„Þetta var torsóttur sigur“ Hinrik Wöhler skrifar 3. mars 2023 21:51 Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Diego Selfyssingar sigruðu ÍR á Selfossi í kvöld 32-30. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með tveggja marka sigur og halda Selfyssingar áfram að klífa upp töfluna. Selfyssingar leiddu gott sem allan leikinn en náðu aldrei að slíta sig frá baráttuglöðum ÍR-ingum. „Tilfinningin er fín, þetta var erfitt og við vissum það. Þetta er örugglega ekki besti leikurinn hjá okkur í vetur en við erum virkilega sáttir með að taka tvö stig á móti sprækum ÍR-ingum, það er ekki spurning,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leikinn á Selfossi í kvöld. „Við vorum aðeins að rótera en við misstum Sverri Pálsson út varnarlega og Guðmundur Hólmar gat ekki verið mikið með. Þá voru aðrir sem þurftu að stíga inn í önnur hlutverk, bæði varnarlega og sóknarlega, og við leystum það. Til að byrja með vorum við í erfiðleikum sóknarlega en varnarlega náðum við að standa nokkuð vel. Þetta var torsóttur sigur, en heilt yfir er ég sáttur.“ Selfyssingar spiluðu á mörgum leikmönnum í kvöld og er Þórir óhræddur við að kasta mönnum út í djúpu laugina. „Þetta er eins og mig langar að spila, hafa menn ferska og geta róterað. Ungu strákarnir fá tækifæri hjá mér og það er þeirra að nýta það og þeir hafa svo sem gert það í vetur. Það er alveg nauðsynlegt að fá þessar auka mínútur í hvíld fyrir þá sem eru að spila meira, það munar um hverjar fimm til tíu mínútur í hvorum hálfleik. Mér finnst gaman að rótera mönnum og sérstaklega þegar það gengur upp,“ sagði Þórir en gott sem allir leikmenn Selfyssinga komu við sögu í kvöld. Samkvæmt leikjaplani HSÍ er næsti leikur Selfyssinga settur 25. mars á móti Val, þó að dagsetningin geti breyst, er ljóst að það er langt í næsta leik fyrir Þóri og lærisveina. „Það verður lyftingar og rólegheit næstu viku en svo förum við að æfa eðlilega eftir það og koma mönnum í keppnisgír.“ Olís-deildin er gríðarlega jöfn um þessar mundir en fjögur lið eru jöfn með 21 stig, þar á meðal Selfoss, og raða liðin sér í þriðja til sjötta sæti. „Við eigum erfitt prógram eftir, Valur er næsti leikur og eigum eftir að spila við FH, Stjörnuna og Aftureldingu. Öll liðin sem eru í kringum og fyrir ofan okkur. Við þurfum bara að ná í punkta ef við ætlum okkur að klífa hærra í töflunni. Ég sé alveg tækifæri í öllum leikjunum eins og þetta hefur verið í vetur. Við þurfum bara að vera vel gíraðir og ná sókninni og vörninni betur fyrir næstu fjóra leiki,“ sagði Þórir að lokum eftir leikinn í kvöld. Olís-deild karla UMF Selfoss ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
„Tilfinningin er fín, þetta var erfitt og við vissum það. Þetta er örugglega ekki besti leikurinn hjá okkur í vetur en við erum virkilega sáttir með að taka tvö stig á móti sprækum ÍR-ingum, það er ekki spurning,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leikinn á Selfossi í kvöld. „Við vorum aðeins að rótera en við misstum Sverri Pálsson út varnarlega og Guðmundur Hólmar gat ekki verið mikið með. Þá voru aðrir sem þurftu að stíga inn í önnur hlutverk, bæði varnarlega og sóknarlega, og við leystum það. Til að byrja með vorum við í erfiðleikum sóknarlega en varnarlega náðum við að standa nokkuð vel. Þetta var torsóttur sigur, en heilt yfir er ég sáttur.“ Selfyssingar spiluðu á mörgum leikmönnum í kvöld og er Þórir óhræddur við að kasta mönnum út í djúpu laugina. „Þetta er eins og mig langar að spila, hafa menn ferska og geta róterað. Ungu strákarnir fá tækifæri hjá mér og það er þeirra að nýta það og þeir hafa svo sem gert það í vetur. Það er alveg nauðsynlegt að fá þessar auka mínútur í hvíld fyrir þá sem eru að spila meira, það munar um hverjar fimm til tíu mínútur í hvorum hálfleik. Mér finnst gaman að rótera mönnum og sérstaklega þegar það gengur upp,“ sagði Þórir en gott sem allir leikmenn Selfyssinga komu við sögu í kvöld. Samkvæmt leikjaplani HSÍ er næsti leikur Selfyssinga settur 25. mars á móti Val, þó að dagsetningin geti breyst, er ljóst að það er langt í næsta leik fyrir Þóri og lærisveina. „Það verður lyftingar og rólegheit næstu viku en svo förum við að æfa eðlilega eftir það og koma mönnum í keppnisgír.“ Olís-deildin er gríðarlega jöfn um þessar mundir en fjögur lið eru jöfn með 21 stig, þar á meðal Selfoss, og raða liðin sér í þriðja til sjötta sæti. „Við eigum erfitt prógram eftir, Valur er næsti leikur og eigum eftir að spila við FH, Stjörnuna og Aftureldingu. Öll liðin sem eru í kringum og fyrir ofan okkur. Við þurfum bara að ná í punkta ef við ætlum okkur að klífa hærra í töflunni. Ég sé alveg tækifæri í öllum leikjunum eins og þetta hefur verið í vetur. Við þurfum bara að vera vel gíraðir og ná sókninni og vörninni betur fyrir næstu fjóra leiki,“ sagði Þórir að lokum eftir leikinn í kvöld.
Olís-deild karla UMF Selfoss ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00