Ekki útséð með áhrif verkfalla á hótelin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 21:44 Hildur Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri Berjaya. Vísir Þrátt fyrir að starfsemi hótela sem verkföll Eflingar hafa beinst að sé nú komin á skrið gætir áhrifa þeirra enn. Framkvæmdastjóri Berjaya-hótela segir mest um vert að geta opnað fyrir bókanir að nýju, en lokað var fyrir þær þegar ljóst varð að stefndi í verkfall. Starfsfólk Berjaya Hotels sem er í Eflingu sneri aftur til vinnu í dag eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í kjölfar þess að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, setti fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hildur Ómarsdóttir er framkvæmdastjóri Berjaya. Hún ræddi við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem hún sagði að búið væri að opna öll hótel fyrirtækisins. „En það sem mest um vert er að við náðum að opna fyrir bókanir aftur. Þannig að við erum byrjuð að selja aftur og það skiptir auðvitað mestu máli fyrir okkur að koma starfseminni í gang, sem og sölunni,“ sagði Hildur. Reyna nú að fylla það sem áður þurfti að tæma Þá sagði hún verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif, og benti því til stuðnings á að þremur hótelum hefði verið lokað. Það voru Hilton, Natura og Marina. „Þar með stoppuðum við tekjuflæðið alfarið inn í okkar rekstur. Við lokuðum fyrir bókanir fyrir febrúar og mars þann 8. febrúar, þegar verkfallsboðum barst. Eðli málsins samkvæmt hefur það mjög mikil áhrif. Ekki bara á þeim vikum sem hafa liðið meðan á verkfalli stóð, heldur einnig aðeins áfram því við erum að selja einn til þrjá mánuði fram í tímann, má segja.“ Hildur sagði þá að áhrifa verkfallsaðgerða kunni að gæta áfram, þrátt fyrir að starfsfólk sé snúið aftur til vinnu. „Það er ekkert útséð með hvert tapið er fyrr en við getum hafið starfsemi að fullu og erum búin að fylla okkar bækur aftur, sem við lögðum markvissa vinnu í að tæma.“ Það væri gleðiefni að fá Eflingarfólk aftur til vinnu. „Það er gaman að segja frá því að okkar starfsfólk var himinlifandi að komast aftur til starfa og hér var vel tekið á móti þeim, eins og alltaf. Þannig viljum við hafa það og þannig ætlum við að hafa það áfram.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Starfsfólk Berjaya Hotels sem er í Eflingu sneri aftur til vinnu í dag eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í kjölfar þess að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, setti fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hildur Ómarsdóttir er framkvæmdastjóri Berjaya. Hún ræddi við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem hún sagði að búið væri að opna öll hótel fyrirtækisins. „En það sem mest um vert er að við náðum að opna fyrir bókanir aftur. Þannig að við erum byrjuð að selja aftur og það skiptir auðvitað mestu máli fyrir okkur að koma starfseminni í gang, sem og sölunni,“ sagði Hildur. Reyna nú að fylla það sem áður þurfti að tæma Þá sagði hún verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif, og benti því til stuðnings á að þremur hótelum hefði verið lokað. Það voru Hilton, Natura og Marina. „Þar með stoppuðum við tekjuflæðið alfarið inn í okkar rekstur. Við lokuðum fyrir bókanir fyrir febrúar og mars þann 8. febrúar, þegar verkfallsboðum barst. Eðli málsins samkvæmt hefur það mjög mikil áhrif. Ekki bara á þeim vikum sem hafa liðið meðan á verkfalli stóð, heldur einnig aðeins áfram því við erum að selja einn til þrjá mánuði fram í tímann, má segja.“ Hildur sagði þá að áhrifa verkfallsaðgerða kunni að gæta áfram, þrátt fyrir að starfsfólk sé snúið aftur til vinnu. „Það er ekkert útséð með hvert tapið er fyrr en við getum hafið starfsemi að fullu og erum búin að fylla okkar bækur aftur, sem við lögðum markvissa vinnu í að tæma.“ Það væri gleðiefni að fá Eflingarfólk aftur til vinnu. „Það er gaman að segja frá því að okkar starfsfólk var himinlifandi að komast aftur til starfa og hér var vel tekið á móti þeim, eins og alltaf. Þannig viljum við hafa það og þannig ætlum við að hafa það áfram.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira