„Það munaði á markvörslunni“ Hinrik Wöhler skrifar 2. mars 2023 20:48 Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir leik. Vísir/Hulda Margrét FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. „Tilfinningin er blendin, sumt var gott og annað var slæmt en við áttum í miklum erfiðleikum í dag. Sérstaklega með að skora,“ sagði Erlingur Richardsson eftir leik. Mikill munur var á markvörslu í leiknum, Phil Döhler markvörður FH varði eins og berserkur á meðan markverðir Eyjamanna fundu ekki taktinn. „Það munaði á markvörslunni, ég held að það séu einhver sautján eða átján skot varin hjá FH á móti þremur skotum hjá okkur. Samt förum við bara með mínus þrjú mörk út af vellinum. Þar liggur stærsti munurinn og annað fannst mér vera nokkuð svipað. Þeir voru í vandræðum sóknarlega, eins og við,“ bætti Erlingur við. Arnór Viðarsson átti stórgóðan leik í sókn Eyjamanna, skoraði níu mörk og skapaði mörg færi fyrir liðsfélagana. „Það voru ekki margar árásir frá öðrum leikmönnum en í sjálfum sér settum við upp þannig stöður fyrir hann. Hann fékk líka nokkur færi sem hann hefði geta nýtt líka, en vissulega hefði verið gott að fá framlag frá fleirum,“ sagði Erlingur þegar hann spurður hvort hann vildi fá framlag frá fleirum í sókninni. Næstu tveir leikir ÍBV eru á móti tveimur neðstu liðunum, ÍR á þriðjudaginn og Herði á Ísafirði þann 16. mars. „Það er eins og hver annar leikur, enn og aftur kemur smá hlé núna þannig þetta verða þrír leikir á um það bil þremur mánuðum, sem er ekkert svakalega mikið. Það getur verið erfitt að halda taktinn og átta sig á hvernig andstæðingurinn er að leika. Þetta er smá skrýtið mót en við þurfum bara að vera klárir. Þetta eru allt hörkuleikir.“ Það var tilkynnt í vikunni að aðstoðarþjálfari liðsins, Magnús Stefánsson, muni taka við keflinu af Erlingi næsta tímabil. Áður hafði verið tilkynnt að Erlingur hyggst ekki halda áfram með liðið. „Mér líst mjög vel á það og ég er sammála þessari stefnu að við séum líka að búa til þjálfara eins og við erum að búa til leikmenn. Við getum látið þetta rúlla innan frá, það er vænlegast til árangurs held ég. Sýnir einnig hversu gott starfið er í Eyjum,“ sagði Erlingur í lokin. FH situr í öðru sæti Olís-deildar karla eftir sigurinn í kvöld. Þó að munurinn á milli ÍBV og FH sé kominn í fjögur stig eiga Eyjamenn enn góðan möguleika á að lyfta sér upp fyrir FH þar sem þeir eiga tvo leiki til góða, á móti ÍR og Herði. Olís-deild karla ÍBV FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Tilfinningin er blendin, sumt var gott og annað var slæmt en við áttum í miklum erfiðleikum í dag. Sérstaklega með að skora,“ sagði Erlingur Richardsson eftir leik. Mikill munur var á markvörslu í leiknum, Phil Döhler markvörður FH varði eins og berserkur á meðan markverðir Eyjamanna fundu ekki taktinn. „Það munaði á markvörslunni, ég held að það séu einhver sautján eða átján skot varin hjá FH á móti þremur skotum hjá okkur. Samt förum við bara með mínus þrjú mörk út af vellinum. Þar liggur stærsti munurinn og annað fannst mér vera nokkuð svipað. Þeir voru í vandræðum sóknarlega, eins og við,“ bætti Erlingur við. Arnór Viðarsson átti stórgóðan leik í sókn Eyjamanna, skoraði níu mörk og skapaði mörg færi fyrir liðsfélagana. „Það voru ekki margar árásir frá öðrum leikmönnum en í sjálfum sér settum við upp þannig stöður fyrir hann. Hann fékk líka nokkur færi sem hann hefði geta nýtt líka, en vissulega hefði verið gott að fá framlag frá fleirum,“ sagði Erlingur þegar hann spurður hvort hann vildi fá framlag frá fleirum í sókninni. Næstu tveir leikir ÍBV eru á móti tveimur neðstu liðunum, ÍR á þriðjudaginn og Herði á Ísafirði þann 16. mars. „Það er eins og hver annar leikur, enn og aftur kemur smá hlé núna þannig þetta verða þrír leikir á um það bil þremur mánuðum, sem er ekkert svakalega mikið. Það getur verið erfitt að halda taktinn og átta sig á hvernig andstæðingurinn er að leika. Þetta er smá skrýtið mót en við þurfum bara að vera klárir. Þetta eru allt hörkuleikir.“ Það var tilkynnt í vikunni að aðstoðarþjálfari liðsins, Magnús Stefánsson, muni taka við keflinu af Erlingi næsta tímabil. Áður hafði verið tilkynnt að Erlingur hyggst ekki halda áfram með liðið. „Mér líst mjög vel á það og ég er sammála þessari stefnu að við séum líka að búa til þjálfara eins og við erum að búa til leikmenn. Við getum látið þetta rúlla innan frá, það er vænlegast til árangurs held ég. Sýnir einnig hversu gott starfið er í Eyjum,“ sagði Erlingur í lokin. FH situr í öðru sæti Olís-deildar karla eftir sigurinn í kvöld. Þó að munurinn á milli ÍBV og FH sé kominn í fjögur stig eiga Eyjamenn enn góðan möguleika á að lyfta sér upp fyrir FH þar sem þeir eiga tvo leiki til góða, á móti ÍR og Herði.
Olís-deild karla ÍBV FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Leik lokið: FH - ÍBV 27-24 | FH-ingar styrktu stöðu sína í öðru sæti FH vann gríðarlega mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í baráttunni um annað sæti Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 27-24 og FH-ingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Eyjamenn í öðru sætinu. 2. mars 2023 19:37