Lenya Rún segir Suðurlandið biblíubelti Íslands Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2023 16:40 Ingvar Smári, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sagðist hafa farið víða um land og sitt hvort væri hljóðið í kaffistofum landsmanna eða við kaffistandinn í þingflokksherbergi Pírata. Lenya Rún lét Ingvar Smára ekki eiga neitt inni hjá sér með það og svaraði fullum hálsi. vísir/vilhelm Á fundi Orators um útlendingalögin var frumælandi meðal annarra aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Ingvar Smári Birgisson. Lenya Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var viðstödd og pundaði aðstoðarmanninn. Ferðalög hans um Suðurlandskjördæmi, biblíubelti Íslands, hefði lítið gildi. Lenya Rún var á því að frumvarpið væri illa úr garði gjört og að ekki hafi verið tekið tillit til ýmissa ábendinga þar að lútandi. Ingvar Smári var því ósammála og sagði það hafa þvert á móti farið í gegnum ansi mörg sigti. Það breytti ekki afstöðu Lenyu nema síður sér sem sagði frumvarpið samt ömurlegt. „Já. Það er þitt mat. Ég ferðast nú víða um landið og tala við allskonar fólk. Og mjög margir eru að skamma ráðherrana fyrir að ganga ekki lengra,“ sagði Ingvar Smári sem telur gjá milli þess sem fólk er að ræða á kaffistofum landsins og þess sem þingflokkur Pírata er að ræða á sinni. Það er þegar 1.19.45 eru liðnar af fundinum þegar til þessara orðahnippinga þeirra Ingvars og Lenyu kemur. Lenya Rún gaf ekki mikið fyrir þetta sjónarmið. „Þetta snýst ekki um Pírata heldur að gæta mannúðar. Að það sé skilvirkt kerfi og skilvirkt regluverk. Það að þú sért að fara útum allt í Suðurkjördæmi og tala við Biblíubeltið og hvað þeim finnst um núverandi útlendingalöggjöfina skiptir ekki máli,“ sagði Lenya Rún og varð þá nokkurt kurr í salnum sem og hlátrasköll; mörgum háskólaborgaranum, sem lagt höfðu leið sína á fund félags laganema í Háskóla Íslands, þótti þetta beint í mark hjá varaþingmanninum. Biblíubeltið í Bandaríkjunum hefur löngum verið kennt við stækt afturhald og óupplýsta afstöðu, þannig að ekki er þetta há einkunn sem varaþingmaðurinn gefur þessu tiltekna landsvæði Íslands, hvort sem hún hefur eitthvað til síns máls eða ekki. Staða Sjálfstæðisflokksins er afar sterk í því tiltekna kjördæmi. Ingvar Smári hafði þessi ummæli til marks í hvaða farvegi umræða um þessi mál eru stödd, hún sé afar pólaríseruð. Lögmennska Alþingi Innflytjendamál Háskólar Píratar Trúmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Lenya Rún var á því að frumvarpið væri illa úr garði gjört og að ekki hafi verið tekið tillit til ýmissa ábendinga þar að lútandi. Ingvar Smári var því ósammála og sagði það hafa þvert á móti farið í gegnum ansi mörg sigti. Það breytti ekki afstöðu Lenyu nema síður sér sem sagði frumvarpið samt ömurlegt. „Já. Það er þitt mat. Ég ferðast nú víða um landið og tala við allskonar fólk. Og mjög margir eru að skamma ráðherrana fyrir að ganga ekki lengra,“ sagði Ingvar Smári sem telur gjá milli þess sem fólk er að ræða á kaffistofum landsins og þess sem þingflokkur Pírata er að ræða á sinni. Það er þegar 1.19.45 eru liðnar af fundinum þegar til þessara orðahnippinga þeirra Ingvars og Lenyu kemur. Lenya Rún gaf ekki mikið fyrir þetta sjónarmið. „Þetta snýst ekki um Pírata heldur að gæta mannúðar. Að það sé skilvirkt kerfi og skilvirkt regluverk. Það að þú sért að fara útum allt í Suðurkjördæmi og tala við Biblíubeltið og hvað þeim finnst um núverandi útlendingalöggjöfina skiptir ekki máli,“ sagði Lenya Rún og varð þá nokkurt kurr í salnum sem og hlátrasköll; mörgum háskólaborgaranum, sem lagt höfðu leið sína á fund félags laganema í Háskóla Íslands, þótti þetta beint í mark hjá varaþingmanninum. Biblíubeltið í Bandaríkjunum hefur löngum verið kennt við stækt afturhald og óupplýsta afstöðu, þannig að ekki er þetta há einkunn sem varaþingmaðurinn gefur þessu tiltekna landsvæði Íslands, hvort sem hún hefur eitthvað til síns máls eða ekki. Staða Sjálfstæðisflokksins er afar sterk í því tiltekna kjördæmi. Ingvar Smári hafði þessi ummæli til marks í hvaða farvegi umræða um þessi mál eru stödd, hún sé afar pólaríseruð.
Lögmennska Alþingi Innflytjendamál Háskólar Píratar Trúmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira