„Eftirspurnin er svo miklu miklu meiri en teymin ná að anna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2023 16:07 Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir um 100 í meðferð á hverjum tíma hjá geðheilsuteymunum. Vísir/Arnar Gríðarleg eftirspurn er eftir inngöngu í þverfagleg geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu en töluvert færri komast að en vilja. Framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það hafa verið lyftistöng þegar teymunum var komið á fót en meira þurfi til. Fjölga þurfi teymum og framtíðarsýnin að lítil teymi verði starfandi á hverri heilsugæslustöð. Markmiðið eigi sömuleiðis að vera að grípa fólk fyrr. Þrjú almenn geðheilsuteymi eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu en hvert þeirra þjónustar ákveðið svæði. Um er að ræða Geðheilsuteymi vestur, sem þjónar íbúa í miðbænum, Hlíðum og Seltjarnarnesi, Geðheilsuteymi suður, sem þjónar íbúum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, og loks Geðheilsuteymi austur, sem þjónar íbúum í Grafarvogi, Breiðholti og Mosfellsbæ. Um er að ræða svokallaða annars stigs þjónustu, millistig milli heilsugæslunnar og geðdeildar Landspítala, þar sem notendur með flóknari vanda fá þverfaglega aðstoð, til að mynda frá geðlæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfurum og íþróttafræðingum. Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það hafa verið gríðarlega lyftistöng þegar þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kom teymunum á fót árið 2019 en þau hafa verið byggð upp verulega frá þeim tíma. „Það má segja að þetta módel komi mjög vel út, þetta byggir á batahugmyndafræði og að virkja notendur og hjálpa þeim að komast aftur í virkni og út í lífið. En við þurfum bara fleiri svona teymi því að eftirspurnin er svo miklu miklu meiri heldur en teymin ná að anna. Það er svona akkilesarhællinn,“ segir Guðlaug. Aðeins þeir veikustu komast að Meðferðartíminn er að meðaltali níu mánuðir og eru það að mestu heilsugæslustöðvarnar sem senda inn beiðnir. Biðlistar eru ekki til staðar í strangasta skilningi en nokkurra mánaða bið er frá því að beiðni er send þar til einstaklingur kemst að. „Hvert teymi fær um 300 beiðnir á ári og síðan eru þau með margvíslega ráðgjöf, bæði geðlæknaráðgjöf og ráðgjöf frá öðru fagfólki, sem eru kannski önnur 300 mál. En á hverjum tíma þá eru svona um hundrað einstaklingar í meðferð og yfir árið sirka tvö hundruð einstaklingar sem að keyra í gegnum meðferðar og endurhæfingarprógrammið,“ segir Guðlaug. Það er því ljóst að töluvert færri komist að en vilja en hvert teymi sinnir svæði sem telur 70 þúsund íbúa. Það hefur leitt til þess að aðeins þeir veikustu komist að og öðrum með minna flókinn vanda vísað í önnur úrræði. Ljóst er að meira þurfi til eftir því sem Íslendingum fjölgar og fjölbreytnin eykst. „Eftirspurnin minnkar ekki, hún eykst og við sjáum fyrir okkur að það þyrfti að koma fleiri teymum á lagnirnar og einnig að styrkja grunnþjónustuna, heilsugæslustöðvarnar. Það væri framtíðarsýnin, að það væru lítil geðteymi starfandi á hverri einustu heilsugæslustöð sem að gætu þá gripið fyrr inn í vanda fólks áður en hann verður svo alvarlegur að þurfa að fara inn í svona umfangsmikið úrræði eins og geðheilsuteymin veita,“ segir Guðlaug. Best væri þó ef einstaklingar þyrftu ekki á þessum úrræðum að halda, sem er í grunninn markmiðið. „Áherslan er að reyna að grípa fyrr inn í vanda fólks, það er framtíðarsýnin. Best væri að það þyrfti engin geðheilsuteymi, það væri hægt að hjálpa fólki og hindra það að vandinn þróist svona, verði alvarlegur og þarfnist svona mikillar þjónustu.“ Geðheilbrigði Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þrjú almenn geðheilsuteymi eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu en hvert þeirra þjónustar ákveðið svæði. Um er að ræða Geðheilsuteymi vestur, sem þjónar íbúa í miðbænum, Hlíðum og Seltjarnarnesi, Geðheilsuteymi suður, sem þjónar íbúum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, og loks Geðheilsuteymi austur, sem þjónar íbúum í Grafarvogi, Breiðholti og Mosfellsbæ. Um er að ræða svokallaða annars stigs þjónustu, millistig milli heilsugæslunnar og geðdeildar Landspítala, þar sem notendur með flóknari vanda fá þverfaglega aðstoð, til að mynda frá geðlæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfurum og íþróttafræðingum. Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það hafa verið gríðarlega lyftistöng þegar þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kom teymunum á fót árið 2019 en þau hafa verið byggð upp verulega frá þeim tíma. „Það má segja að þetta módel komi mjög vel út, þetta byggir á batahugmyndafræði og að virkja notendur og hjálpa þeim að komast aftur í virkni og út í lífið. En við þurfum bara fleiri svona teymi því að eftirspurnin er svo miklu miklu meiri heldur en teymin ná að anna. Það er svona akkilesarhællinn,“ segir Guðlaug. Aðeins þeir veikustu komast að Meðferðartíminn er að meðaltali níu mánuðir og eru það að mestu heilsugæslustöðvarnar sem senda inn beiðnir. Biðlistar eru ekki til staðar í strangasta skilningi en nokkurra mánaða bið er frá því að beiðni er send þar til einstaklingur kemst að. „Hvert teymi fær um 300 beiðnir á ári og síðan eru þau með margvíslega ráðgjöf, bæði geðlæknaráðgjöf og ráðgjöf frá öðru fagfólki, sem eru kannski önnur 300 mál. En á hverjum tíma þá eru svona um hundrað einstaklingar í meðferð og yfir árið sirka tvö hundruð einstaklingar sem að keyra í gegnum meðferðar og endurhæfingarprógrammið,“ segir Guðlaug. Það er því ljóst að töluvert færri komist að en vilja en hvert teymi sinnir svæði sem telur 70 þúsund íbúa. Það hefur leitt til þess að aðeins þeir veikustu komist að og öðrum með minna flókinn vanda vísað í önnur úrræði. Ljóst er að meira þurfi til eftir því sem Íslendingum fjölgar og fjölbreytnin eykst. „Eftirspurnin minnkar ekki, hún eykst og við sjáum fyrir okkur að það þyrfti að koma fleiri teymum á lagnirnar og einnig að styrkja grunnþjónustuna, heilsugæslustöðvarnar. Það væri framtíðarsýnin, að það væru lítil geðteymi starfandi á hverri einustu heilsugæslustöð sem að gætu þá gripið fyrr inn í vanda fólks áður en hann verður svo alvarlegur að þurfa að fara inn í svona umfangsmikið úrræði eins og geðheilsuteymin veita,“ segir Guðlaug. Best væri þó ef einstaklingar þyrftu ekki á þessum úrræðum að halda, sem er í grunninn markmiðið. „Áherslan er að reyna að grípa fyrr inn í vanda fólks, það er framtíðarsýnin. Best væri að það þyrfti engin geðheilsuteymi, það væri hægt að hjálpa fólki og hindra það að vandinn þróist svona, verði alvarlegur og þarfnist svona mikillar þjónustu.“
Geðheilbrigði Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent