Stefna Ólafar Helgu þingfest síðdegis Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 10:25 Félagsdómur er til húsa hjá Landsrétti í Kópavogi. Stefna Ólafar Helgu verður tekin fyrir þar síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Lögmaður Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, segist vonast til þess að félagsdómur hlýði á málflutning um stefnu hennar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi. Stefna hennar um að Eflinarfólk fái að greiða atkvæði um tillöguna verður þingfest í dag. Ólöf Helga stefndi Alþýðusambandi Íslands vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins (SA) og íslenska ríkinu til þess að knýja á um að félagsfólk í Eflingu fengi að greiða atkvæði um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í kjaradeilunni hatrömmu á milli Eflingar og SA á föstudag. Stefnan verður þingfest hjá félagsdómi klukkan 16:00 í dag. Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu, segir að búast megi við að dómari veiti stuttan frest til þess að skila greinargerðum í málinu og að vonast til að hægt verði að flytja það á næstu dögum. „Ég vonast til þess að það verði hægt að fjalla um þetta fyrir helgi. Ég held að þetta sé raunhæft að segja öðru hvoru megin við helgi,“ segir hann við Vísi. Aðalkrafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna verði lokið nú á fimmtudag þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að sáttasemjari lagði tillöguna fram. Ljóst er þó að niðurstaða félagsdóms fæst ekki í tæka tíð til þess. Halldór segir það gefa augaleið að málið þurfi á flýtimeðferð félagsdóms að halda. „Það væri mjög gott að félagsdómur fengi að fjalla um þetta áður en hér fer allt í frekari verkföll og verkbönn í næstu viku,“ segir Halldór en Eflingarfólk hefur samþykkt frekari verkfallsaðgerðir á sama tíma og Samtök atvinnulífsins boðar verkbann á fleiri en 20.000 félagsmenn Eflingar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Ólöf Helga stefndi Alþýðusambandi Íslands vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins (SA) og íslenska ríkinu til þess að knýja á um að félagsfólk í Eflingu fengi að greiða atkvæði um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í kjaradeilunni hatrömmu á milli Eflingar og SA á föstudag. Stefnan verður þingfest hjá félagsdómi klukkan 16:00 í dag. Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu, segir að búast megi við að dómari veiti stuttan frest til þess að skila greinargerðum í málinu og að vonast til að hægt verði að flytja það á næstu dögum. „Ég vonast til þess að það verði hægt að fjalla um þetta fyrir helgi. Ég held að þetta sé raunhæft að segja öðru hvoru megin við helgi,“ segir hann við Vísi. Aðalkrafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna verði lokið nú á fimmtudag þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að sáttasemjari lagði tillöguna fram. Ljóst er þó að niðurstaða félagsdóms fæst ekki í tæka tíð til þess. Halldór segir það gefa augaleið að málið þurfi á flýtimeðferð félagsdóms að halda. „Það væri mjög gott að félagsdómur fengi að fjalla um þetta áður en hér fer allt í frekari verkföll og verkbönn í næstu viku,“ segir Halldór en Eflingarfólk hefur samþykkt frekari verkfallsaðgerðir á sama tíma og Samtök atvinnulífsins boðar verkbann á fleiri en 20.000 félagsmenn Eflingar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36