Betty tók þátt í fimm kílómetrahlaupi í Atlanta í Bandaríkjunum um helgina og kláraði það á minna en klukkutíma.
Betty kom í markið á 59 mínútum og sex sekúndum.
„Síðasti hlutinn var upp í móti og það var virkilega krefjandi en ég kláraði þetta,“ sagði Betty Lindberg eftir hlaupið.
Hún á heimsmetið í fimm kílómetra hlaupi í flokki 95 til 99 ára.