Efling og SA: Mikið bar í milli Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar 21. febrúar 2023 13:00 Í kjaraviðræðum og reyndar alls staðar þar sem tekist er á er upplifun deiluaðila iðulega misjöfn. Þannig er lífið almennt. Svo eru dæmi um það þar sem annar aðilinn fer hreinlega með rangfærslur. Þannig er grein Stefáns Ólafssonar starfsmanns Eflingar „Efling og SA: Lítið bar í milli“. Stefán hefur ekki látið staðreyndir þvælast fyrir sér fram til þessa og það hefur ekkert breyst. Til að einfalda leikinn, verða fjórar rangfærslur Stefáns hér teknar fyrir. Eftirfarandi upptalning er ekki tæmandi, en þó lýsandi. Hafa ber í huga að almennt ríkir trúnaður um efni samningafunda hjá Ríkissáttasemjara en þar sem Efling hefur nú sýnt þeim trúnaði sömu virðingu og flestu öðru verður örlítið vikið frá því. „Efling tók mörg skref til að nálgast SA“ Afstaða SA hefur verið skýr frá upphafi og var ítrekað kynnt Eflingu: SA mun ekki og getur ekki farið út fyrir þann ramma sem samningur SGS og SA markar. Það er á engan hátt sannleikanum samkvæmt að Efling hafi í viðræðunum tekið mörg skref til þess að nálgast það meginmarkmið. Til að nota þægilega myndlíkingu lagði Efling í mesta lagi til nokkra brauðmola á borðið og vildi í skiptum fá heilan brauðhleif umfram hin SGS félögin 18 . Með engum markverðum undantekningum lagði Efling sífellt til að Efling fengi í langflestum tilfellum hærri laun fyrir starf X eftir Y ára starfsreynslu, þrátt fyrir skýr skilaboð um að SA gæti ekki fallist á slíkt. Þetta breyttist ekki á nokkrum tímapunkti. Hins vegar höfðu bæst við kröfur fyrir bílstjóra sem hafa aldrei borist SA með formlegum hætti. „Efling ætti því inni einhverja umframhækkun“ SA féllust aldrei á að Efling ætti inni einhverja umframhækkun, enda hafði komið skýrt fram að SA mun ekki draga smáþjóð í dilka líkt og forysta Eflingar leggur sig fram um að reyna. Aftur á móti var skýrt að SA gæti gert samning sem samrýmdist ramma samninga hinna SGS félaganna 18 en sem hefði þó ákveðin sérkenni. Þá komu hins vegar áðurnefndir brauðmolar Eflingar í skiptum fyrir brauðhleifinn. Til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós að vegna þess að starfsaldur Eflingarfélaga er, að sögn Eflingar, töluvert lægri en í SGS almennt þyrfti að hækka laun Eflingar enn meira. Því var Efling efnislega að biðja um einhvers konar „leiðréttingu“ á eigin kjarasamningi, byggða á því að það vill svo til að Eflingarfólk stoppar skemur á vinnustað en almennt gengur og gerist innan annarra SGS félaga. Orðið leiðrétting var hins vegar ekki notað af forystu Eflingar fyrr en samninganefnd SA benti á að krafan væri í reynd þessi, sem SA gat augljóslega ekki fallist á í ljósi alls framangreinds. Er það annað dæmi um hringlandahátt í kröfum Eflingar. „Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil“ Við lok föstudags hafði efnislega lítið sem ekkert þokast í deilunni. Aðilar höfðu ekki færst nær hvor öðrum. Það sem hafði þó komið fram á ítarlegum og ágætum fundum var að aðilar, allavega SA, áttuðu sig betur á sýn og nálgun mótaðilans. „Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu“ Hér er á ferðinni furðutúlkun. Nægir að hrekja hana með því að vitna í orð setts ríkissáttasemjara um fundinn daginn áður sem var honum mikil vonbrigði. Sá fundur var SA líka mikil vonbrigði. Þó að Efling hafi lagt fram einhverskonar „tilboð“ kaus SA ekki að gera það með formlegum hætti, enda forsendur ríkissáttasemjara til miðlunartillögu ekki til staðar. Það hefur umgengni forystu Eflingar sjálfrar um það tæki sáttasemjara rækilega sýnt okkur. Það var hins vegar fullkomlega eðlilegt að sáttasemjari velti við öllum mögulegum steinum og kannaði grundvöll miðlunartillögu á þeim tímapunkti. Eina spurningin sem skiptir máli Með allt ofangreint og stöðu deilu Eflingar og SA til hliðsjónar blasir við eftirfarandi spurning: Vill Efling taka því fagnandi að fá nýjan kjarasamning þar sem er lögð sérstök áhersla á hækkun þeirra lægstlaunuðu í samfélaginu, hvort sem er í prósentum eða krónum, eða hleypa af stað upplausn og höfrungahlaupi? Svar Eflingar við spurningunni er augljóst að mér virðist. Eina spurningin sem þá eftir stendur og skiptir raunverulega máli er hvort að samfélagið sætti við sig hið óumflýjanlega upplausnarástand sem verður framvegis á vinnumarkaði sem enginn, nema sjálfsálit forystusveitar Eflingar, mun hagnast á? Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Eyjólfur Árni Rafnsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjaraviðræðum og reyndar alls staðar þar sem tekist er á er upplifun deiluaðila iðulega misjöfn. Þannig er lífið almennt. Svo eru dæmi um það þar sem annar aðilinn fer hreinlega með rangfærslur. Þannig er grein Stefáns Ólafssonar starfsmanns Eflingar „Efling og SA: Lítið bar í milli“. Stefán hefur ekki látið staðreyndir þvælast fyrir sér fram til þessa og það hefur ekkert breyst. Til að einfalda leikinn, verða fjórar rangfærslur Stefáns hér teknar fyrir. Eftirfarandi upptalning er ekki tæmandi, en þó lýsandi. Hafa ber í huga að almennt ríkir trúnaður um efni samningafunda hjá Ríkissáttasemjara en þar sem Efling hefur nú sýnt þeim trúnaði sömu virðingu og flestu öðru verður örlítið vikið frá því. „Efling tók mörg skref til að nálgast SA“ Afstaða SA hefur verið skýr frá upphafi og var ítrekað kynnt Eflingu: SA mun ekki og getur ekki farið út fyrir þann ramma sem samningur SGS og SA markar. Það er á engan hátt sannleikanum samkvæmt að Efling hafi í viðræðunum tekið mörg skref til þess að nálgast það meginmarkmið. Til að nota þægilega myndlíkingu lagði Efling í mesta lagi til nokkra brauðmola á borðið og vildi í skiptum fá heilan brauðhleif umfram hin SGS félögin 18 . Með engum markverðum undantekningum lagði Efling sífellt til að Efling fengi í langflestum tilfellum hærri laun fyrir starf X eftir Y ára starfsreynslu, þrátt fyrir skýr skilaboð um að SA gæti ekki fallist á slíkt. Þetta breyttist ekki á nokkrum tímapunkti. Hins vegar höfðu bæst við kröfur fyrir bílstjóra sem hafa aldrei borist SA með formlegum hætti. „Efling ætti því inni einhverja umframhækkun“ SA féllust aldrei á að Efling ætti inni einhverja umframhækkun, enda hafði komið skýrt fram að SA mun ekki draga smáþjóð í dilka líkt og forysta Eflingar leggur sig fram um að reyna. Aftur á móti var skýrt að SA gæti gert samning sem samrýmdist ramma samninga hinna SGS félaganna 18 en sem hefði þó ákveðin sérkenni. Þá komu hins vegar áðurnefndir brauðmolar Eflingar í skiptum fyrir brauðhleifinn. Til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós að vegna þess að starfsaldur Eflingarfélaga er, að sögn Eflingar, töluvert lægri en í SGS almennt þyrfti að hækka laun Eflingar enn meira. Því var Efling efnislega að biðja um einhvers konar „leiðréttingu“ á eigin kjarasamningi, byggða á því að það vill svo til að Eflingarfólk stoppar skemur á vinnustað en almennt gengur og gerist innan annarra SGS félaga. Orðið leiðrétting var hins vegar ekki notað af forystu Eflingar fyrr en samninganefnd SA benti á að krafan væri í reynd þessi, sem SA gat augljóslega ekki fallist á í ljósi alls framangreinds. Er það annað dæmi um hringlandahátt í kröfum Eflingar. „Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil“ Við lok föstudags hafði efnislega lítið sem ekkert þokast í deilunni. Aðilar höfðu ekki færst nær hvor öðrum. Það sem hafði þó komið fram á ítarlegum og ágætum fundum var að aðilar, allavega SA, áttuðu sig betur á sýn og nálgun mótaðilans. „Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu“ Hér er á ferðinni furðutúlkun. Nægir að hrekja hana með því að vitna í orð setts ríkissáttasemjara um fundinn daginn áður sem var honum mikil vonbrigði. Sá fundur var SA líka mikil vonbrigði. Þó að Efling hafi lagt fram einhverskonar „tilboð“ kaus SA ekki að gera það með formlegum hætti, enda forsendur ríkissáttasemjara til miðlunartillögu ekki til staðar. Það hefur umgengni forystu Eflingar sjálfrar um það tæki sáttasemjara rækilega sýnt okkur. Það var hins vegar fullkomlega eðlilegt að sáttasemjari velti við öllum mögulegum steinum og kannaði grundvöll miðlunartillögu á þeim tímapunkti. Eina spurningin sem skiptir máli Með allt ofangreint og stöðu deilu Eflingar og SA til hliðsjónar blasir við eftirfarandi spurning: Vill Efling taka því fagnandi að fá nýjan kjarasamning þar sem er lögð sérstök áhersla á hækkun þeirra lægstlaunuðu í samfélaginu, hvort sem er í prósentum eða krónum, eða hleypa af stað upplausn og höfrungahlaupi? Svar Eflingar við spurningunni er augljóst að mér virðist. Eina spurningin sem þá eftir stendur og skiptir raunverulega máli er hvort að samfélagið sætti við sig hið óumflýjanlega upplausnarástand sem verður framvegis á vinnumarkaði sem enginn, nema sjálfsálit forystusveitar Eflingar, mun hagnast á? Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun