Samgöngusáttmáli á gatnamótum Birkir Ingibjartsson skrifar 24. febrúar 2023 13:00 Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. Þar væri blásið til sóknar fyrir hönd höfuðborgarsvæðisins og að í fyrsta sinn væri sett fram skýr framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun um heildstæða uppbyggingu samgönguinnviða fyrir alla ferðamáta á svæðinu. Mikilvægi sáttmálans er ótvírætt og þau meginmarkmið sem í honum eru skilgreind það sem standa þarf vörð um. 1.Kolefnishlutlaust samfélag, 2. Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar, 3. Aukið umferðaröryggi, 4. Samvinna og skilvirkar framkvæmdir. Þetta eru skýr markmið og endurspeglast vel í þeim 120 milljörðum króna sem sáttmálinn hljóðaði upp á sínum tíma og skipt er bróðurlega milli ólíkra ferðamáta. Í ljósi þeirrar víðtæku sáttar sem ríkti um sáttmálann fyrir ekki lengri tíma hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðum um sáttmálann af hálfu kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Kostnaðurinn við þessar nauðsynlegu úrbætur er nú orðinn of mikill og markmið sáttmálans um breyttar ferðavenjur orðnar íþyngjandi. Markmið sem þó eru bundin í svo til allar stefnumótandi áætlanir og samþykktir sem snúa að vexti og þróun höfuðborgarsvæðisins, s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til 2040 eða aðalskipulag Kópavogs til 2040. Sjálfstæðisfólki er tamt að tala um eigin ráðdeild og kostnaðarvit en hættir til að vilja spara eyrinn en kasta krónunni þegar kemur að samfélagslegum fjárfestingum. Margoft hefur verið bent á að hagrænn ábati af uppbyggingu öflugra almenningssamgangna er margfaldur fyrir hverja þá krónu sem fjárfest er í slíkum samfélagslegum innviðum. Hefur meðal annars verið reiknað út að samfélagslegur ávinningur af fyrstu lotu Borgarlínunnar gæti orðið um 26 milljarðar króna á næstu 30 árum.] Það er bara fyrir fyrstu lotuna af fimm. Á sama tíma hefur verið áætlað að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi á síðustu árum varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja. Það eru rúmlega 100 milljarðar króna árlega og sú tala hækkar ár frá ári með umfangsmeira gatnakerfi og fleiri bílum. Við núverandi aðstæður er því miklum tíma, fjármunum og orku sóað að óþörfu þar sem margfalt hagstæðara, í krónum talið, væri að fjárfesta í öflugum almenningssamgöngum. Um leið myndu bætt umhverfisgæði, s.s. betri hljóðvist og minni mengun, fylgja í kaupbæti. Öflugar almenningssamgöngur eru því ekki síður mikilvæg fjárfesting í okkar sameiginlegu gæðum. En víkjum aðeins aftur að sjálfum samgöngusáttmálanum og þeim verkefnum sem undir hann falla. Samkvæmt gögnum úr samgöngulíkani sem unnið var í tengslum við undirbúning framkvæmda sáttmálans eru vísbendingar um að þrátt fyrir alla þá innviðauppbyggingu sem áætluð er muni bílaumferðin halda áfram að aukast umfram fjölgun íbúa - bílaumferð muni aukast um 41% á tímabili sáttmálans en íbúum fjölga um 32%. Það er skýr vísbending í þá veru að framkvæmdir sáttmálans muni einar og sér ekki duga til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Meira þarf til og samhliða áætluðum framkvæmdum þarf að grípa til fjölbreyttra aðgerða sem styðja við að magn umferðarinnar haldist í skefjum. Umferðar- og flýtigjöld á stofnvegi er ein þeirra aðgerða. Er enda margt sem bendir til að þau séu nauðsynleg til að ná fram þeim breytingum í samgöngukerfinu sem samgöngusáttmálanum er ætlað að gera. Innleiðing þessara gjalda eru um leið ætlað að standa á bakvið um 50% af kostnaði sáttmálans. Allt tal um vanefndir í tengslum við tafir á einstaka verkþáttum er því hjákátlegt þegar þessi lykilþáttur sáttmálans hefur ekki enn verið afgreiddur af hálfu Alþingis. Upphlaup síðustu daga ber vott af því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa algerlega misst sjónar af því hver langtímamarkmiðin eru. Það er knýjandi að gerðar verði þær nauðsynlegu breytingar á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins sem sáttmálinn segir til um. Og í raun að tekin verði stærri skref. Við viljum ekki meiri bílaumferð og væri samgöngusáttmálinn hið fullkomna verkfæri til að festa í sessi slík markmið. Til að svo verði megum við ekki draga í land á þessum tímapunkti heldur þarf mun frekar að setja enn meiri kraft í að efla allar almenningssamgöngur, fjárfesta í innviðum fyrir virka ferðamáta og bæta umhverfi höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skrefið í þá átt var undirskrift samgöngusáttmálans árið 2019. Hann er sá rammi sem skilgreinir þá heildstæðu og sameiginlegu framtíðarsýn sem verður að liggja fyrir um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Stöndum vörð um þann áfanga. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Samgöngur Borgarlína Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. Þar væri blásið til sóknar fyrir hönd höfuðborgarsvæðisins og að í fyrsta sinn væri sett fram skýr framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun um heildstæða uppbyggingu samgönguinnviða fyrir alla ferðamáta á svæðinu. Mikilvægi sáttmálans er ótvírætt og þau meginmarkmið sem í honum eru skilgreind það sem standa þarf vörð um. 1.Kolefnishlutlaust samfélag, 2. Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar, 3. Aukið umferðaröryggi, 4. Samvinna og skilvirkar framkvæmdir. Þetta eru skýr markmið og endurspeglast vel í þeim 120 milljörðum króna sem sáttmálinn hljóðaði upp á sínum tíma og skipt er bróðurlega milli ólíkra ferðamáta. Í ljósi þeirrar víðtæku sáttar sem ríkti um sáttmálann fyrir ekki lengri tíma hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðum um sáttmálann af hálfu kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Kostnaðurinn við þessar nauðsynlegu úrbætur er nú orðinn of mikill og markmið sáttmálans um breyttar ferðavenjur orðnar íþyngjandi. Markmið sem þó eru bundin í svo til allar stefnumótandi áætlanir og samþykktir sem snúa að vexti og þróun höfuðborgarsvæðisins, s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til 2040 eða aðalskipulag Kópavogs til 2040. Sjálfstæðisfólki er tamt að tala um eigin ráðdeild og kostnaðarvit en hættir til að vilja spara eyrinn en kasta krónunni þegar kemur að samfélagslegum fjárfestingum. Margoft hefur verið bent á að hagrænn ábati af uppbyggingu öflugra almenningssamgangna er margfaldur fyrir hverja þá krónu sem fjárfest er í slíkum samfélagslegum innviðum. Hefur meðal annars verið reiknað út að samfélagslegur ávinningur af fyrstu lotu Borgarlínunnar gæti orðið um 26 milljarðar króna á næstu 30 árum.] Það er bara fyrir fyrstu lotuna af fimm. Á sama tíma hefur verið áætlað að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi á síðustu árum varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja. Það eru rúmlega 100 milljarðar króna árlega og sú tala hækkar ár frá ári með umfangsmeira gatnakerfi og fleiri bílum. Við núverandi aðstæður er því miklum tíma, fjármunum og orku sóað að óþörfu þar sem margfalt hagstæðara, í krónum talið, væri að fjárfesta í öflugum almenningssamgöngum. Um leið myndu bætt umhverfisgæði, s.s. betri hljóðvist og minni mengun, fylgja í kaupbæti. Öflugar almenningssamgöngur eru því ekki síður mikilvæg fjárfesting í okkar sameiginlegu gæðum. En víkjum aðeins aftur að sjálfum samgöngusáttmálanum og þeim verkefnum sem undir hann falla. Samkvæmt gögnum úr samgöngulíkani sem unnið var í tengslum við undirbúning framkvæmda sáttmálans eru vísbendingar um að þrátt fyrir alla þá innviðauppbyggingu sem áætluð er muni bílaumferðin halda áfram að aukast umfram fjölgun íbúa - bílaumferð muni aukast um 41% á tímabili sáttmálans en íbúum fjölga um 32%. Það er skýr vísbending í þá veru að framkvæmdir sáttmálans muni einar og sér ekki duga til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Meira þarf til og samhliða áætluðum framkvæmdum þarf að grípa til fjölbreyttra aðgerða sem styðja við að magn umferðarinnar haldist í skefjum. Umferðar- og flýtigjöld á stofnvegi er ein þeirra aðgerða. Er enda margt sem bendir til að þau séu nauðsynleg til að ná fram þeim breytingum í samgöngukerfinu sem samgöngusáttmálanum er ætlað að gera. Innleiðing þessara gjalda eru um leið ætlað að standa á bakvið um 50% af kostnaði sáttmálans. Allt tal um vanefndir í tengslum við tafir á einstaka verkþáttum er því hjákátlegt þegar þessi lykilþáttur sáttmálans hefur ekki enn verið afgreiddur af hálfu Alþingis. Upphlaup síðustu daga ber vott af því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa algerlega misst sjónar af því hver langtímamarkmiðin eru. Það er knýjandi að gerðar verði þær nauðsynlegu breytingar á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins sem sáttmálinn segir til um. Og í raun að tekin verði stærri skref. Við viljum ekki meiri bílaumferð og væri samgöngusáttmálinn hið fullkomna verkfæri til að festa í sessi slík markmið. Til að svo verði megum við ekki draga í land á þessum tímapunkti heldur þarf mun frekar að setja enn meiri kraft í að efla allar almenningssamgöngur, fjárfesta í innviðum fyrir virka ferðamáta og bæta umhverfi höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skrefið í þá átt var undirskrift samgöngusáttmálans árið 2019. Hann er sá rammi sem skilgreinir þá heildstæðu og sameiginlegu framtíðarsýn sem verður að liggja fyrir um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Stöndum vörð um þann áfanga. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun