Móðir í fangelsi eftir forsjárdeilu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 20:16 Móðirin kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Vísir/Vilhelm Móðir tveggja barna hefur verið dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið með börn sín úr landi, haldið þeim þar í tvö ár, og þar með svipt föður forsjá barnanna. Foreldrar barnanna voru í skráðri sambúð og héldu sameiginlegt heimili þegar móðirin ákvað að fara með börnin úr landi. Héraðssaksóknari höfðaði málið og var móðirin ákærð fyrir sifskaparbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Með hagsmuni barnanna að leiðarljósi Móðirin krafðist sýknu og kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hún sagðist hafa kynnst föður þeirra árið 2007 þegar hún kom hingað til lands til háskólanáms. Þau hefðu fljótlega byrjað saman en á sambúðartímanum hafi faðir barnanna beitt hana alls konar ofbeldi. Hún óttaðist föður barnanna enn. Móðirin kvaðst hafa verið heimavinnandi og aðal ummönunaraðili barnanna. Hún sagði föðurinn hafa keyrt fjölskylduna á flugvöllinn, þar sem hún tilkynnti honum að sambúðinni væri lokið. Faðirinn hafi ekki haft samband við þau og enginn samningsvilji hafi verið til staðar, þrátt fyrir að þau færu formlega með forsjá barnanna. Hafði samband við lögreglu Faðirinn fullyrti hins vegar að þau bæði hefðu annast um börnin á sambúðartímanum. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar hafi verið sumarfrí á ónefndum stað sem ekki hafi þótt óeðlilegt. Föðurnum sagðist hafa brugðið þegar móðirin tilkynnti að sambúðinni væri lokið. Hann hafi sent upplýsingar til lögreglu um að til stæði að fara með börnin úr landi og alrangt væri að hann hefði ekið móður og börnum út á flugvöll. Hann sagðist ekkert hafa fengið að ræða við börnin sín síðan, nema við meðferð annars dómsmáls hér á landi, þrátt fyrir að hafa margbeðið um það. Tengt mál bíður úrskurðar Héraðsdómur dæmdi í málinu fyrir ári síðan og Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Héraðsdómur sagði framburð föðurins um að hann væri andvígur því að móðirin færi með börnin úr landi ætti stoð í tölvupóstsamskiptum við lögreglu. Fyrir liggi Facebook Messenger samskipti sem styðji hug föðurins. Ekkert lægi fyrir um það að faðirinn hefði beitt móðurina ofbeldi á sambúðartímanum. Forsjá hafi verið sameiginleg og móðirin því svipt föður forsjá með aðgerðunum. Tengt mál foreldranna bíður úrskurðar Hæstaréttar en Landsréttur kvað upp úrskurð árið 2020 um að börnin skyldu koma hingað til lands innan tveggja vikna. Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Foreldrar barnanna voru í skráðri sambúð og héldu sameiginlegt heimili þegar móðirin ákvað að fara með börnin úr landi. Héraðssaksóknari höfðaði málið og var móðirin ákærð fyrir sifskaparbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Með hagsmuni barnanna að leiðarljósi Móðirin krafðist sýknu og kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hún sagðist hafa kynnst föður þeirra árið 2007 þegar hún kom hingað til lands til háskólanáms. Þau hefðu fljótlega byrjað saman en á sambúðartímanum hafi faðir barnanna beitt hana alls konar ofbeldi. Hún óttaðist föður barnanna enn. Móðirin kvaðst hafa verið heimavinnandi og aðal ummönunaraðili barnanna. Hún sagði föðurinn hafa keyrt fjölskylduna á flugvöllinn, þar sem hún tilkynnti honum að sambúðinni væri lokið. Faðirinn hafi ekki haft samband við þau og enginn samningsvilji hafi verið til staðar, þrátt fyrir að þau færu formlega með forsjá barnanna. Hafði samband við lögreglu Faðirinn fullyrti hins vegar að þau bæði hefðu annast um börnin á sambúðartímanum. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar hafi verið sumarfrí á ónefndum stað sem ekki hafi þótt óeðlilegt. Föðurnum sagðist hafa brugðið þegar móðirin tilkynnti að sambúðinni væri lokið. Hann hafi sent upplýsingar til lögreglu um að til stæði að fara með börnin úr landi og alrangt væri að hann hefði ekið móður og börnum út á flugvöll. Hann sagðist ekkert hafa fengið að ræða við börnin sín síðan, nema við meðferð annars dómsmáls hér á landi, þrátt fyrir að hafa margbeðið um það. Tengt mál bíður úrskurðar Héraðsdómur dæmdi í málinu fyrir ári síðan og Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Héraðsdómur sagði framburð föðurins um að hann væri andvígur því að móðirin færi með börnin úr landi ætti stoð í tölvupóstsamskiptum við lögreglu. Fyrir liggi Facebook Messenger samskipti sem styðji hug föðurins. Ekkert lægi fyrir um það að faðirinn hefði beitt móðurina ofbeldi á sambúðartímanum. Forsjá hafi verið sameiginleg og móðirin því svipt föður forsjá með aðgerðunum. Tengt mál foreldranna bíður úrskurðar Hæstaréttar en Landsréttur kvað upp úrskurð árið 2020 um að börnin skyldu koma hingað til lands innan tveggja vikna.
Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira