Telur blaðamenn betur setta á taxta Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 14:01 Gunnar Smári Egilsson er ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar. Hann var áður útgefandi Fréttablaðsins og ritstjóri Fréttatímans auk þess sem hann stóð um tíma fyrir blaðaútgáfu í Danmörku. Vísir/Vilhelm Fjölmiðillinn Samstöðin býður blaðamönnum laun samkvæmt taxta Eflingar þrátt fyrir að kjarasamningur Blaðamannafélagsins sé grunnsamningur starfsmanna blaðamanna. Ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar segir laun blaðamanna svo lág að hann reikni með að þeim bjóðist betri kjör hjá sér en ef þeir fengju greitt eftir kjarasamningi blaðamanna. Auglýst var eftir blaðamanni á Facebook-síðu Samstöðvarinnar um helgina. Ábyrgðarmaður hennar er Gunnar Smári Egilsson sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Starfið er sagt fela í sér skrif á vef Samstöðvarinnar og þátttöku í daglegu myndbandshlaðvarpi hennar. Þrátt fyrir að starfsheitið sem Samstöðin auglýsir sé „blaðamaður“ ætlar stöðin ekki að greiða laun eftir kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins heldur taxta stéttarfélagsins Eflingar. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári að honum hafi fundist við hæfi á svona miðli að miða við taxta láglaunastétta. Til að setja einhver viðmið um kjör hafi verið ákveðið að miða við algengustu laun verkafólks í Reykjavík. Vinnutíminn er sagður „óreglulegur“ í auglýsingunni. Gunnar Smári segir starfshlutfallið nærri sextíu prósentum. Samstöðin sé ekki í aðstöðu til að vera með stimpilklukku og vinnuframlagið sé samkomulagsatriði. „Tíminn er samkomulagsatriði. Þetta er byggt upp á að fólk hafi lifandi áhuga á því sem það er að gera,“ segir Gunnar Smári. Auglýsingin sem birtist á Facebok-síðu Samstöðvarinnar um helgina.Skjáskot Mánaðarlaun fyrir hlutastarf Þrátt fyrir að ekki sé um fullt starf að ræða er ætlunin að greiða full mánaðarlaun samkvæmt sjötta launaflokki kjarasamnings Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þar er kveðið á um 370.891 krónu í byrjunarlaun. „Þar sem laun blaðamanna eru svo lág þá, miðað við vinnuna sem reiknað er með að viðkomandi skili, er þetta samt betur borgað en blaðamenn fá samkvæmt taxta,“ segir Gunnar Smári. Full byrjunarlaun blaðamanna samkvæmt nýjum kjarasamningi við SA frá því í janúar eru 458.316 krónur, rúmum 87 þúsund krónum hærri en mánaðarlaunin sem Samstöðin ætlar að bjóða. Sextíu prósent af grunnbyrjunarlaununum eru 274.989 krónur. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Samkvæmt kjarasamningi Blaðamannafélagsins ætti að greiða allt að tuttugu prósent vaktaálag fyrir óreglulegan vinnutíma. Atvinnurekendur þurfa einnig að standa straum af kostnaði við aukinn veikindarétt, þriggja mánaða leyfi á fjögurra til fimm ára fresti og höfundarréttargreiðslur til blaðamanna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að blaðamenn eigi að njóta kjara samkvæmt kjarasamningi félagsins og „njóta allra þeirra réttinda sem hann felur í sér og barist hefur verið fyrir að halda í áratugi og eru umfram réttindi sem eru í mörgum öðrum samningum.“ Vinna aðallega til að byggja miðilinn upp Gunnar Smári segir að það verði hver að meta kjörin sem Samstöðin bjóði fyrir sig. „Þeir sem vinna á Samstöðinni eru fyrst og fremst að því til að byggja hana upp því hún er mikilvægur miðill í því fjölmiðlaumhverfi sem okkur er boðið upp á þar sem fjölmiðlarnir eru meira eða minna reknir af auðugu fólki eins og á við um Vísi, Morgunblaðið, Fréttablaðið og því miður virðist Ríkisútvarpið eiginlega stjórnað af sama fólki,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Auglýst var eftir blaðamanni á Facebook-síðu Samstöðvarinnar um helgina. Ábyrgðarmaður hennar er Gunnar Smári Egilsson sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Starfið er sagt fela í sér skrif á vef Samstöðvarinnar og þátttöku í daglegu myndbandshlaðvarpi hennar. Þrátt fyrir að starfsheitið sem Samstöðin auglýsir sé „blaðamaður“ ætlar stöðin ekki að greiða laun eftir kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins heldur taxta stéttarfélagsins Eflingar. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári að honum hafi fundist við hæfi á svona miðli að miða við taxta láglaunastétta. Til að setja einhver viðmið um kjör hafi verið ákveðið að miða við algengustu laun verkafólks í Reykjavík. Vinnutíminn er sagður „óreglulegur“ í auglýsingunni. Gunnar Smári segir starfshlutfallið nærri sextíu prósentum. Samstöðin sé ekki í aðstöðu til að vera með stimpilklukku og vinnuframlagið sé samkomulagsatriði. „Tíminn er samkomulagsatriði. Þetta er byggt upp á að fólk hafi lifandi áhuga á því sem það er að gera,“ segir Gunnar Smári. Auglýsingin sem birtist á Facebok-síðu Samstöðvarinnar um helgina.Skjáskot Mánaðarlaun fyrir hlutastarf Þrátt fyrir að ekki sé um fullt starf að ræða er ætlunin að greiða full mánaðarlaun samkvæmt sjötta launaflokki kjarasamnings Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þar er kveðið á um 370.891 krónu í byrjunarlaun. „Þar sem laun blaðamanna eru svo lág þá, miðað við vinnuna sem reiknað er með að viðkomandi skili, er þetta samt betur borgað en blaðamenn fá samkvæmt taxta,“ segir Gunnar Smári. Full byrjunarlaun blaðamanna samkvæmt nýjum kjarasamningi við SA frá því í janúar eru 458.316 krónur, rúmum 87 þúsund krónum hærri en mánaðarlaunin sem Samstöðin ætlar að bjóða. Sextíu prósent af grunnbyrjunarlaununum eru 274.989 krónur. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Samkvæmt kjarasamningi Blaðamannafélagsins ætti að greiða allt að tuttugu prósent vaktaálag fyrir óreglulegan vinnutíma. Atvinnurekendur þurfa einnig að standa straum af kostnaði við aukinn veikindarétt, þriggja mánaða leyfi á fjögurra til fimm ára fresti og höfundarréttargreiðslur til blaðamanna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að blaðamenn eigi að njóta kjara samkvæmt kjarasamningi félagsins og „njóta allra þeirra réttinda sem hann felur í sér og barist hefur verið fyrir að halda í áratugi og eru umfram réttindi sem eru í mörgum öðrum samningum.“ Vinna aðallega til að byggja miðilinn upp Gunnar Smári segir að það verði hver að meta kjörin sem Samstöðin bjóði fyrir sig. „Þeir sem vinna á Samstöðinni eru fyrst og fremst að því til að byggja hana upp því hún er mikilvægur miðill í því fjölmiðlaumhverfi sem okkur er boðið upp á þar sem fjölmiðlarnir eru meira eða minna reknir af auðugu fólki eins og á við um Vísi, Morgunblaðið, Fréttablaðið og því miður virðist Ríkisútvarpið eiginlega stjórnað af sama fólki,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira