Minkamars - Áskorun til stjórnvalda að banna loðdýraeldi á Íslandi Björn M. Sigurjónsson skrifar 3. mars 2023 11:01 Nú í marsmánuði standa Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) fyrir vitundarvakningu um loðdýraeldi á Íslandi. Samtökin vilja með því vekja almenning til vitundar um þessa iðju og skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Íslensk stjórnvöld færu þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýreldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra í Evrópu. Skv. upplýsingum Hagstofunnar eru um 9 loðdýrabú starfandi á Íslandi með um 30 starfsmenn og 16.500 minka. Þessi 10 bú fá 80 milljónir króna í styrk til niðurgreiðslu fóðurs, ella mun starfsemin ekki arðbær að mati forsvarsmanna greinarinnar. Minkar eru haldnir í búrum úr vírneti sem eru 30x70 cm að stærð. Lífshlaup hvolpanna er að eftir got eru þeir aldir í 7 mánuði. Þá eru þeir aflífaðir með gasi. Aflífunin fer þannig fram að þeim er komið í loftþéttan kassa og gasi er hleypt á. Það tekur allt að 60 sekúndur uns yrðlingarnir missa meðvitund, og drepast eftir 5 mínútur þegar kolmonoxíð mettunin hefur eytt súrefninu úr hjarta og heila. Þessar fyrstu 60 sekúndur eru afa kvalafullar fyrir yrðlingana, gasið veldur sviða og hægri köfnun. Þá eru yrðlingarnir fláðir og skinnið verkað með rotvarnarefnum. Sum þeirra efna eru krabbameinsvaldandi og niðurbrot þeirra er allt að 20 ár. Í fatnaði, t.d. barnafatnaði, hafa fundist leifar þessarra efna. Þess vegna hefur Sviss bannað notkun loðfelda í fatnaði, þar sem það situr í feldinum og getur borist í menn. Verkun og framleiðsla eins minkaskinns hefur jafnstórt kolefnisfótspor og eins dags neysla meðalneytanda. Þetta sýnir finnsk rannsókn. Sútun og verkun skinna ýmis efnamengun sem er hættuleg fólki og því eru strangar reglur um frárennsli, vatnsnotkun og frágang efna í loðdýraeldi. Helstu rökin fyrir minkaeldi á sínum tíma, var að bændum gæfist kostur á fjölbreyttari búskaparháttum, menn eygðu tekjumöguleika á sölu skinna og það átti svo að tryggja áframhaldandi búsetu í dreifbýli og jaðarsvæðum. Á þeim áratugum sem liðnir eru frá þeim draumum, er ljóst að minkaeldi er ekki sú gullnáma sem vonast var eftir, og hefur enga þjóðhagslega þýðingu. Árið 2014 var sett reglugerð um lágmarksbúrastærð í minkaeldi. Á þeim tíma uppfylltu aðeins 30% minkabúa þær stærðarkröfur, og því fór að mínkabændur fengu frest til 2020 til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar um lágmarks búrastærð. Reglugerðin var innleidd eftir tilskipun Evrópusambandsins og kaupendur og seljendur skinna á uppboðsmörkuðum gera þá kröfu að minkabændur uppfylli ákvæði reglugerðarinnar um búrastærð. Forsvarsmenn minkabænda bentu á að þessar kröfur um búrastærð hefðu í för með sér svo mikinn kostnað, að það verði óarðbært að stunda þessa iðju. Í frétt í Bændablaðinu barmar formaður minkabænda sér yfir því að eftir mögur ár, vanti 400 milljónir inn í greinina. Tölur Hagstofunnar um afkomu minkabúa sýna að verðsveiflur á mörkuðum gerir reksturinn óarðbæran svo árum skiptir. Afleiðingin af þessu er að annað hvort er lítið eigið fé eftir í rekstri minkabúa eða að skattfé almennings er notað til að halda þessum fáu minkabændum uppi. Samantekið má því segja að engin rök standa lengur til minka- og loðdýraeldis. Loðdýraeldi er andstætt öllum sjónarmiðum um dýravelferð, þarf fé skattborgara til að ná endum saman, er vafasamt frá umhverfisverndarsjónarmiði og hefur enga þýðingu fyrir byggðastefnu eða landbúnað. Samtök um Dýravelferð á Íslandi, skora því á matvæla- og landbúnaðarráðherra að leggja fram áætlun sem miðar að því að loðdýraeldi verði lagt af og bannað innan fjögurra ára. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú í marsmánuði standa Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) fyrir vitundarvakningu um loðdýraeldi á Íslandi. Samtökin vilja með því vekja almenning til vitundar um þessa iðju og skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Íslensk stjórnvöld færu þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýreldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra í Evrópu. Skv. upplýsingum Hagstofunnar eru um 9 loðdýrabú starfandi á Íslandi með um 30 starfsmenn og 16.500 minka. Þessi 10 bú fá 80 milljónir króna í styrk til niðurgreiðslu fóðurs, ella mun starfsemin ekki arðbær að mati forsvarsmanna greinarinnar. Minkar eru haldnir í búrum úr vírneti sem eru 30x70 cm að stærð. Lífshlaup hvolpanna er að eftir got eru þeir aldir í 7 mánuði. Þá eru þeir aflífaðir með gasi. Aflífunin fer þannig fram að þeim er komið í loftþéttan kassa og gasi er hleypt á. Það tekur allt að 60 sekúndur uns yrðlingarnir missa meðvitund, og drepast eftir 5 mínútur þegar kolmonoxíð mettunin hefur eytt súrefninu úr hjarta og heila. Þessar fyrstu 60 sekúndur eru afa kvalafullar fyrir yrðlingana, gasið veldur sviða og hægri köfnun. Þá eru yrðlingarnir fláðir og skinnið verkað með rotvarnarefnum. Sum þeirra efna eru krabbameinsvaldandi og niðurbrot þeirra er allt að 20 ár. Í fatnaði, t.d. barnafatnaði, hafa fundist leifar þessarra efna. Þess vegna hefur Sviss bannað notkun loðfelda í fatnaði, þar sem það situr í feldinum og getur borist í menn. Verkun og framleiðsla eins minkaskinns hefur jafnstórt kolefnisfótspor og eins dags neysla meðalneytanda. Þetta sýnir finnsk rannsókn. Sútun og verkun skinna ýmis efnamengun sem er hættuleg fólki og því eru strangar reglur um frárennsli, vatnsnotkun og frágang efna í loðdýraeldi. Helstu rökin fyrir minkaeldi á sínum tíma, var að bændum gæfist kostur á fjölbreyttari búskaparháttum, menn eygðu tekjumöguleika á sölu skinna og það átti svo að tryggja áframhaldandi búsetu í dreifbýli og jaðarsvæðum. Á þeim áratugum sem liðnir eru frá þeim draumum, er ljóst að minkaeldi er ekki sú gullnáma sem vonast var eftir, og hefur enga þjóðhagslega þýðingu. Árið 2014 var sett reglugerð um lágmarksbúrastærð í minkaeldi. Á þeim tíma uppfylltu aðeins 30% minkabúa þær stærðarkröfur, og því fór að mínkabændur fengu frest til 2020 til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar um lágmarks búrastærð. Reglugerðin var innleidd eftir tilskipun Evrópusambandsins og kaupendur og seljendur skinna á uppboðsmörkuðum gera þá kröfu að minkabændur uppfylli ákvæði reglugerðarinnar um búrastærð. Forsvarsmenn minkabænda bentu á að þessar kröfur um búrastærð hefðu í för með sér svo mikinn kostnað, að það verði óarðbært að stunda þessa iðju. Í frétt í Bændablaðinu barmar formaður minkabænda sér yfir því að eftir mögur ár, vanti 400 milljónir inn í greinina. Tölur Hagstofunnar um afkomu minkabúa sýna að verðsveiflur á mörkuðum gerir reksturinn óarðbæran svo árum skiptir. Afleiðingin af þessu er að annað hvort er lítið eigið fé eftir í rekstri minkabúa eða að skattfé almennings er notað til að halda þessum fáu minkabændum uppi. Samantekið má því segja að engin rök standa lengur til minka- og loðdýraeldis. Loðdýraeldi er andstætt öllum sjónarmiðum um dýravelferð, þarf fé skattborgara til að ná endum saman, er vafasamt frá umhverfisverndarsjónarmiði og hefur enga þýðingu fyrir byggðastefnu eða landbúnað. Samtök um Dýravelferð á Íslandi, skora því á matvæla- og landbúnaðarráðherra að leggja fram áætlun sem miðar að því að loðdýraeldi verði lagt af og bannað innan fjögurra ára. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar