Þingmaður vill kljúfa Bandaríkin í tvennt Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 09:05 Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkona Repúblikanaflokksins, þegar hún gerði hróp að Joe Biden forseta á meðan á stefnuræðu hans stóð fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Umdeildur fulltrúadeildarþingmaður með vaxandi áhrif innan Repúblikanaflokksins kallaði eftir því að Bandaríkjunum yrði skipt í tvennt í annars vegar ríki þar sem meirihluti kýs repúblikana og hins vegar þar sem flestir kjósa demókrata. Þá vill hún banna þeim sem flytja frá síðarnefndu ríkjunum til þeirra fyrrnefndu að kjósa tímabundið. Yfirlýsingar Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkonu repúblikana frá Georgíu, um að svonefnd rauð og blá ríki ættu að halda hvor í sína áttinu voru ekki nýjar af nálinni. Hún hélt sambærilegum hugmyndum á lofti þegar hún var yst á hægri jaðri Repúblikanaflokksins og aðhylltist vitstola samsæriskenningar sem kenndar eru við Qanon undanfarin ár. Áhrif hennar hafa hins vegar aðeins farið vaxandi og er hún nú talin náin Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, og framvarðarsveit þingmeirihlutans í fulltrúadeildinni. Í tísti á forsetadaginn í Bandaríkjunum kallaði Taylor Greene eftir „þjóðarskilnaði“. Ástæðuna sagði hún landráð demókrata og „viðbjóðsleg“ menningartengd málefni sem væri troðið ofan í kokið á fólki. Taylor Greene lét ekki staðar numið þar. Í viðtali á Fox News-sjónvarpsstöðinni lagði hún til að fólki sem flytti frá ríkjum sem kjósa yfirleitt demókrata til ríkja sem kjósa repúblikana yrði bannað að kjósa í fimm ár. Ekki væri hægt að sætta grundvallarágreining á milli flokkanna tveggja. „Það síðasta sem ég vil sjá í Bandaríkjunum er borgarastríð, enginn vill það, að minnsta kosti enginn sem ég þekki, en það stefnir í þá átt og við verðum að gera eitthvað í því,“ sagði þingkonan. Marjorie Taylor Greene: "The last thing I ever want to see in America is a civil war ... but it's going that direction." pic.twitter.com/vqguBA58FZ— Aaron Rupar (@atrupar) February 22, 2023 Meirihluti kjósenda í Georgíu, heimaríki Taylor Greene, kaus Joe Biden forseta árið 2020 og báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins eru demókratar. Af fjórtán fulltrúadeildarþingmönnum þess eru níu repúblikanar en fimm demókratar. Repúblikanar fara með völdin á ríkisþingi Georgíu. Óljós er því hvort að Georgía teldist blátt eða rautt ríki samkvæmt skilgreiningu Taylor Greene. „Sjúk“ og „ill“ ummæli Viðbrögð við ummælum Taylor Greene létu ekki á sér standa. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah og repúblikani, sagði tillögu þingkonunnar „illa“. Bandaríkin þyrftu ekki á þjóðarskilnaði heldur hjónabandsráðgjöf að halda. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, sagði hugmyndina sturlaða. Robyn Patterson, talsmaður Hvíta hússins, sagði ummæli Taylor Greene „sjúk, sundrandi og ógnvekjandi“ þar sem þau kæmu frá þingmanni sem ætti meðal annars sæti í eftirlits- og heimavarnanefndum fulltrúadeildarinnar. Bandaríkjamenn háðu blóðugt borgarastríð frá 1861 til 1865 sem talið er að hafi kostað fleiri en 800.000 manns lífið. Stríðið hófst eftir að hópur suðurríkja sagði sig frá ríkjasambandinu vegna andstöðu þeirra við að afnema þrælahald. Bandaríkin Tengdar fréttir Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Yfirlýsingar Marjorie Taylor Greene, fulltrúadeildarþingkonu repúblikana frá Georgíu, um að svonefnd rauð og blá ríki ættu að halda hvor í sína áttinu voru ekki nýjar af nálinni. Hún hélt sambærilegum hugmyndum á lofti þegar hún var yst á hægri jaðri Repúblikanaflokksins og aðhylltist vitstola samsæriskenningar sem kenndar eru við Qanon undanfarin ár. Áhrif hennar hafa hins vegar aðeins farið vaxandi og er hún nú talin náin Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar, og framvarðarsveit þingmeirihlutans í fulltrúadeildinni. Í tísti á forsetadaginn í Bandaríkjunum kallaði Taylor Greene eftir „þjóðarskilnaði“. Ástæðuna sagði hún landráð demókrata og „viðbjóðsleg“ menningartengd málefni sem væri troðið ofan í kokið á fólki. Taylor Greene lét ekki staðar numið þar. Í viðtali á Fox News-sjónvarpsstöðinni lagði hún til að fólki sem flytti frá ríkjum sem kjósa yfirleitt demókrata til ríkja sem kjósa repúblikana yrði bannað að kjósa í fimm ár. Ekki væri hægt að sætta grundvallarágreining á milli flokkanna tveggja. „Það síðasta sem ég vil sjá í Bandaríkjunum er borgarastríð, enginn vill það, að minnsta kosti enginn sem ég þekki, en það stefnir í þá átt og við verðum að gera eitthvað í því,“ sagði þingkonan. Marjorie Taylor Greene: "The last thing I ever want to see in America is a civil war ... but it's going that direction." pic.twitter.com/vqguBA58FZ— Aaron Rupar (@atrupar) February 22, 2023 Meirihluti kjósenda í Georgíu, heimaríki Taylor Greene, kaus Joe Biden forseta árið 2020 og báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins eru demókratar. Af fjórtán fulltrúadeildarþingmönnum þess eru níu repúblikanar en fimm demókratar. Repúblikanar fara með völdin á ríkisþingi Georgíu. Óljós er því hvort að Georgía teldist blátt eða rautt ríki samkvæmt skilgreiningu Taylor Greene. „Sjúk“ og „ill“ ummæli Viðbrögð við ummælum Taylor Greene létu ekki á sér standa. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah og repúblikani, sagði tillögu þingkonunnar „illa“. Bandaríkin þyrftu ekki á þjóðarskilnaði heldur hjónabandsráðgjöf að halda. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Utah og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana, sagði hugmyndina sturlaða. Robyn Patterson, talsmaður Hvíta hússins, sagði ummæli Taylor Greene „sjúk, sundrandi og ógnvekjandi“ þar sem þau kæmu frá þingmanni sem ætti meðal annars sæti í eftirlits- og heimavarnanefndum fulltrúadeildarinnar. Bandaríkjamenn háðu blóðugt borgarastríð frá 1861 til 1865 sem talið er að hafi kostað fleiri en 800.000 manns lífið. Stríðið hófst eftir að hópur suðurríkja sagði sig frá ríkjasambandinu vegna andstöðu þeirra við að afnema þrælahald.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2. janúar 2022 23:30
Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32