Evrópusambandsdraugurinn sem fer ekki neitt Natan Kolbeinsson skrifar 7. mars 2023 09:00 Þann 4.mars skrifaði Ingibjörg Isaksen þingkona framsóknar grein hér á Vísi þar sem hún reynir að kveða niður Evrópusambandsdrauginn, eins og hún kallar hann, sem núna hefur skotið aftur upp kollinum á Íslandi. Grein hennar fer um víðan völl allt frá gengissveiflum evrunnar yfir í pælingar um sjálfstæði þjóðar, með stuttu stoppi í vangaveltum um að aðild að ESB og upptaka evru gæti mögulega verið skaðleg fyrir efnahagslífið á Íslandi. Fyrsti punktur Ingibjargar fjallar um þá miklu kosti sem aðild okkar að EES hefur. Það er rétt að EES hefur reynst okkur á Íslandi vel og skipt miklu máli í því að tryggja vöxt Íslands. Samt finnum við fyrir því aftur og aftur að aðild okkar að EES takmarkar áhrif okkar löggjöf sem við innleiðum beint frá ESB. Núna síðast sáum við þetta í bréfi forsætisráðherra til forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem orðið hættuástand er notað til að lýsa mögulegum áhrifum nýrra losunarheimilda sem ESB er að innleiða og við tökum upp í gegnum EES. Þar er skýrt dæmi um það hvernig EES tryggir okkur ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Aðild okkar að ESB myndi einmitt tryggja okkur sæti við borðið þegar lög eru mótuð sem hafa bein áhrif á okkur. Greinarhöfundur segir „Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum.“ Gamla fullyrðingin um sjálfstæðið er undarleg þegar staðreyndin er sú að með aðild að ESB hefðum við meiri lýðræðisleg áhrif á löggjöfina sem við innleiðum en við gerum nú. Með öðrum orðum fengjum við tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri á vettvangi þar sem á okkur væri hlustað. Í greininni kemur orðið „gæti“fyrir á tveimur stöðum. Þar kemur höfundur með vangaveltur um mögulegar afleiðingar aðildar okkar að ESB. Margt mun gerast við aðild okkar að ESB en vandinn við þetta orð gæti er að við einfaldlega vitum ekki enn hver áhrifin væru nákvæmlega. Við vitum það ekki því síðast þegar vofa Evrópusambandsins sveif yfir Íslandi náði Framsókn með hjálp vina að kveða hana niður án þess að spyrja þing né þjóð. Ef Framsókn hefði leyft aðildarviðræðum að fara sinn eðlilega farveg þá værum við í dag kominn með svör við hvað gæti eða gæti ekki gerst með inngöngu okkar í ESB. Vissulega er það engin töfralausn að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Raunar hef ég aldrei heyrt Evrópusinna halda því fram. En því myndu fylgja ýmsir kostir. Það munu áfram vera gengissveiflur því evran sveiflast eins og allir aðrir gjaldmiðlar en það myndu ekki vera gengissveiflur gagnvart þeim löndum sem við eigum í mestum viðskiptum við, þar myndi ríkja stöðugleiki, og við myndum losna við öfgarnar sem fylgja sveiflum krónunnar. Upptaka evru myndi einnig leggja þá kröfu á íslensk stjórnvöld að sýna meiri ábyrgð í ríkisrekstrinum en þau hafa gert undanfarinn áratug. Það sást um leið og við hófum aðildarviðræður síðast að þá jókst um leið trúverðugleiki íslenskrar efnahagsstjórnar, lánakjör bötnuðu og vextir fóru niður. Ef Framsóknarmenn vilja kveða niður Evrópusambandsdrauginn sem þau óttast svo ættu þau að leyfa okkur að kjósa um það hvort hefja eigi aðildarviðræður að nýju. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna enda vitum við að bestu ákvarðanir eru teknar þegar fólk er upplýst en nota ekki orð eins og gæti þegar rætt er um framtíðina. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Viðreisn Natan Kolbeinsson Utanríkismál Tengdar fréttir Evrópusambandsdraugurinn Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. 4. mars 2023 08:31 Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 4.mars skrifaði Ingibjörg Isaksen þingkona framsóknar grein hér á Vísi þar sem hún reynir að kveða niður Evrópusambandsdrauginn, eins og hún kallar hann, sem núna hefur skotið aftur upp kollinum á Íslandi. Grein hennar fer um víðan völl allt frá gengissveiflum evrunnar yfir í pælingar um sjálfstæði þjóðar, með stuttu stoppi í vangaveltum um að aðild að ESB og upptaka evru gæti mögulega verið skaðleg fyrir efnahagslífið á Íslandi. Fyrsti punktur Ingibjargar fjallar um þá miklu kosti sem aðild okkar að EES hefur. Það er rétt að EES hefur reynst okkur á Íslandi vel og skipt miklu máli í því að tryggja vöxt Íslands. Samt finnum við fyrir því aftur og aftur að aðild okkar að EES takmarkar áhrif okkar löggjöf sem við innleiðum beint frá ESB. Núna síðast sáum við þetta í bréfi forsætisráðherra til forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem orðið hættuástand er notað til að lýsa mögulegum áhrifum nýrra losunarheimilda sem ESB er að innleiða og við tökum upp í gegnum EES. Þar er skýrt dæmi um það hvernig EES tryggir okkur ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Aðild okkar að ESB myndi einmitt tryggja okkur sæti við borðið þegar lög eru mótuð sem hafa bein áhrif á okkur. Greinarhöfundur segir „Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum.“ Gamla fullyrðingin um sjálfstæðið er undarleg þegar staðreyndin er sú að með aðild að ESB hefðum við meiri lýðræðisleg áhrif á löggjöfina sem við innleiðum en við gerum nú. Með öðrum orðum fengjum við tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri á vettvangi þar sem á okkur væri hlustað. Í greininni kemur orðið „gæti“fyrir á tveimur stöðum. Þar kemur höfundur með vangaveltur um mögulegar afleiðingar aðildar okkar að ESB. Margt mun gerast við aðild okkar að ESB en vandinn við þetta orð gæti er að við einfaldlega vitum ekki enn hver áhrifin væru nákvæmlega. Við vitum það ekki því síðast þegar vofa Evrópusambandsins sveif yfir Íslandi náði Framsókn með hjálp vina að kveða hana niður án þess að spyrja þing né þjóð. Ef Framsókn hefði leyft aðildarviðræðum að fara sinn eðlilega farveg þá værum við í dag kominn með svör við hvað gæti eða gæti ekki gerst með inngöngu okkar í ESB. Vissulega er það engin töfralausn að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Raunar hef ég aldrei heyrt Evrópusinna halda því fram. En því myndu fylgja ýmsir kostir. Það munu áfram vera gengissveiflur því evran sveiflast eins og allir aðrir gjaldmiðlar en það myndu ekki vera gengissveiflur gagnvart þeim löndum sem við eigum í mestum viðskiptum við, þar myndi ríkja stöðugleiki, og við myndum losna við öfgarnar sem fylgja sveiflum krónunnar. Upptaka evru myndi einnig leggja þá kröfu á íslensk stjórnvöld að sýna meiri ábyrgð í ríkisrekstrinum en þau hafa gert undanfarinn áratug. Það sást um leið og við hófum aðildarviðræður síðast að þá jókst um leið trúverðugleiki íslenskrar efnahagsstjórnar, lánakjör bötnuðu og vextir fóru niður. Ef Framsóknarmenn vilja kveða niður Evrópusambandsdrauginn sem þau óttast svo ættu þau að leyfa okkur að kjósa um það hvort hefja eigi aðildarviðræður að nýju. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna enda vitum við að bestu ákvarðanir eru teknar þegar fólk er upplýst en nota ekki orð eins og gæti þegar rætt er um framtíðina. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík.
Evrópusambandsdraugurinn Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. 4. mars 2023 08:31
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar