„Maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu” Árni Gísli Magnússon skrifar 26. febrúar 2023 19:26 Afturelding - Selfoss Olís deild karla haust 2022 Selfyssingar gerðu góða ferð norður yfir heiðar í dag og unnu öruggan sigur á KA-mönnum í Olís deildinni í handbolta. Ísak Gústafsson, leikmaður Selfoss, skoraði 7 mörk úr 11 skotum þegar Selfoss vann öruggan 6 marka sigur á KA fyrir norðan í dag. Eftir 16 mínútna leik var Ísak kominn með 6 mörk úr jafnmörgum skotum og var sjóðandi heitur. „Bara heilt yfir flottur leikur, sérstaklega varnarlega, stóðum vörn í 60 mínútur flott allir og allir í takt og góð vinna í vörninni í dag aðallega og það skilaði þessum sigri.” Ísak var með einfaldlega útskýringu þegar hann var spurður hvað hefði farið í gegnum hausinn hjá honum í upphafi leiks þegar öll skot hans enduðu í netinu. „Ég eiginlega veit það ekki sko, maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu og svo bara endurtekur það sig þangað til það klikkar. Það er bara svoleiðis.” Keppnistreyja Ísaks var nánast rifin í sundur öðru megin og kennir hann Ragnari Njálssyni, fyrirliða KA, um það. „Þetta voru smá átök hjá mér og Ragga vini mínum, við erum góðir vinir, bara gaman”, sagði Ísak léttur. Selfoss fer með sigrinum upp fyrir Stjörnuna og Fram í fimmta sætið en þau eiga leik inni. Lítill munur er á milla liðanna í 3.-7. sæti og stefna Selfyssingar eins hátt og þeir geta. „Ég held að það sé nú stefnan hjá öllum í Olís deildinni og allavega hjá okkur í liðinu að við ætlum að reyna gera sem best og enda sem efst í töflunni, það er alveg klárt. „Við vorum fyrir áramót fyrst um sinn að spila 5-1 og 6-0 og hitt og þetta til skiptis og ákváðum að einbeita okkur bara að 6-0 vörninni, bara ná henni 100%, og það hefur bara gengið þokkalega vel og við verðum bara að halda áfram ná henni vel og hlaupa fram og þá mallar þetta”, bætti Ísak við. Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfoss, spilaði seinni hálfleikinn í dag og stóð sig virkilega vel. Hann endaði með 10 varða bolta sem gerir 43,5% markvörslu. „Jón Þórarinn er hörku strákur, flottur, og við höfum mikla trúa á honum og hann kemur inn og ver alltaf mjög mikið þegar hann kemur inn og hann brýtur upp leikinn alltaf þegar hann kemur inn á, bara flottur”, sagði Ísak að endingu. UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Ísak Gústafsson, leikmaður Selfoss, skoraði 7 mörk úr 11 skotum þegar Selfoss vann öruggan 6 marka sigur á KA fyrir norðan í dag. Eftir 16 mínútna leik var Ísak kominn með 6 mörk úr jafnmörgum skotum og var sjóðandi heitur. „Bara heilt yfir flottur leikur, sérstaklega varnarlega, stóðum vörn í 60 mínútur flott allir og allir í takt og góð vinna í vörninni í dag aðallega og það skilaði þessum sigri.” Ísak var með einfaldlega útskýringu þegar hann var spurður hvað hefði farið í gegnum hausinn hjá honum í upphafi leiks þegar öll skot hans enduðu í netinu. „Ég eiginlega veit það ekki sko, maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu og svo bara endurtekur það sig þangað til það klikkar. Það er bara svoleiðis.” Keppnistreyja Ísaks var nánast rifin í sundur öðru megin og kennir hann Ragnari Njálssyni, fyrirliða KA, um það. „Þetta voru smá átök hjá mér og Ragga vini mínum, við erum góðir vinir, bara gaman”, sagði Ísak léttur. Selfoss fer með sigrinum upp fyrir Stjörnuna og Fram í fimmta sætið en þau eiga leik inni. Lítill munur er á milla liðanna í 3.-7. sæti og stefna Selfyssingar eins hátt og þeir geta. „Ég held að það sé nú stefnan hjá öllum í Olís deildinni og allavega hjá okkur í liðinu að við ætlum að reyna gera sem best og enda sem efst í töflunni, það er alveg klárt. „Við vorum fyrir áramót fyrst um sinn að spila 5-1 og 6-0 og hitt og þetta til skiptis og ákváðum að einbeita okkur bara að 6-0 vörninni, bara ná henni 100%, og það hefur bara gengið þokkalega vel og við verðum bara að halda áfram ná henni vel og hlaupa fram og þá mallar þetta”, bætti Ísak við. Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfoss, spilaði seinni hálfleikinn í dag og stóð sig virkilega vel. Hann endaði með 10 varða bolta sem gerir 43,5% markvörslu. „Jón Þórarinn er hörku strákur, flottur, og við höfum mikla trúa á honum og hann kemur inn og ver alltaf mjög mikið þegar hann kemur inn og hann brýtur upp leikinn alltaf þegar hann kemur inn á, bara flottur”, sagði Ísak að endingu.
UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15