Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 06:37 Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh í dómsal í gær. AP Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. Réttarhöld í málinu hafa farið fram í Suður-Karólínu síðustu sex vikurnar, en í frétt BBC segir frá því að tólf manna kviðdómur í málinu hafi verið innan við þrjá tíma að komast að niðurstöðu í málinu. Murdaugh var sakfelldur fyrir tvö morð og á nú yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi hið minnsta fyrir hvort morð. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri lóð fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Alex Murdaugh hafði samband við Neyðarlínuna umrætt kvöld og sagðist þá hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar sem sé með elliglöp. Rannsókn leiddi síðar í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir morðin í júlí á síðasta ári. Dómari í málinu sagði augljóst af sönnunargögnum að dæma, að Murdaugh væri sekur í málinu. Hann hafnaði einnig kröfu verjanda um að vísa málinu frá vegna formgalla. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Sveik fé Alex Murdaugh var einnig grunaður um að hafa dregið sér tugi milljóna dala úr lögmannafyrirtæki fjölskyldu hans í Suður-Karólínu en fjölskyldan hefur um árabil verið mjög umsvifamikil í ríkinu og mikilsvirtir saksóknarar. Murdaugh neitaði fyrir dómi að hafa myrt eiginkonu sína og son, en játaði þó fjársvikin. Fram kom að hann hafi um árabil svikið fé frá samstarfsmönnum og viðskiptavinum sínum til að standa straum af verkjalyfjafíkn sinni og mikilli eyðslusemi. Laug að lögreglu Rannsókn lögreglu á málinu tók langan tíma en morðvopnin fundust aldrei. Gögn hafi þó sýnt fram á að Murdaugh hafi logið að lögreglumönnum, en þau hafi sýnt fram á að Murdaugh hafi verið á morðstaðnum um fimm mínútum áður en talið er að Maggie og Paul hafi verið myrt. Það hafi komið fram í myndbandi sem fannst í síma Pauls Murdaughs en það tók lögregluna ár að komast inn í hann og finna myndbandið. Nánar má lesa um málið í fyrri frétt Vísis. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Réttarhöld í málinu hafa farið fram í Suður-Karólínu síðustu sex vikurnar, en í frétt BBC segir frá því að tólf manna kviðdómur í málinu hafi verið innan við þrjá tíma að komast að niðurstöðu í málinu. Murdaugh var sakfelldur fyrir tvö morð og á nú yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi hið minnsta fyrir hvort morð. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri lóð fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Alex Murdaugh hafði samband við Neyðarlínuna umrætt kvöld og sagðist þá hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar sem sé með elliglöp. Rannsókn leiddi síðar í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir morðin í júlí á síðasta ári. Dómari í málinu sagði augljóst af sönnunargögnum að dæma, að Murdaugh væri sekur í málinu. Hann hafnaði einnig kröfu verjanda um að vísa málinu frá vegna formgalla. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Sveik fé Alex Murdaugh var einnig grunaður um að hafa dregið sér tugi milljóna dala úr lögmannafyrirtæki fjölskyldu hans í Suður-Karólínu en fjölskyldan hefur um árabil verið mjög umsvifamikil í ríkinu og mikilsvirtir saksóknarar. Murdaugh neitaði fyrir dómi að hafa myrt eiginkonu sína og son, en játaði þó fjársvikin. Fram kom að hann hafi um árabil svikið fé frá samstarfsmönnum og viðskiptavinum sínum til að standa straum af verkjalyfjafíkn sinni og mikilli eyðslusemi. Laug að lögreglu Rannsókn lögreglu á málinu tók langan tíma en morðvopnin fundust aldrei. Gögn hafi þó sýnt fram á að Murdaugh hafi logið að lögreglumönnum, en þau hafi sýnt fram á að Murdaugh hafi verið á morðstaðnum um fimm mínútum áður en talið er að Maggie og Paul hafi verið myrt. Það hafi komið fram í myndbandi sem fannst í síma Pauls Murdaughs en það tók lögregluna ár að komast inn í hann og finna myndbandið. Nánar má lesa um málið í fyrri frétt Vísis.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10