Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2023 16:02 Jóhann Páll vill fá að vita hvort Jón Gunnarsson hafi í alvöru viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson hvort ekki gæti verið sniðugt að gera tilraun með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. „Hefur ráðherra viðrað þá hugmynd við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? Ef svo er, hefur ráðherra sett af stað vinnu í því skyni?“ Jóhann Páll óskar skriflegs svars. Einkasamtal en svo sem ekkert í trúnaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í hlaðvarpi Frosta Logasonar, Spjallið með Frosta Logasyni sem finna má á efnisveitunni Brotkast.is. Þeir Frosti og Kári ræddu um hugvíkkandi efni sem hafa verið mjög til umræðu á Íslandi að undanförnu. Og Kári lét þess svo getið, í framhjáhlaupi, að það hafi nú verið svo að sjálfur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með þessi hugvíkkandi efni á til dæmis 30 föngum í íslenskum fangelsum? Kári segir þar að það hafi komið honum á óvart að heyra hæstvirtan dómsmálaráðherra tala um þennan möguleika. En hann vildi sjá hvort að þetta mundi ekki að einhverju leiti bæta líf þeirra og bæta þá sem samfélagsþegna? Þetta hafi Jón sagt í einkasamtali en Kári tók það fram að ráðherrann hafi ekkert sérstaklega beðið sig um að hafa þetta ekki eftir honum. Þórunni misboðið „Mér fannst þetta benda til þess að núverandi dómsmálaráðherra hefði opin huga gagnvart nýstárlegum aðferðum við að hlúa að fólki og mér finnst að því beri að fagna. Hann sagðist alls ekki ætla að gera þetta en hann sagði að sér fynndist þetta athyglisverð hugmynd,“ sagði Kári og bætti því við að hann teldi þetta til marks um að þessi umræða hafi farið víða og sé farin að hafa töluverð áhrif á samfélagið. Þórunni Sveinbjarnardóttur varð hreinlega misboðið þegar hún heyrði af þessum meintu hugmyndum dómsmálaráðherra. Hún tók málið upp á þingi og sagðist vona að þetta væri einhver dómadagsvitleysa en ef svo væri ekki þá væri slíkur ráðherra löngu farinn frá í öllum öðrum þeim löndum sem við berum okkur saman við.vísir/vilhelm Þessi frásögn Kára hefur vakið verulega athygli og nú vill Jóhann Páll fá að vita hvort þetta hafi raunverulega verið svona í pottinn búið? Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar fjallaði um málið í ræðu á þinginu nú síðdegis og henni var heitt í hamsi, henni var misboðið: „Ég vona að þetta sé rangt. Ég vona að hérna sé haft rangt eftir og þetta sé einhver dómadagsvitleysa. En ef svo er ekki er svo alvarlegt mál á ferðinni að í öllum öðrum löndum væri dómsmálaráðherra sem léti slík ummæli falla fyrir hádegi, búinn að segja af sér eftir hádegi,“ Þórunn sagði að ef rétt reynist verði hið háa alþingi að fara í saumana á þessu máli. Fangelsismál Hugvíkkandi efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
„Hefur ráðherra viðrað þá hugmynd við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? Ef svo er, hefur ráðherra sett af stað vinnu í því skyni?“ Jóhann Páll óskar skriflegs svars. Einkasamtal en svo sem ekkert í trúnaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í hlaðvarpi Frosta Logasonar, Spjallið með Frosta Logasyni sem finna má á efnisveitunni Brotkast.is. Þeir Frosti og Kári ræddu um hugvíkkandi efni sem hafa verið mjög til umræðu á Íslandi að undanförnu. Og Kári lét þess svo getið, í framhjáhlaupi, að það hafi nú verið svo að sjálfur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með þessi hugvíkkandi efni á til dæmis 30 föngum í íslenskum fangelsum? Kári segir þar að það hafi komið honum á óvart að heyra hæstvirtan dómsmálaráðherra tala um þennan möguleika. En hann vildi sjá hvort að þetta mundi ekki að einhverju leiti bæta líf þeirra og bæta þá sem samfélagsþegna? Þetta hafi Jón sagt í einkasamtali en Kári tók það fram að ráðherrann hafi ekkert sérstaklega beðið sig um að hafa þetta ekki eftir honum. Þórunni misboðið „Mér fannst þetta benda til þess að núverandi dómsmálaráðherra hefði opin huga gagnvart nýstárlegum aðferðum við að hlúa að fólki og mér finnst að því beri að fagna. Hann sagðist alls ekki ætla að gera þetta en hann sagði að sér fynndist þetta athyglisverð hugmynd,“ sagði Kári og bætti því við að hann teldi þetta til marks um að þessi umræða hafi farið víða og sé farin að hafa töluverð áhrif á samfélagið. Þórunni Sveinbjarnardóttur varð hreinlega misboðið þegar hún heyrði af þessum meintu hugmyndum dómsmálaráðherra. Hún tók málið upp á þingi og sagðist vona að þetta væri einhver dómadagsvitleysa en ef svo væri ekki þá væri slíkur ráðherra löngu farinn frá í öllum öðrum þeim löndum sem við berum okkur saman við.vísir/vilhelm Þessi frásögn Kára hefur vakið verulega athygli og nú vill Jóhann Páll fá að vita hvort þetta hafi raunverulega verið svona í pottinn búið? Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar fjallaði um málið í ræðu á þinginu nú síðdegis og henni var heitt í hamsi, henni var misboðið: „Ég vona að þetta sé rangt. Ég vona að hérna sé haft rangt eftir og þetta sé einhver dómadagsvitleysa. En ef svo er ekki er svo alvarlegt mál á ferðinni að í öllum öðrum löndum væri dómsmálaráðherra sem léti slík ummæli falla fyrir hádegi, búinn að segja af sér eftir hádegi,“ Þórunn sagði að ef rétt reynist verði hið háa alþingi að fara í saumana á þessu máli.
Fangelsismál Hugvíkkandi efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira