Gísli Þorgeir var kosinn uppáhaldsleikmaður áhorfenda á árinu 2022, „Publikumsliebling des Jahres“, en Magdeburg var líka kosið lið ársins og þjálfarinn Bennet Wiegert, besti þjálfari ársins.
Gísli átti frábært ár með þýsku meisturunum og átti mikinn þátt í því að liðið vann bæði deildina og heimsmeistaratitil félagsliða.
Þýsku handboltaverðlaunin voru sett á laggirnar í fyrra og voru því veitt annað árið í röð. Verðlaunin voru búin til af handboltamiðlunum handball-world og handboltatímaritinu Bock auf Handball.
Alls voru greidd yfir tvö hundruð þúsund atkvæði í kosningunni sem stóð frá 1. til 23. janúar síðastliðinn.
Gísli og félagar hans tóku við verðlaunabikurum sínum í gær eins og Magdeburg sýndi frá á miðlum sínum.
Meðal annarra verðlaun þá var Stefan Kretzschmar valinn áhrifavaldur ársins og dóttir hans Lucie-Marie Kretzschmar var kosin strandhandboltaleikmaður ársins.