Seinni bylgjan sýndi óhappið í uppgjörsþætti umferðarinnar.
„Það var ljótt atvik í þessum leik. Úlfur, línumaðurinn mikli hjá ÍR-ingum, lenti í smá vandræðum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar og sýndi síðan atvikið.
Úlfur Gunnar Kjartansson var að snúa sér inn af línunni en náði ekki að bera hendurnar fyrir sér þegar hann skall með andlitið í gólfið. Hann fékk því mikið högg.
„Úff, þetta er rosalegt að sjá. Hann varð alblóðugur,“ sagði Stefán Árni.
„Þetta var alvöru faceplant. Sá fórnar sér í þetta,“ sagði Theódór Ingi Pálmason.
„Ég er bara í sjokki,“ bætti Theódór Ingi við.
Það má sjá atvikið og umræðuna hér fyrir neðan.