Raunhagkerfið, landsbyggðin og höfuðborgarsvæðið Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 28. febrúar 2023 06:02 Við þingmenn Framsóknar nýttum nýliðna kjördæmaviku vel og fórum í góða fundarferð um landið þar sem við héldum fjölda opinna funda ásamt því að heimsækja fólk og fyrirtæki um allt land. Ég hef ávallt lagt mikið upp úr því, hvort sem það er sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn líkt og ég var árin 2018-2022 eða sem kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga, að vera í góðu sambandi við kjósendur og nýta þann tíma sem ég hef til að hitta fólk og heimsækja fyrirtæki. Þetta finnst mér alveg sérstaklega mikilvægt, þó ekki sé nema að sjá og kynnast í raun hvað það er sem brennur á fólki og hvar það er sem gera þarf betur. Í byrjun janúar héldum við Willum Þór, heilbrigðisráðherra, opna fundi í okkar kjördæmi, suðvestur, sem voru góðir og vel sóttir. Þar kom ýmislegt gagnlegt fram og margt sem við gátum og getum tekið með inn í okkar störf. Nú var það hins vegar landsbyggðin sem var heimsótt var 14. – 17. febrúar síðastliðinn. Ólíkir hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis? Ég hef alltaf sagt að það er mikilvægt fyrir okkur þingmenn á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja landsbyggðina. Það er ekki bara mikilvægt, því það er líka hollt að sækja íbúa annarra kjördæma heim og heyra hvernig hjartað slær í samfélögum víða um land og hvað það er sem skiptir fólki raunverulegu máli á hverju svæði fyrir sig. Dagskráin var þétt alla þessa daga og var vel skipulögð af okkar góða starfsfólki í samvinnu við fólk í heimabyggð. Það sem hefði kannski ekki átt að koma mér neitt sérstaklega á óvart, en gerði það þó að nokkur leyti, er hversu samofnir hagsmunir íbúa um land allt raunverulega eru. Mér hefur oft fundist af umræðunni að dæma að þessum hópum, það er að segja íbúa landsbyggðar og höfuðborgar sé oft stillt upp sem einhvers konar andstæðingum þegar kemur að stórum málum, líkt og þegar kemur til dæmis að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Í lok dags, er staðan einfaldlega þannig að hagsmunirnir eru um margt mjög líkir og ég varð sérstaklega var við það þegar kemur að umræðum um stór mál líkt og orkumál, samgöngur, málefni eldra fólks, uppbyggingu hjúkrunarheimila, vexti og verðbólgu og svo mætti áfram telja. Þetta eru mál sem snerta okkur öll, sama hvar á landinu við búum, bæði í nútíð og til framtíðar. Það eru verðmæti í því að halda landinu í blómlegri byggð Þá var það sérstaklega gaman að sjá þá allt það kröftuga atvinnulíf sem býr á landsbyggðinni og það má með sanni segja að raunhagkerfið búi á landsbyggðinni en þar spilar sjávarútvegurinn auðvitað stórt hlutverk. Enda kemur lang stærsti hluti atvinnutekna í sjávarútvegi, það er veiðum og vinnslu, í hlut einstaklinga á landsbyggðinni. Sjávarútvegurinn er ein mikilvægasta atvinnugrein landsins og honum fylgja mörg afleidd störf, hvort sem það eru hefðbundinn störf í hliðargreinum sjávarútvegs eða í nýsköpun tengdum sjávarútvegi. Þá liggja ótal tækifæri fyrir ungt fólk í nýsköpuninni tengdri greininni, þar sem hefðbundnum störfum hefur fækkað í sjávarútvegi en í þeirra stað hafa skapast eftirsóknarverð hátæknistörf. Þá skiptir laxeldi einnig verulegu máli fyrir þjóðarbúið, mikilvægi þess fer einungis vaxandi á komandi árum enda lax einn besti próteingjafinn fyrir ört fjölgandi mannkyn. Fjöldi starfa fylgir laxeldinu, bæði tengdri greininni sjálfri en þá verða einnig verða til mörg afleidd störf með tilheyrandi tækifærum fyrir sveitarfélög sem mörg hver hafa átt undir höggi að sækja. Allt helst þetta í hendur og styður við uppbyggingu fleiri starfa á hverju svæði fyrir sig. Ungt fólk snýr aftur í byggðirnar og aldurspýramídinn hefur tekið jákvæðum breytingum. Mikil gróska er í atvinnu, ferðaþjónustu og menningarstarfsemi á landsbyggðinni en þar er býr einnig landbúnaðurinn sem er undirstöðu atvinnugrein sem styður við fjölda annarra atvinnugreina eins og t.d. ferðaþjónustu. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu gerum okkur ef til vill ekki alltaf nægilega vel grein fyrir mikilvægi allra þeirra starfa sem eru á landsbyggðinni og skapa raunveruleg verðmæti fyrir land og þjóð. Ég vil þakka kærlega fyrir góða kjördæmaviku og þeim fjölmörgu sem mættu á opna fundi okkar og þeim fyrirtækjum sem tóku vel á móti okkur. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Samgöngur Sjávarútvegur Nýsköpun Orkumál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við þingmenn Framsóknar nýttum nýliðna kjördæmaviku vel og fórum í góða fundarferð um landið þar sem við héldum fjölda opinna funda ásamt því að heimsækja fólk og fyrirtæki um allt land. Ég hef ávallt lagt mikið upp úr því, hvort sem það er sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn líkt og ég var árin 2018-2022 eða sem kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga, að vera í góðu sambandi við kjósendur og nýta þann tíma sem ég hef til að hitta fólk og heimsækja fyrirtæki. Þetta finnst mér alveg sérstaklega mikilvægt, þó ekki sé nema að sjá og kynnast í raun hvað það er sem brennur á fólki og hvar það er sem gera þarf betur. Í byrjun janúar héldum við Willum Þór, heilbrigðisráðherra, opna fundi í okkar kjördæmi, suðvestur, sem voru góðir og vel sóttir. Þar kom ýmislegt gagnlegt fram og margt sem við gátum og getum tekið með inn í okkar störf. Nú var það hins vegar landsbyggðin sem var heimsótt var 14. – 17. febrúar síðastliðinn. Ólíkir hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis? Ég hef alltaf sagt að það er mikilvægt fyrir okkur þingmenn á höfuðborgarsvæðinu að heimsækja landsbyggðina. Það er ekki bara mikilvægt, því það er líka hollt að sækja íbúa annarra kjördæma heim og heyra hvernig hjartað slær í samfélögum víða um land og hvað það er sem skiptir fólki raunverulegu máli á hverju svæði fyrir sig. Dagskráin var þétt alla þessa daga og var vel skipulögð af okkar góða starfsfólki í samvinnu við fólk í heimabyggð. Það sem hefði kannski ekki átt að koma mér neitt sérstaklega á óvart, en gerði það þó að nokkur leyti, er hversu samofnir hagsmunir íbúa um land allt raunverulega eru. Mér hefur oft fundist af umræðunni að dæma að þessum hópum, það er að segja íbúa landsbyggðar og höfuðborgar sé oft stillt upp sem einhvers konar andstæðingum þegar kemur að stórum málum, líkt og þegar kemur til dæmis að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Í lok dags, er staðan einfaldlega þannig að hagsmunirnir eru um margt mjög líkir og ég varð sérstaklega var við það þegar kemur að umræðum um stór mál líkt og orkumál, samgöngur, málefni eldra fólks, uppbyggingu hjúkrunarheimila, vexti og verðbólgu og svo mætti áfram telja. Þetta eru mál sem snerta okkur öll, sama hvar á landinu við búum, bæði í nútíð og til framtíðar. Það eru verðmæti í því að halda landinu í blómlegri byggð Þá var það sérstaklega gaman að sjá þá allt það kröftuga atvinnulíf sem býr á landsbyggðinni og það má með sanni segja að raunhagkerfið búi á landsbyggðinni en þar spilar sjávarútvegurinn auðvitað stórt hlutverk. Enda kemur lang stærsti hluti atvinnutekna í sjávarútvegi, það er veiðum og vinnslu, í hlut einstaklinga á landsbyggðinni. Sjávarútvegurinn er ein mikilvægasta atvinnugrein landsins og honum fylgja mörg afleidd störf, hvort sem það eru hefðbundinn störf í hliðargreinum sjávarútvegs eða í nýsköpun tengdum sjávarútvegi. Þá liggja ótal tækifæri fyrir ungt fólk í nýsköpuninni tengdri greininni, þar sem hefðbundnum störfum hefur fækkað í sjávarútvegi en í þeirra stað hafa skapast eftirsóknarverð hátæknistörf. Þá skiptir laxeldi einnig verulegu máli fyrir þjóðarbúið, mikilvægi þess fer einungis vaxandi á komandi árum enda lax einn besti próteingjafinn fyrir ört fjölgandi mannkyn. Fjöldi starfa fylgir laxeldinu, bæði tengdri greininni sjálfri en þá verða einnig verða til mörg afleidd störf með tilheyrandi tækifærum fyrir sveitarfélög sem mörg hver hafa átt undir höggi að sækja. Allt helst þetta í hendur og styður við uppbyggingu fleiri starfa á hverju svæði fyrir sig. Ungt fólk snýr aftur í byggðirnar og aldurspýramídinn hefur tekið jákvæðum breytingum. Mikil gróska er í atvinnu, ferðaþjónustu og menningarstarfsemi á landsbyggðinni en þar er býr einnig landbúnaðurinn sem er undirstöðu atvinnugrein sem styður við fjölda annarra atvinnugreina eins og t.d. ferðaþjónustu. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu gerum okkur ef til vill ekki alltaf nægilega vel grein fyrir mikilvægi allra þeirra starfa sem eru á landsbyggðinni og skapa raunveruleg verðmæti fyrir land og þjóð. Ég vil þakka kærlega fyrir góða kjördæmaviku og þeim fjölmörgu sem mættu á opna fundi okkar og þeim fyrirtækjum sem tóku vel á móti okkur. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun