Senda björgunarskip til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2023 15:05 Soyuz-geimferjunni var skotið á loft fyrir dögun í Kasakstan í morgun. AP/Ivan Timoshenko/Roscosmos Rússar sendu björgunargeimferju til móts við Alþjóðlegu geimstöðina eftir að hættulegur leki kom á geimferju tveggja rússneskra geimfara og eins bandarísk sem átti að flytja þá heim. Tvær rússneskar geimferjur hafa nú bilað við geimstöðina á örfáum mánuðum. Soyuz-geimferja geimfaranna þriggja byrjaði að leka kælivökva þar sem hún lá við geimstöðina í desember. Lekinn var rakinn til þess að örloftsteinn hafi gert gat á utanáliggjandi kælikassa. Sama vandamál virtist koma upp í rússneskri birgðaflutningaferju við geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Ekki var talið öruggt að senda geimfarana til jarðar með leku geimferjunni í næsta mánuði eins áætlað var. Hitinn í áhafnarklefanum yrði hættulega hár með engum kælivökva um borð. Rússneska geimstofnunin beið með að senda nýja Soyuz-ferju til geimstöðvarinnar á meðan leitað var mögulegra framleiðslugalla. Engir fundust, að sögn AP-fréttastofunnar. Hún var send á loft frá Baikonur-geimmiðstöðinni í Kasakstan fyrir dögun í morgun. Hún er væntanleg til geimstöðvarinnar á sunnudag. Á meðan nýja ferjan er ókomin er geimferja SpaceX sem liggur við geimstöðina neyðarferja Franks Rubio, bandaríska geimfarans. Rússnesku geimfararnir Sergei Prokopjev og Dmitrí Petelin þyrftu að nota skemmdu Soyuz-ferjuna. Rússneskir verkfræðingar reikna með því að hitinn í ferjunni yrði innan þolmarka með einum geimfara færri um borð. Þremenningarnir áttu upphaflega að dvelja í geimstöðinni í sex mánuði en leiðangur þeirra hefur verið framlengdur í heilt ár eða þar til ný ferja verður tilbúin til að flytja geimfarana sem eiga að taka við af þeim í september. Geimferjan sem var send á loft í dag átti að flytja þá til geimstöðvarinnar. Skemmdu geimferjunni verður stefnt til jarðar mannlausri fyrir lok mars. Birgðaflutningaferjan sem skemmdist verður látin brenna upp í lofthjúpi jarðar um helgina. Rússland Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05 Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Soyuz-geimferja geimfaranna þriggja byrjaði að leka kælivökva þar sem hún lá við geimstöðina í desember. Lekinn var rakinn til þess að örloftsteinn hafi gert gat á utanáliggjandi kælikassa. Sama vandamál virtist koma upp í rússneskri birgðaflutningaferju við geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Ekki var talið öruggt að senda geimfarana til jarðar með leku geimferjunni í næsta mánuði eins áætlað var. Hitinn í áhafnarklefanum yrði hættulega hár með engum kælivökva um borð. Rússneska geimstofnunin beið með að senda nýja Soyuz-ferju til geimstöðvarinnar á meðan leitað var mögulegra framleiðslugalla. Engir fundust, að sögn AP-fréttastofunnar. Hún var send á loft frá Baikonur-geimmiðstöðinni í Kasakstan fyrir dögun í morgun. Hún er væntanleg til geimstöðvarinnar á sunnudag. Á meðan nýja ferjan er ókomin er geimferja SpaceX sem liggur við geimstöðina neyðarferja Franks Rubio, bandaríska geimfarans. Rússnesku geimfararnir Sergei Prokopjev og Dmitrí Petelin þyrftu að nota skemmdu Soyuz-ferjuna. Rússneskir verkfræðingar reikna með því að hitinn í ferjunni yrði innan þolmarka með einum geimfara færri um borð. Þremenningarnir áttu upphaflega að dvelja í geimstöðinni í sex mánuði en leiðangur þeirra hefur verið framlengdur í heilt ár eða þar til ný ferja verður tilbúin til að flytja geimfarana sem eiga að taka við af þeim í september. Geimferjan sem var send á loft í dag átti að flytja þá til geimstöðvarinnar. Skemmdu geimferjunni verður stefnt til jarðar mannlausri fyrir lok mars. Birgðaflutningaferjan sem skemmdist verður látin brenna upp í lofthjúpi jarðar um helgina.
Rússland Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05 Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05
Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54