Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2023 10:12 Um helmingur aukningarinnar í losun vegna bruna á olíu er rakinn til vaxandi flugsamgangna eftir kórónuveirufaraldurinn. AP/Michael Dwyer Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. Losun vegna orkuframleiðslu jókst um 0,9 prósent á milli ára í fyrra samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) og nam 36,8 milljörðum tonna koltvísýrings. Stofnunin rekur vöxtinn til þess að ferðamennska fór aftur á flug eftir kórónuveirufaraldurinn og að fleiri hafi brennt kolum til húshitunar. Koltvísýringslosun vegna bruna á kolum jókst um 1,6 prósent. Hátt verð á jarðgasi, meðal annars vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, varð til þess að fjöldi borga skipti úr gasi yfir í kol, aðallega í Asíu. Brennsla á olíu leiddi við 2,5 prósent meiri losunar en árið 2021. Um helmingur þeirrar aukningar var vegna flugsamgangna. Veðuröfgar bættu gráu ofan á svart í fyrra. Þurrkar takmörkuðu orkuframleiðslu vatnsaflsvirkjana og leiddu til aukinnar brennslu á jarðefnaeldsneyti. Hitabylgjur juku einnig eftirspurn eftir rafmagni. Jarðefnaeldsneytisfyrirtæki axli sína ábyrgð Sérfræðingar höfðu spáð enn meiri aukningu í losun heimsins í fyrra. Orkumálastofnunin áætlar að vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum, rafknúnum farartækjum og varmadælum hafi komið í veg fyrir um 550 milljón tonna losun í fyrra. Sóttvarnaaðgerðir og lítill hagvöxtur í Kína takmarkaði einnig vöxtinn í losun. „Án hreinnar orku hefði vöxtur í koltvísýringslosun verið næstum því þrefalt hærri,“ segir Fatih Birol, forstjóri IEA. Birol sagði að þrátt fyrir það héldi losun vegna jarðefnaeldsneyti áfram að aukast og torvelda að mannkynið næði loftslagsmarkmiðum sínum. Orkufyrirtækið græddu nú á tá og fingri en þau yrðu að axla sína ábyrgð á loftslagsvandanum líka. Loftslagsvísindamenn tóku tíðindunum í skýrslu stofnunarinnar fálega. Rob Jackson, prófessor í jarðvísindum og formaður Alþjóðlega kolefnisverkefnisins, segir að öll aukning losunar sé neikvæð. „Við megum ekki við aukningu. Við megum ekki við kyrrstöðu. Það er annað hvort samdráttur eða glundroði fyrir plánetuna. Öll ár þar sem losun vegna kola eykst eru slæm ár fyrir heilsu okkar og fyrir jörðina,“ segir Jackson við AP-fréttastofuna. Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Losun vegna orkuframleiðslu jókst um 0,9 prósent á milli ára í fyrra samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) og nam 36,8 milljörðum tonna koltvísýrings. Stofnunin rekur vöxtinn til þess að ferðamennska fór aftur á flug eftir kórónuveirufaraldurinn og að fleiri hafi brennt kolum til húshitunar. Koltvísýringslosun vegna bruna á kolum jókst um 1,6 prósent. Hátt verð á jarðgasi, meðal annars vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, varð til þess að fjöldi borga skipti úr gasi yfir í kol, aðallega í Asíu. Brennsla á olíu leiddi við 2,5 prósent meiri losunar en árið 2021. Um helmingur þeirrar aukningar var vegna flugsamgangna. Veðuröfgar bættu gráu ofan á svart í fyrra. Þurrkar takmörkuðu orkuframleiðslu vatnsaflsvirkjana og leiddu til aukinnar brennslu á jarðefnaeldsneyti. Hitabylgjur juku einnig eftirspurn eftir rafmagni. Jarðefnaeldsneytisfyrirtæki axli sína ábyrgð Sérfræðingar höfðu spáð enn meiri aukningu í losun heimsins í fyrra. Orkumálastofnunin áætlar að vöxtur í endurnýjanlegum orkugjöfum, rafknúnum farartækjum og varmadælum hafi komið í veg fyrir um 550 milljón tonna losun í fyrra. Sóttvarnaaðgerðir og lítill hagvöxtur í Kína takmarkaði einnig vöxtinn í losun. „Án hreinnar orku hefði vöxtur í koltvísýringslosun verið næstum því þrefalt hærri,“ segir Fatih Birol, forstjóri IEA. Birol sagði að þrátt fyrir það héldi losun vegna jarðefnaeldsneyti áfram að aukast og torvelda að mannkynið næði loftslagsmarkmiðum sínum. Orkufyrirtækið græddu nú á tá og fingri en þau yrðu að axla sína ábyrgð á loftslagsvandanum líka. Loftslagsvísindamenn tóku tíðindunum í skýrslu stofnunarinnar fálega. Rob Jackson, prófessor í jarðvísindum og formaður Alþjóðlega kolefnisverkefnisins, segir að öll aukning losunar sé neikvæð. „Við megum ekki við aukningu. Við megum ekki við kyrrstöðu. Það er annað hvort samdráttur eða glundroði fyrir plánetuna. Öll ár þar sem losun vegna kola eykst eru slæm ár fyrir heilsu okkar og fyrir jörðina,“ segir Jackson við AP-fréttastofuna.
Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira