Telur blaðamenn betur setta á taxta Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 14:01 Gunnar Smári Egilsson er ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar. Hann var áður útgefandi Fréttablaðsins og ritstjóri Fréttatímans auk þess sem hann stóð um tíma fyrir blaðaútgáfu í Danmörku. Vísir/Vilhelm Fjölmiðillinn Samstöðin býður blaðamönnum laun samkvæmt taxta Eflingar þrátt fyrir að kjarasamningur Blaðamannafélagsins sé grunnsamningur starfsmanna blaðamanna. Ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar segir laun blaðamanna svo lág að hann reikni með að þeim bjóðist betri kjör hjá sér en ef þeir fengju greitt eftir kjarasamningi blaðamanna. Auglýst var eftir blaðamanni á Facebook-síðu Samstöðvarinnar um helgina. Ábyrgðarmaður hennar er Gunnar Smári Egilsson sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Starfið er sagt fela í sér skrif á vef Samstöðvarinnar og þátttöku í daglegu myndbandshlaðvarpi hennar. Þrátt fyrir að starfsheitið sem Samstöðin auglýsir sé „blaðamaður“ ætlar stöðin ekki að greiða laun eftir kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins heldur taxta stéttarfélagsins Eflingar. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári að honum hafi fundist við hæfi á svona miðli að miða við taxta láglaunastétta. Til að setja einhver viðmið um kjör hafi verið ákveðið að miða við algengustu laun verkafólks í Reykjavík. Vinnutíminn er sagður „óreglulegur“ í auglýsingunni. Gunnar Smári segir starfshlutfallið nærri sextíu prósentum. Samstöðin sé ekki í aðstöðu til að vera með stimpilklukku og vinnuframlagið sé samkomulagsatriði. „Tíminn er samkomulagsatriði. Þetta er byggt upp á að fólk hafi lifandi áhuga á því sem það er að gera,“ segir Gunnar Smári. Auglýsingin sem birtist á Facebok-síðu Samstöðvarinnar um helgina.Skjáskot Mánaðarlaun fyrir hlutastarf Þrátt fyrir að ekki sé um fullt starf að ræða er ætlunin að greiða full mánaðarlaun samkvæmt sjötta launaflokki kjarasamnings Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þar er kveðið á um 370.891 krónu í byrjunarlaun. „Þar sem laun blaðamanna eru svo lág þá, miðað við vinnuna sem reiknað er með að viðkomandi skili, er þetta samt betur borgað en blaðamenn fá samkvæmt taxta,“ segir Gunnar Smári. Full byrjunarlaun blaðamanna samkvæmt nýjum kjarasamningi við SA frá því í janúar eru 458.316 krónur, rúmum 87 þúsund krónum hærri en mánaðarlaunin sem Samstöðin ætlar að bjóða. Sextíu prósent af grunnbyrjunarlaununum eru 274.989 krónur. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Samkvæmt kjarasamningi Blaðamannafélagsins ætti að greiða allt að tuttugu prósent vaktaálag fyrir óreglulegan vinnutíma. Atvinnurekendur þurfa einnig að standa straum af kostnaði við aukinn veikindarétt, þriggja mánaða leyfi á fjögurra til fimm ára fresti og höfundarréttargreiðslur til blaðamanna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að blaðamenn eigi að njóta kjara samkvæmt kjarasamningi félagsins og „njóta allra þeirra réttinda sem hann felur í sér og barist hefur verið fyrir að halda í áratugi og eru umfram réttindi sem eru í mörgum öðrum samningum.“ Vinna aðallega til að byggja miðilinn upp Gunnar Smári segir að það verði hver að meta kjörin sem Samstöðin bjóði fyrir sig. „Þeir sem vinna á Samstöðinni eru fyrst og fremst að því til að byggja hana upp því hún er mikilvægur miðill í því fjölmiðlaumhverfi sem okkur er boðið upp á þar sem fjölmiðlarnir eru meira eða minna reknir af auðugu fólki eins og á við um Vísi, Morgunblaðið, Fréttablaðið og því miður virðist Ríkisútvarpið eiginlega stjórnað af sama fólki,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Auglýst var eftir blaðamanni á Facebook-síðu Samstöðvarinnar um helgina. Ábyrgðarmaður hennar er Gunnar Smári Egilsson sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Starfið er sagt fela í sér skrif á vef Samstöðvarinnar og þátttöku í daglegu myndbandshlaðvarpi hennar. Þrátt fyrir að starfsheitið sem Samstöðin auglýsir sé „blaðamaður“ ætlar stöðin ekki að greiða laun eftir kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins heldur taxta stéttarfélagsins Eflingar. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári að honum hafi fundist við hæfi á svona miðli að miða við taxta láglaunastétta. Til að setja einhver viðmið um kjör hafi verið ákveðið að miða við algengustu laun verkafólks í Reykjavík. Vinnutíminn er sagður „óreglulegur“ í auglýsingunni. Gunnar Smári segir starfshlutfallið nærri sextíu prósentum. Samstöðin sé ekki í aðstöðu til að vera með stimpilklukku og vinnuframlagið sé samkomulagsatriði. „Tíminn er samkomulagsatriði. Þetta er byggt upp á að fólk hafi lifandi áhuga á því sem það er að gera,“ segir Gunnar Smári. Auglýsingin sem birtist á Facebok-síðu Samstöðvarinnar um helgina.Skjáskot Mánaðarlaun fyrir hlutastarf Þrátt fyrir að ekki sé um fullt starf að ræða er ætlunin að greiða full mánaðarlaun samkvæmt sjötta launaflokki kjarasamnings Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þar er kveðið á um 370.891 krónu í byrjunarlaun. „Þar sem laun blaðamanna eru svo lág þá, miðað við vinnuna sem reiknað er með að viðkomandi skili, er þetta samt betur borgað en blaðamenn fá samkvæmt taxta,“ segir Gunnar Smári. Full byrjunarlaun blaðamanna samkvæmt nýjum kjarasamningi við SA frá því í janúar eru 458.316 krónur, rúmum 87 þúsund krónum hærri en mánaðarlaunin sem Samstöðin ætlar að bjóða. Sextíu prósent af grunnbyrjunarlaununum eru 274.989 krónur. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Samkvæmt kjarasamningi Blaðamannafélagsins ætti að greiða allt að tuttugu prósent vaktaálag fyrir óreglulegan vinnutíma. Atvinnurekendur þurfa einnig að standa straum af kostnaði við aukinn veikindarétt, þriggja mánaða leyfi á fjögurra til fimm ára fresti og höfundarréttargreiðslur til blaðamanna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að blaðamenn eigi að njóta kjara samkvæmt kjarasamningi félagsins og „njóta allra þeirra réttinda sem hann felur í sér og barist hefur verið fyrir að halda í áratugi og eru umfram réttindi sem eru í mörgum öðrum samningum.“ Vinna aðallega til að byggja miðilinn upp Gunnar Smári segir að það verði hver að meta kjörin sem Samstöðin bjóði fyrir sig. „Þeir sem vinna á Samstöðinni eru fyrst og fremst að því til að byggja hana upp því hún er mikilvægur miðill í því fjölmiðlaumhverfi sem okkur er boðið upp á þar sem fjölmiðlarnir eru meira eða minna reknir af auðugu fólki eins og á við um Vísi, Morgunblaðið, Fréttablaðið og því miður virðist Ríkisútvarpið eiginlega stjórnað af sama fólki,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?