Þetta er ekki eðlileg framkoma G.Andri Bergmann skrifar 24. febrúar 2023 07:31 Sólveig Anna Jónsdóttir fer mikin hvar sem hún kemur. Hún rekur fólk sem hún vill ekki vinna með og svívirðir það ef hún getur ekki rekið það. Þetta er svo síendurtekið í fréttum hvar börnin okkar heyra og sjá fullorðna manneskju níða annað fullorðið fólk með uppnefni og svívirðingum. Sólveigu finnst þetta bæði fínt og eðlilegt. Blaða og fréttamönnum finnst þetta spennandi. Sömu blaða- og fréttamenn gefa svívirðingunum vægi með því að enduróma þær nær stöðugt og án fyrirvara, á öllum miðlum og ræða jafnan við Sólveigu hvar svívirðingunum er gefin ákveðin viðurkenning. Fjölskyldur hinna svívirtu hlusta. Hinir svívirtu hlusta. Téðum fréttum er svo deilt á samfélagsmiðlum hvar virkir í athugasemdum taka til óspilltra málanna og rægja og smána með ljótari uppnefnum en ég vil viðhafa. Detti einhverjum í hug að svara er því mætt með enn harðari árás og jafnvel beinum hótunum. Börnin okkar fylgjast með. Börn fólksins sem er smánað. Börn fólksins sem smánar. Það kemur því varla nokkrum manni á óvart þegar börnin taka þetta upp. Leggja í einelti. Svívirða skólafélaga og segja þau ekki hafa hæfileika til neins. Að þau búi hvorki yfir siðferði eða skynsemi. Þau hafi í vangefnum hugsunum sjúka þörf fyrir athygli og stundi brjálæðisleg níðingsverk í vesældómi sínum. Að þau séu auðvirðuleg peð... og svo mætti lengi, lengi halda áfram. Það er ekkert eðlilegt við þessa framkomu og það á ekki að „normalisera” hana eða gefa henni samþykki með því að fjalla gagnrýnilaust um hvernig hver aðilinn á fætur öðrum er svívirtur og smánaður. Ég get því ekki annað en spurt hvenær blaða- og fréttamenn eða ritstjórnir fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvarlega ætla að segja hlutina eins og þeir eru. Hvenær þeir ætla að segja stopp og benda á að þeir, sem fagaðilar taki ekki þátt í að rógbera aðra eða „normalisera” hatursorðræðu. Það á auðvitað að fjalla um verkalýðsátök og gera málum góð skil. Upplýsa um hvert úrlausnarefnið sé. En það á ekki að láta fréttir snúast um stöðugar svívirðingar eins í garð annars. Því þó Sólveig Anna og félagar telji í lagi að svívirða og bera út róg um alla þá sem bera þann svívirðilega titil að vera atvinnurekendur, þá er það ekki í lagi. Það er langt frá því að vera í lagi og það á engin að taka þátt í að enduróma slíka hatursorðræðu. Höfundur er atvinnurekandi og framkvæmdastjóri Procura Home. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir fer mikin hvar sem hún kemur. Hún rekur fólk sem hún vill ekki vinna með og svívirðir það ef hún getur ekki rekið það. Þetta er svo síendurtekið í fréttum hvar börnin okkar heyra og sjá fullorðna manneskju níða annað fullorðið fólk með uppnefni og svívirðingum. Sólveigu finnst þetta bæði fínt og eðlilegt. Blaða og fréttamönnum finnst þetta spennandi. Sömu blaða- og fréttamenn gefa svívirðingunum vægi með því að enduróma þær nær stöðugt og án fyrirvara, á öllum miðlum og ræða jafnan við Sólveigu hvar svívirðingunum er gefin ákveðin viðurkenning. Fjölskyldur hinna svívirtu hlusta. Hinir svívirtu hlusta. Téðum fréttum er svo deilt á samfélagsmiðlum hvar virkir í athugasemdum taka til óspilltra málanna og rægja og smána með ljótari uppnefnum en ég vil viðhafa. Detti einhverjum í hug að svara er því mætt með enn harðari árás og jafnvel beinum hótunum. Börnin okkar fylgjast með. Börn fólksins sem er smánað. Börn fólksins sem smánar. Það kemur því varla nokkrum manni á óvart þegar börnin taka þetta upp. Leggja í einelti. Svívirða skólafélaga og segja þau ekki hafa hæfileika til neins. Að þau búi hvorki yfir siðferði eða skynsemi. Þau hafi í vangefnum hugsunum sjúka þörf fyrir athygli og stundi brjálæðisleg níðingsverk í vesældómi sínum. Að þau séu auðvirðuleg peð... og svo mætti lengi, lengi halda áfram. Það er ekkert eðlilegt við þessa framkomu og það á ekki að „normalisera” hana eða gefa henni samþykki með því að fjalla gagnrýnilaust um hvernig hver aðilinn á fætur öðrum er svívirtur og smánaður. Ég get því ekki annað en spurt hvenær blaða- og fréttamenn eða ritstjórnir fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvarlega ætla að segja hlutina eins og þeir eru. Hvenær þeir ætla að segja stopp og benda á að þeir, sem fagaðilar taki ekki þátt í að rógbera aðra eða „normalisera” hatursorðræðu. Það á auðvitað að fjalla um verkalýðsátök og gera málum góð skil. Upplýsa um hvert úrlausnarefnið sé. En það á ekki að láta fréttir snúast um stöðugar svívirðingar eins í garð annars. Því þó Sólveig Anna og félagar telji í lagi að svívirða og bera út róg um alla þá sem bera þann svívirðilega titil að vera atvinnurekendur, þá er það ekki í lagi. Það er langt frá því að vera í lagi og það á engin að taka þátt í að enduróma slíka hatursorðræðu. Höfundur er atvinnurekandi og framkvæmdastjóri Procura Home.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun