Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2023 14:05 Samsett mynd af Sergei Lavrov, sem er til vinstri og er utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken, til hægri, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP Photo/Manish Swarup Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittast í persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rétt rúmu ári. Nú stendur yfir fundur G20-ríkjanna, helstu iðnríkja heims. Að þessu sinni fer fundurinn fram í Nýju-Delí á Indlandi. Þar hefur orkunni helst verið eytt í að ræða innrás Rússa í Úkraínu. Hafa Rússar verið harðlega gagnrýndir á fundinum. Nokkur hiti hefur verið í umræðunum, svo mikill að ekki er að vænta sameiginlegrar yfirlýsingar að fundi loknum, líkt og venjan er Fyrir fundinn hafði ekki verið reiknað með því að Blinken og Lavrov myndu ræðast sérstaklega við. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken, efst fyrir miðju, gengur framhjá rússneska kollega sínum Sergei Lavrov á G20 fundinum í morgun.Olivier Douliery/Pool Photo via AP Önnur virðist þó hafa verið raunin. Í frétt CNN er vísað í upplýsingar frá bandarískum embættismanni sem og talsmanni rússneska utanríkisráðuneytisins um að Blinken hafi óskað eftir því að ná tali af Lavrov. Eru þeir sagðir hafa ræðst við í um tíu mínútur þar sem Blinken áréttaði meðal annars stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásarinnar. Er hann sagður hafa sagt við Lavrov að Bandaríkjamenn myndu styðja Úkraínu eins lengi og þurfa þyrfti. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir að fundurinn, ef fund skyldi kalla, hafi verið haldinn í hraði og á ferðinni, líkt og það er orðað á vef CNN. Fundurinn markar nokkur tímamót en eins og fyrr segir hafa utanríkisráðherrarnir ekki hist í persónu frá því að innrásin hófst. Þeir hafa þó oft verið á sömu fundum og á sama stað, án þess að ræðast sérstaklega við, fyrr en nú. Hernaður Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittast í persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rétt rúmu ári. Nú stendur yfir fundur G20-ríkjanna, helstu iðnríkja heims. Að þessu sinni fer fundurinn fram í Nýju-Delí á Indlandi. Þar hefur orkunni helst verið eytt í að ræða innrás Rússa í Úkraínu. Hafa Rússar verið harðlega gagnrýndir á fundinum. Nokkur hiti hefur verið í umræðunum, svo mikill að ekki er að vænta sameiginlegrar yfirlýsingar að fundi loknum, líkt og venjan er Fyrir fundinn hafði ekki verið reiknað með því að Blinken og Lavrov myndu ræðast sérstaklega við. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken, efst fyrir miðju, gengur framhjá rússneska kollega sínum Sergei Lavrov á G20 fundinum í morgun.Olivier Douliery/Pool Photo via AP Önnur virðist þó hafa verið raunin. Í frétt CNN er vísað í upplýsingar frá bandarískum embættismanni sem og talsmanni rússneska utanríkisráðuneytisins um að Blinken hafi óskað eftir því að ná tali af Lavrov. Eru þeir sagðir hafa ræðst við í um tíu mínútur þar sem Blinken áréttaði meðal annars stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásarinnar. Er hann sagður hafa sagt við Lavrov að Bandaríkjamenn myndu styðja Úkraínu eins lengi og þurfa þyrfti. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir að fundurinn, ef fund skyldi kalla, hafi verið haldinn í hraði og á ferðinni, líkt og það er orðað á vef CNN. Fundurinn markar nokkur tímamót en eins og fyrr segir hafa utanríkisráðherrarnir ekki hist í persónu frá því að innrásin hófst. Þeir hafa þó oft verið á sömu fundum og á sama stað, án þess að ræðast sérstaklega við, fyrr en nú.
Hernaður Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36