„Maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu” Árni Gísli Magnússon skrifar 26. febrúar 2023 19:26 Afturelding - Selfoss Olís deild karla haust 2022 Selfyssingar gerðu góða ferð norður yfir heiðar í dag og unnu öruggan sigur á KA-mönnum í Olís deildinni í handbolta. Ísak Gústafsson, leikmaður Selfoss, skoraði 7 mörk úr 11 skotum þegar Selfoss vann öruggan 6 marka sigur á KA fyrir norðan í dag. Eftir 16 mínútna leik var Ísak kominn með 6 mörk úr jafnmörgum skotum og var sjóðandi heitur. „Bara heilt yfir flottur leikur, sérstaklega varnarlega, stóðum vörn í 60 mínútur flott allir og allir í takt og góð vinna í vörninni í dag aðallega og það skilaði þessum sigri.” Ísak var með einfaldlega útskýringu þegar hann var spurður hvað hefði farið í gegnum hausinn hjá honum í upphafi leiks þegar öll skot hans enduðu í netinu. „Ég eiginlega veit það ekki sko, maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu og svo bara endurtekur það sig þangað til það klikkar. Það er bara svoleiðis.” Keppnistreyja Ísaks var nánast rifin í sundur öðru megin og kennir hann Ragnari Njálssyni, fyrirliða KA, um það. „Þetta voru smá átök hjá mér og Ragga vini mínum, við erum góðir vinir, bara gaman”, sagði Ísak léttur. Selfoss fer með sigrinum upp fyrir Stjörnuna og Fram í fimmta sætið en þau eiga leik inni. Lítill munur er á milla liðanna í 3.-7. sæti og stefna Selfyssingar eins hátt og þeir geta. „Ég held að það sé nú stefnan hjá öllum í Olís deildinni og allavega hjá okkur í liðinu að við ætlum að reyna gera sem best og enda sem efst í töflunni, það er alveg klárt. „Við vorum fyrir áramót fyrst um sinn að spila 5-1 og 6-0 og hitt og þetta til skiptis og ákváðum að einbeita okkur bara að 6-0 vörninni, bara ná henni 100%, og það hefur bara gengið þokkalega vel og við verðum bara að halda áfram ná henni vel og hlaupa fram og þá mallar þetta”, bætti Ísak við. Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfoss, spilaði seinni hálfleikinn í dag og stóð sig virkilega vel. Hann endaði með 10 varða bolta sem gerir 43,5% markvörslu. „Jón Þórarinn er hörku strákur, flottur, og við höfum mikla trúa á honum og hann kemur inn og ver alltaf mjög mikið þegar hann kemur inn og hann brýtur upp leikinn alltaf þegar hann kemur inn á, bara flottur”, sagði Ísak að endingu. UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira
Ísak Gústafsson, leikmaður Selfoss, skoraði 7 mörk úr 11 skotum þegar Selfoss vann öruggan 6 marka sigur á KA fyrir norðan í dag. Eftir 16 mínútna leik var Ísak kominn með 6 mörk úr jafnmörgum skotum og var sjóðandi heitur. „Bara heilt yfir flottur leikur, sérstaklega varnarlega, stóðum vörn í 60 mínútur flott allir og allir í takt og góð vinna í vörninni í dag aðallega og það skilaði þessum sigri.” Ísak var með einfaldlega útskýringu þegar hann var spurður hvað hefði farið í gegnum hausinn hjá honum í upphafi leiks þegar öll skot hans enduðu í netinu. „Ég eiginlega veit það ekki sko, maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu og svo bara endurtekur það sig þangað til það klikkar. Það er bara svoleiðis.” Keppnistreyja Ísaks var nánast rifin í sundur öðru megin og kennir hann Ragnari Njálssyni, fyrirliða KA, um það. „Þetta voru smá átök hjá mér og Ragga vini mínum, við erum góðir vinir, bara gaman”, sagði Ísak léttur. Selfoss fer með sigrinum upp fyrir Stjörnuna og Fram í fimmta sætið en þau eiga leik inni. Lítill munur er á milla liðanna í 3.-7. sæti og stefna Selfyssingar eins hátt og þeir geta. „Ég held að það sé nú stefnan hjá öllum í Olís deildinni og allavega hjá okkur í liðinu að við ætlum að reyna gera sem best og enda sem efst í töflunni, það er alveg klárt. „Við vorum fyrir áramót fyrst um sinn að spila 5-1 og 6-0 og hitt og þetta til skiptis og ákváðum að einbeita okkur bara að 6-0 vörninni, bara ná henni 100%, og það hefur bara gengið þokkalega vel og við verðum bara að halda áfram ná henni vel og hlaupa fram og þá mallar þetta”, bætti Ísak við. Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfoss, spilaði seinni hálfleikinn í dag og stóð sig virkilega vel. Hann endaði með 10 varða bolta sem gerir 43,5% markvörslu. „Jón Þórarinn er hörku strákur, flottur, og við höfum mikla trúa á honum og hann kemur inn og ver alltaf mjög mikið þegar hann kemur inn og hann brýtur upp leikinn alltaf þegar hann kemur inn á, bara flottur”, sagði Ísak að endingu.
UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira
Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15