Ógnarstjórn Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 07:00 Samtök atvinnulífsins hafa lagt ótímabundið verkbann á Eflingu. Í því felst hótun um að félagsmenn Eflingar á almenna vinnumarkaðinum verða sviptir launum sínum frá og með fimmtudeginum í næstu viku, 2. mars. Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni. Saga kjarabaráttu sýnir að hinir sterku hafa sjaldnast miklar áhyggjur af velferð þeirra sem minna mega sín. Ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að bregðast við sanngjörnum kröfum láglaunafólks um launahækkanir með því að svipta það lífsviðurværi sínu sýnir að þetta hefur ekki breyst. Saga kjarabaráttu sýnir líka að ofbeldi má aldrei mæta með uppgjöf. Friður sem varir aðeins svo lengi sem hinn sterki fær öllu sínu framgengt er ekki friður, heldur ógnarstjórn. Það er það sem verkbann Samtaka atvinnulífsins á Eflingu snýst raunverulega um. Það snýst ekki um þær hóflegu hækkanir lægstu launa sem Efling hefur krafist heldur um það að sýna Eflingu – og um leið öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum – hver það er sem ræður á íslenskum vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði. Sem betur fer hafa fjölmargir atvinnurekendur þegar lýst því yfir við starfsfólk að þeir muni ekki taka þátt í verkbanninu. Engu að síður reyna Samtök atvinnulífsins að spila sig sem einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar, og láta sem að öllum – jafnvel atvinnurekendum sem ekki eru félagar í SA – sé skylt að framfylgja gerræðislegum hótunum þeirra. Mikilvægt er að félagsfólk í Eflingu krefji sína atvinnurekendur um skýr svör um afstöðu þeirra til verkbanns og hvort að þeir ætli að láta fólk ganga launalaust. Sett hefur verið upp könnun á vefsíðu félagsins þar sem félagsfólk getur komið áleiðis upplýsingum um þetta. Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli. Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan, og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum. Félagið mun boða aðgerða strax klukkan 12 á hádegi næstkomandi fimmtudag, á þeirri stundu sem verkbannið hefst, og mun bjóða öllum félagsmönnum sem lenda í verkbanni að taka þátt í þeim. Höfundur er formaður Eflingar - stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt ótímabundið verkbann á Eflingu. Í því felst hótun um að félagsmenn Eflingar á almenna vinnumarkaðinum verða sviptir launum sínum frá og með fimmtudeginum í næstu viku, 2. mars. Áhrifamáttur þessarar aðgerðar er mikill af einfaldri ástæðu: fólk sem getur vart lifað af launum sínum getur augljóslega ekki lifað án þeirra. Samtök atvinnulífsins stóla á að það sé auðveldara að svelta fólk sem býr þegar við hungurmörk til hlýðni. Saga kjarabaráttu sýnir að hinir sterku hafa sjaldnast miklar áhyggjur af velferð þeirra sem minna mega sín. Ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að bregðast við sanngjörnum kröfum láglaunafólks um launahækkanir með því að svipta það lífsviðurværi sínu sýnir að þetta hefur ekki breyst. Saga kjarabaráttu sýnir líka að ofbeldi má aldrei mæta með uppgjöf. Friður sem varir aðeins svo lengi sem hinn sterki fær öllu sínu framgengt er ekki friður, heldur ógnarstjórn. Það er það sem verkbann Samtaka atvinnulífsins á Eflingu snýst raunverulega um. Það snýst ekki um þær hóflegu hækkanir lægstu launa sem Efling hefur krafist heldur um það að sýna Eflingu – og um leið öðrum stéttarfélögum og stjórnvöldum – hver það er sem ræður á íslenskum vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Með því að taka lífsviðurværið af 20.000 fjölskyldum ætla Samtök atvinnulífsins að sýna hverjir það eru sem halda um tauma ógnarstjórnar á íslenskum vinnumarkaði. Sem betur fer hafa fjölmargir atvinnurekendur þegar lýst því yfir við starfsfólk að þeir muni ekki taka þátt í verkbanninu. Engu að síður reyna Samtök atvinnulífsins að spila sig sem einræðisherra hins íslenska vinnumarkaðar, og láta sem að öllum – jafnvel atvinnurekendum sem ekki eru félagar í SA – sé skylt að framfylgja gerræðislegum hótunum þeirra. Mikilvægt er að félagsfólk í Eflingu krefji sína atvinnurekendur um skýr svör um afstöðu þeirra til verkbanns og hvort að þeir ætli að láta fólk ganga launalaust. Sett hefur verið upp könnun á vefsíðu félagsins þar sem félagsfólk getur komið áleiðis upplýsingum um þetta. Efling mun aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Efling fordæmir verkbann Samtaka atvinnulífsins og mun berjast gegn því af alefli. Sterkasta afl verkafólks er fjöldinn og samstaðan, og félagið mun sýna þann styrk í verki í baráttu gegn verkbanninu á næstu vikum. Félagið mun boða aðgerða strax klukkan 12 á hádegi næstkomandi fimmtudag, á þeirri stundu sem verkbannið hefst, og mun bjóða öllum félagsmönnum sem lenda í verkbanni að taka þátt í þeim. Höfundur er formaður Eflingar - stéttarfélags.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar