Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 08:11 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtala heimilanna, í þingsal. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. Ásthildur Lóa, sem jafnframt er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, greinir frá þessu í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla í morgun. Þar kemur fram að lögmanni þeirra hjóna, Sævari Þór Jónssyni, hafi verið falið að sækja bætur vegna málsins og hafi erindi verið sent ríkislögmanni. Þau vilja meina að ríkið hafi, vegna lögbrota sýslumanns, haft rúmar tíu milljónir króna af þeim hjónum sem hafi þess í stað runnið til Arion banka. „Málavextir eru þeir að þrátt fyrir ábendingar, sinnti sýslumaður ekki lögbundnum skyldum sínum við úthlutun söluverðs eftir uppboð á heimili okkar. Þar bar sýslumanni lögum samkvæmt að taka tillit til fyrningar vaxta. Það var ekki gert og fyrir vikið úthlutaði sýslumaður Arion banka hærri fjárhæð en bankinn átti tilkall til lögum samkvæmt, á kostnað okkar hjóna. Í nær tveggja ára málaferlum okkar við Arion banka vegna þessa, þar sem öll réttarúrræði voru tæmd, fékkst aldrei úrskurður dómstóla um fyrningu vaxta, sem þó var eina málsástæðan. Enginn úrskurður er í raun sigur fyrir bankann. Í öllu ferlinu var ítrekað brotið á okkur og við fengum aldrei réttláta málsmeðferð. Eftir stendur að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók meðvitaða ákvörðun um að sinna ekki lagaskyldu sinni og hafði þannig af okkur 10,6 milljónir króna sem runnu í staðinn til Arion banka. Ríkið er því skaðabótaskylt,“ segir í yfirlýsingunni frá þingmanninum. Ásthildur Lóa tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins árið 2021. Hún er þingmaður Suðurkjördæmis. Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ásthildur Lóa, sem jafnframt er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, greinir frá þessu í tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla í morgun. Þar kemur fram að lögmanni þeirra hjóna, Sævari Þór Jónssyni, hafi verið falið að sækja bætur vegna málsins og hafi erindi verið sent ríkislögmanni. Þau vilja meina að ríkið hafi, vegna lögbrota sýslumanns, haft rúmar tíu milljónir króna af þeim hjónum sem hafi þess í stað runnið til Arion banka. „Málavextir eru þeir að þrátt fyrir ábendingar, sinnti sýslumaður ekki lögbundnum skyldum sínum við úthlutun söluverðs eftir uppboð á heimili okkar. Þar bar sýslumanni lögum samkvæmt að taka tillit til fyrningar vaxta. Það var ekki gert og fyrir vikið úthlutaði sýslumaður Arion banka hærri fjárhæð en bankinn átti tilkall til lögum samkvæmt, á kostnað okkar hjóna. Í nær tveggja ára málaferlum okkar við Arion banka vegna þessa, þar sem öll réttarúrræði voru tæmd, fékkst aldrei úrskurður dómstóla um fyrningu vaxta, sem þó var eina málsástæðan. Enginn úrskurður er í raun sigur fyrir bankann. Í öllu ferlinu var ítrekað brotið á okkur og við fengum aldrei réttláta málsmeðferð. Eftir stendur að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu tók meðvitaða ákvörðun um að sinna ekki lagaskyldu sinni og hafði þannig af okkur 10,6 milljónir króna sem runnu í staðinn til Arion banka. Ríkið er því skaðabótaskylt,“ segir í yfirlýsingunni frá þingmanninum. Ásthildur Lóa tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins árið 2021. Hún er þingmaður Suðurkjördæmis.
Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira