Sigurður gæti misst af úrslitum vegna óviðeigandi hegðunar Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2023 08:00 Sigurður Bragason mun hafa farið yfir strikið í samskiptum sínum við Valskonur eftir stórleikinn í Eyjum um síðustu helgi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV í handbolta, er inni á borði aganefndar HSÍ en hann er sakaður um óviðeigandi hegðun í garð starfsmanns og leikmanna Vals eftir leik liðanna í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. ÍBV fagnaði sætum sigri í leiknum, 29-28, og komst þar með upp fyrir Val á topp Olís-deildarinnar. Sigurður var því sigurreifur eftir leik en hegðun hans og orðbragð gagnvart Valskonum eftir leik er nú til skoðunar. Þessi sömu lið gætu mögulega mæst í bikarúrslitaleik í Laugardalshöll 18. mars, en þau eru bæði í undanúrslitunum sem fara fram þremur dögum fyrr. Samkvæmt upplýsingum Vísis á Sigurður á hættu að fá leikbann og gæti hann því verið í banni þegar úrslitin ráðast í Powerade-bikarnum. Aganefnd frestaði fyrirtöku Sigurður hlaut útilokun með skýrslu frá dómurum leiksins um helgina vegna „mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar eftir leik,“ eins og það er orðað. Telja dómararnir mál Sigurðar falla undir reglu 8:10 a) en þar er talað um móðgandi eða ógnandi hegðun sem beint er gegn öðrum aðila, og getur hegðunin verið á munnlegu eða líkamlegu formi. Aganefnd barst einnig erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna málsins. Nefndin hefur nú frestað fyrirtöku málsins og óskað eftir greinargerð frá bæði ÍBV og Val. Vísir leitaði viðbragða hjá framkvæmdastjóra og formanni handknattleiksdeildar ÍBV en hvorugur vildi tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki hefur náðst í Sigurð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Sjá meira
ÍBV fagnaði sætum sigri í leiknum, 29-28, og komst þar með upp fyrir Val á topp Olís-deildarinnar. Sigurður var því sigurreifur eftir leik en hegðun hans og orðbragð gagnvart Valskonum eftir leik er nú til skoðunar. Þessi sömu lið gætu mögulega mæst í bikarúrslitaleik í Laugardalshöll 18. mars, en þau eru bæði í undanúrslitunum sem fara fram þremur dögum fyrr. Samkvæmt upplýsingum Vísis á Sigurður á hættu að fá leikbann og gæti hann því verið í banni þegar úrslitin ráðast í Powerade-bikarnum. Aganefnd frestaði fyrirtöku Sigurður hlaut útilokun með skýrslu frá dómurum leiksins um helgina vegna „mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar eftir leik,“ eins og það er orðað. Telja dómararnir mál Sigurðar falla undir reglu 8:10 a) en þar er talað um móðgandi eða ógnandi hegðun sem beint er gegn öðrum aðila, og getur hegðunin verið á munnlegu eða líkamlegu formi. Aganefnd barst einnig erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna málsins. Nefndin hefur nú frestað fyrirtöku málsins og óskað eftir greinargerð frá bæði ÍBV og Val. Vísir leitaði viðbragða hjá framkvæmdastjóra og formanni handknattleiksdeildar ÍBV en hvorugur vildi tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki hefur náðst í Sigurð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Sjá meira