Er aukin þunglyndislyfjanotkun vandamál? Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 11:01 Merkja má verulega aukna áherslu á geðrækt og geðheilsu undanfarin ár og hafa stjórnvöld hér á landi gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir aukna áherslu sýna allar mælingar að vandinn er ekki að minnka, heldur þvert á móti. Markmiðið með því að opna á þessa umræðu er meðal annars að minnka fordóma gagnvart geðröskunum en lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum er gjarnan talið mega rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Veruleg aukning þunglyndislyfjanotkunar Það er því ómögulegt að rekja sístækkandi vandann einungis til þess að við erum orðin duglegri að ræða hann en fyrir þrjátíu árum. Bæði hafa ávísuðum dagskömmtum þunglyndislyfja til einstaklinga fjölgað sem og notendum lyfjanna. Embætti landlæknis hefur ítrekað varað við þróuninni, sem og alþjóða heilbrigðisstofnunin. Mesta aukningin á ávísunum kvíða- og þunglyndislyfja er hjá fólki yngri en 29 ára. Þunglyndislyfjanotkun hefur ekki einungis aukist hjá börnum og unglingum og standa aðrir aldurshópar ekki utan þeirrar þróunar. Gríðarlegur munur er á þunglyndislyfjanotkun meðal kynja, en 111,7 dagsskammtar eru á hverja 1000 karla en 211,6 dagsskammtar á hverjar 1000 konur. Sérstaða Íslands Ísland er í sérstöðu þegar kemur að notkun þunglyndislyfja og hérlendis er hún mikil í alþjóðlegum samanburði. Í skýrslu OECD frá árinu 2019 kemur fram að árið 2017 var Ísland með lang mesta notkun þunglyndislyfja meðal annarra OECD ríkja. Þessi sérstaða Íslands kallar á dýpri skoðun, þar sem rót vandans er greindur. Við sem samfélag ættum að kappkosta við að eyða út getgátum og svipta hulunni af því hvað það er sem orsakar aukna vanlíðan í samfélaginu. Ásamt því að skoða hvað veldur, verðum við að mæta aukinni þörf á geðheilbrigðisþjónustu með bættum meðferðarúrræðum og markvissari þjónustu byggða á gagnreyndum aðferðum. Ein forsenda þess að eftirspurnin og þörfin fyrir þunglyndislyfjameðferð minnki í heilsugæslunni er aukið framboð þar á öðrum gagnreyndum meðferðarleiðum. Rannsóknir sýna fram á að almenningur gerir sér grein fyrir því að aðrar meðferðarleiðir reynast oft betri gegn vægu þunglyndi en lyfjagjöf, og þá kemur fram hve stór hluti nefnir mikilvægi reglulegrar hreyfingar og viðtalsmeðferðar. Það er mikill munur á depurðareinkennum og alvarlegum heilsubrest og þess vegna er mikilvægt að vandi hvers og eins sé rétt greindur og viðeigandi meðferð eða úrræði valin. Hvað er til ráða? Heilbrigðisyfirvöld verða að leggja áherslu á fjölbreyttari úrræði og auðvelda aðgengið að þeim. Sala á þunglyndislyfjum mun að öllum líkindum halda áfram að aukast hér á landi nema aðgengi að öðrum meðferðarúrræðum aukist. Lykillinn að bættri geðheilsu þjóðarinnar er ekki byggður á einni aðferð. Einni pillu, einum hreyfiseðli eða niðurgreiddum sálfræðitíma. Lykillinn að bættri geðheilbrigðisþjónustu líkist heldur meira lyklakippu húsvarðarins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Merkja má verulega aukna áherslu á geðrækt og geðheilsu undanfarin ár og hafa stjórnvöld hér á landi gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir aukna áherslu sýna allar mælingar að vandinn er ekki að minnka, heldur þvert á móti. Markmiðið með því að opna á þessa umræðu er meðal annars að minnka fordóma gagnvart geðröskunum en lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum er gjarnan talið mega rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Veruleg aukning þunglyndislyfjanotkunar Það er því ómögulegt að rekja sístækkandi vandann einungis til þess að við erum orðin duglegri að ræða hann en fyrir þrjátíu árum. Bæði hafa ávísuðum dagskömmtum þunglyndislyfja til einstaklinga fjölgað sem og notendum lyfjanna. Embætti landlæknis hefur ítrekað varað við þróuninni, sem og alþjóða heilbrigðisstofnunin. Mesta aukningin á ávísunum kvíða- og þunglyndislyfja er hjá fólki yngri en 29 ára. Þunglyndislyfjanotkun hefur ekki einungis aukist hjá börnum og unglingum og standa aðrir aldurshópar ekki utan þeirrar þróunar. Gríðarlegur munur er á þunglyndislyfjanotkun meðal kynja, en 111,7 dagsskammtar eru á hverja 1000 karla en 211,6 dagsskammtar á hverjar 1000 konur. Sérstaða Íslands Ísland er í sérstöðu þegar kemur að notkun þunglyndislyfja og hérlendis er hún mikil í alþjóðlegum samanburði. Í skýrslu OECD frá árinu 2019 kemur fram að árið 2017 var Ísland með lang mesta notkun þunglyndislyfja meðal annarra OECD ríkja. Þessi sérstaða Íslands kallar á dýpri skoðun, þar sem rót vandans er greindur. Við sem samfélag ættum að kappkosta við að eyða út getgátum og svipta hulunni af því hvað það er sem orsakar aukna vanlíðan í samfélaginu. Ásamt því að skoða hvað veldur, verðum við að mæta aukinni þörf á geðheilbrigðisþjónustu með bættum meðferðarúrræðum og markvissari þjónustu byggða á gagnreyndum aðferðum. Ein forsenda þess að eftirspurnin og þörfin fyrir þunglyndislyfjameðferð minnki í heilsugæslunni er aukið framboð þar á öðrum gagnreyndum meðferðarleiðum. Rannsóknir sýna fram á að almenningur gerir sér grein fyrir því að aðrar meðferðarleiðir reynast oft betri gegn vægu þunglyndi en lyfjagjöf, og þá kemur fram hve stór hluti nefnir mikilvægi reglulegrar hreyfingar og viðtalsmeðferðar. Það er mikill munur á depurðareinkennum og alvarlegum heilsubrest og þess vegna er mikilvægt að vandi hvers og eins sé rétt greindur og viðeigandi meðferð eða úrræði valin. Hvað er til ráða? Heilbrigðisyfirvöld verða að leggja áherslu á fjölbreyttari úrræði og auðvelda aðgengið að þeim. Sala á þunglyndislyfjum mun að öllum líkindum halda áfram að aukast hér á landi nema aðgengi að öðrum meðferðarúrræðum aukist. Lykillinn að bættri geðheilsu þjóðarinnar er ekki byggður á einni aðferð. Einni pillu, einum hreyfiseðli eða niðurgreiddum sálfræðitíma. Lykillinn að bættri geðheilbrigðisþjónustu líkist heldur meira lyklakippu húsvarðarins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun