Telja sig óbundin af verkbanni SA Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 18:30 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SVEIT, sem er undirrituð af Aðalgeiri Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra samtakanna. Fyrr í kvöld var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt, með afgerandi meirihluta, verkbann á félagsfólk Eflingar. Rætt var við Aðalgeir Ásvaldsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið hefst á sjöttu mínútu: „Félagsmenn SVEIT telja 150 rekstraraðila á veitingamarkaði sem reka um 240 veitingastaði á starfssvæði Eflingar eða sem talið er svara til 55% allra starfa á þeim markaði,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samtökin hafi ekki fengið sæti við samningsborðið né tekið þátt í kosningu SA um verkbann, þrátt fyrir að vera stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Því telji samtökin sig ekki geta stutt aðgerðir sem hafi það markmið að skila kjarasamningi sem þau hafi ekki fengið til yfirferðar eða athugasemda. Rætt var við Aðalgeir á Vísi um helgina: „Eins og kemur skýrt fram í kröfu SVEIT til kjaraviðræðna þá hefur SA ekki umboð til gerðar kjarasamnings fyrir hönd fyrirtækja SVEIT. Þótt stéttarfélög vilji geta kjarasamning við SA þá getur slíkur samningur ekki skapað félögum Eflingar réttindi. Sé vilji stéttarfélaganna til að semja um kjör starfsfólks innan sinna vébanda sem starfa hjá fyrirtækjum í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT,“ segir þá í tilkynningunni, sem nálgast má í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl tilkynningPDF673KBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Tengdar fréttir Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SVEIT, sem er undirrituð af Aðalgeiri Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra samtakanna. Fyrr í kvöld var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt, með afgerandi meirihluta, verkbann á félagsfólk Eflingar. Rætt var við Aðalgeir Ásvaldsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið hefst á sjöttu mínútu: „Félagsmenn SVEIT telja 150 rekstraraðila á veitingamarkaði sem reka um 240 veitingastaði á starfssvæði Eflingar eða sem talið er svara til 55% allra starfa á þeim markaði,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samtökin hafi ekki fengið sæti við samningsborðið né tekið þátt í kosningu SA um verkbann, þrátt fyrir að vera stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Því telji samtökin sig ekki geta stutt aðgerðir sem hafi það markmið að skila kjarasamningi sem þau hafi ekki fengið til yfirferðar eða athugasemda. Rætt var við Aðalgeir á Vísi um helgina: „Eins og kemur skýrt fram í kröfu SVEIT til kjaraviðræðna þá hefur SA ekki umboð til gerðar kjarasamnings fyrir hönd fyrirtækja SVEIT. Þótt stéttarfélög vilji geta kjarasamning við SA þá getur slíkur samningur ekki skapað félögum Eflingar réttindi. Sé vilji stéttarfélaganna til að semja um kjör starfsfólks innan sinna vébanda sem starfa hjá fyrirtækjum í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT,“ segir þá í tilkynningunni, sem nálgast má í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl tilkynningPDF673KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Tengdar fréttir Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16