„Eftirspurnin er svo miklu miklu meiri en teymin ná að anna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2023 16:07 Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir um 100 í meðferð á hverjum tíma hjá geðheilsuteymunum. Vísir/Arnar Gríðarleg eftirspurn er eftir inngöngu í þverfagleg geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu en töluvert færri komast að en vilja. Framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það hafa verið lyftistöng þegar teymunum var komið á fót en meira þurfi til. Fjölga þurfi teymum og framtíðarsýnin að lítil teymi verði starfandi á hverri heilsugæslustöð. Markmiðið eigi sömuleiðis að vera að grípa fólk fyrr. Þrjú almenn geðheilsuteymi eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu en hvert þeirra þjónustar ákveðið svæði. Um er að ræða Geðheilsuteymi vestur, sem þjónar íbúa í miðbænum, Hlíðum og Seltjarnarnesi, Geðheilsuteymi suður, sem þjónar íbúum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, og loks Geðheilsuteymi austur, sem þjónar íbúum í Grafarvogi, Breiðholti og Mosfellsbæ. Um er að ræða svokallaða annars stigs þjónustu, millistig milli heilsugæslunnar og geðdeildar Landspítala, þar sem notendur með flóknari vanda fá þverfaglega aðstoð, til að mynda frá geðlæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfurum og íþróttafræðingum. Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það hafa verið gríðarlega lyftistöng þegar þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kom teymunum á fót árið 2019 en þau hafa verið byggð upp verulega frá þeim tíma. „Það má segja að þetta módel komi mjög vel út, þetta byggir á batahugmyndafræði og að virkja notendur og hjálpa þeim að komast aftur í virkni og út í lífið. En við þurfum bara fleiri svona teymi því að eftirspurnin er svo miklu miklu meiri heldur en teymin ná að anna. Það er svona akkilesarhællinn,“ segir Guðlaug. Aðeins þeir veikustu komast að Meðferðartíminn er að meðaltali níu mánuðir og eru það að mestu heilsugæslustöðvarnar sem senda inn beiðnir. Biðlistar eru ekki til staðar í strangasta skilningi en nokkurra mánaða bið er frá því að beiðni er send þar til einstaklingur kemst að. „Hvert teymi fær um 300 beiðnir á ári og síðan eru þau með margvíslega ráðgjöf, bæði geðlæknaráðgjöf og ráðgjöf frá öðru fagfólki, sem eru kannski önnur 300 mál. En á hverjum tíma þá eru svona um hundrað einstaklingar í meðferð og yfir árið sirka tvö hundruð einstaklingar sem að keyra í gegnum meðferðar og endurhæfingarprógrammið,“ segir Guðlaug. Það er því ljóst að töluvert færri komist að en vilja en hvert teymi sinnir svæði sem telur 70 þúsund íbúa. Það hefur leitt til þess að aðeins þeir veikustu komist að og öðrum með minna flókinn vanda vísað í önnur úrræði. Ljóst er að meira þurfi til eftir því sem Íslendingum fjölgar og fjölbreytnin eykst. „Eftirspurnin minnkar ekki, hún eykst og við sjáum fyrir okkur að það þyrfti að koma fleiri teymum á lagnirnar og einnig að styrkja grunnþjónustuna, heilsugæslustöðvarnar. Það væri framtíðarsýnin, að það væru lítil geðteymi starfandi á hverri einustu heilsugæslustöð sem að gætu þá gripið fyrr inn í vanda fólks áður en hann verður svo alvarlegur að þurfa að fara inn í svona umfangsmikið úrræði eins og geðheilsuteymin veita,“ segir Guðlaug. Best væri þó ef einstaklingar þyrftu ekki á þessum úrræðum að halda, sem er í grunninn markmiðið. „Áherslan er að reyna að grípa fyrr inn í vanda fólks, það er framtíðarsýnin. Best væri að það þyrfti engin geðheilsuteymi, það væri hægt að hjálpa fólki og hindra það að vandinn þróist svona, verði alvarlegur og þarfnist svona mikillar þjónustu.“ Geðheilbrigði Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þrjú almenn geðheilsuteymi eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu en hvert þeirra þjónustar ákveðið svæði. Um er að ræða Geðheilsuteymi vestur, sem þjónar íbúa í miðbænum, Hlíðum og Seltjarnarnesi, Geðheilsuteymi suður, sem þjónar íbúum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, og loks Geðheilsuteymi austur, sem þjónar íbúum í Grafarvogi, Breiðholti og Mosfellsbæ. Um er að ræða svokallaða annars stigs þjónustu, millistig milli heilsugæslunnar og geðdeildar Landspítala, þar sem notendur með flóknari vanda fá þverfaglega aðstoð, til að mynda frá geðlæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfurum og íþróttafræðingum. Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það hafa verið gríðarlega lyftistöng þegar þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kom teymunum á fót árið 2019 en þau hafa verið byggð upp verulega frá þeim tíma. „Það má segja að þetta módel komi mjög vel út, þetta byggir á batahugmyndafræði og að virkja notendur og hjálpa þeim að komast aftur í virkni og út í lífið. En við þurfum bara fleiri svona teymi því að eftirspurnin er svo miklu miklu meiri heldur en teymin ná að anna. Það er svona akkilesarhællinn,“ segir Guðlaug. Aðeins þeir veikustu komast að Meðferðartíminn er að meðaltali níu mánuðir og eru það að mestu heilsugæslustöðvarnar sem senda inn beiðnir. Biðlistar eru ekki til staðar í strangasta skilningi en nokkurra mánaða bið er frá því að beiðni er send þar til einstaklingur kemst að. „Hvert teymi fær um 300 beiðnir á ári og síðan eru þau með margvíslega ráðgjöf, bæði geðlæknaráðgjöf og ráðgjöf frá öðru fagfólki, sem eru kannski önnur 300 mál. En á hverjum tíma þá eru svona um hundrað einstaklingar í meðferð og yfir árið sirka tvö hundruð einstaklingar sem að keyra í gegnum meðferðar og endurhæfingarprógrammið,“ segir Guðlaug. Það er því ljóst að töluvert færri komist að en vilja en hvert teymi sinnir svæði sem telur 70 þúsund íbúa. Það hefur leitt til þess að aðeins þeir veikustu komist að og öðrum með minna flókinn vanda vísað í önnur úrræði. Ljóst er að meira þurfi til eftir því sem Íslendingum fjölgar og fjölbreytnin eykst. „Eftirspurnin minnkar ekki, hún eykst og við sjáum fyrir okkur að það þyrfti að koma fleiri teymum á lagnirnar og einnig að styrkja grunnþjónustuna, heilsugæslustöðvarnar. Það væri framtíðarsýnin, að það væru lítil geðteymi starfandi á hverri einustu heilsugæslustöð sem að gætu þá gripið fyrr inn í vanda fólks áður en hann verður svo alvarlegur að þurfa að fara inn í svona umfangsmikið úrræði eins og geðheilsuteymin veita,“ segir Guðlaug. Best væri þó ef einstaklingar þyrftu ekki á þessum úrræðum að halda, sem er í grunninn markmiðið. „Áherslan er að reyna að grípa fyrr inn í vanda fólks, það er framtíðarsýnin. Best væri að það þyrfti engin geðheilsuteymi, það væri hægt að hjálpa fólki og hindra það að vandinn þróist svona, verði alvarlegur og þarfnist svona mikillar þjónustu.“
Geðheilbrigði Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira