugvélarinnar og sagðist halda að Torres væri ógn við öryggi flugsins og að hann þyrfti að lenda flugvélinni sem allra fyrst. Áður en það var gert er Torres sagður hafa gengið að neyðarútganginum þar sem tveir flugþjónar voru og ráðist að öðrum þeirra með brotinn málmskeið. Hann hæfði flugþjóninn þrisvar í hálsinn en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan hans. Aðrir farþegar um borð í flugvélinni brugðust hratt við og yfirbuguðu Torres og héldu honum niðri þar til flugvélinni var lent á Logan flugvelli í Boston, þar sem laganna verðir biðu hans. Hann hefur nú verið handtekinn og kærður vegna gruns um að hafa reynt að hafa áhrif á störf áhafnar farþegaflugvélar með vopni. Í skýrslunni segir að refsing við slíku broti geti verið allt að lífstíðarfangelsi, fimm ára skilorðsbundinn dómur eða 250 þúsund dala , eða um 35 milljóna króna, sekt. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Aðeins um klukkustund var eftir af flugi flugvélarinnar þegar áhöfnarmeðlimir í flugstjórnarklefanum fengu meldingu um að aflæsa einum dyrum þotunnar. Flugþjónn var þá beðinn um að athuga málið og hann sá að búið var að taka dyrnar úr læstri stöðu og afvirkja neyðarrennuna frá þeim. Þetta segir í skýrslu saksóknaraembættis Massachusetts um atvikið. Sást standa við útganginn Þá segir að flugþjónninn hafi rætt við annan slíkan sem staðsettur var við neyðarútganginn og sagðist hafa séð manninn, sem heitir Francisco Severo Torres og er 33 ára gamall, standa við neyðarútganginn. Þá hafi flugþjónninn rætt við Torres og spurt hann hvort hann hefði fiktað við dyrnar. Þá er hann sagður hafa spurt hvort myndavélar væru við útganginn sem sanni að hann hafi gert það. Sagði flugstjóra að lenda þotunni sem fyrst Flugþjóninn gaf sig síðan að tali við flugstjóra flugvélarinnar og sagðist halda að Torres væri ógn við öryggi flugsins og að hann þyrfti að lenda flugvélinni sem allra fyrst. Áður en það var gert er Torres sagður hafa gengið að neyðarútganginum þar sem tveir flugþjónar voru og ráðist að öðrum þeirra með brotinn málmskeið. Hann hæfði flugþjóninn þrisvar í hálsinn en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan hans. Aðrir farþegar um borð í flugvélinni brugðust hratt við og yfirbuguðu Torres og héldu honum niðri þar til flugvélinni var lent á Logan flugvelli í Boston, þar sem laganna verðir biðu hans. Hann hefur nú verið handtekinn og kærður vegna gruns um að hafa reynt að hafa áhrif á störf áhafnar farþegaflugvélar með vopni. Í skýrslunni segir að refsing við slíku broti geti verið allt að lífstíðarfangelsi, fimm ára skilorðsbundinn dómur eða 250 þúsund dala , eða um 35 milljóna króna, sekt.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira