Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. febrúar 2023 22:00 Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra. Vísir/Einar Bandarísk stjórnvöld telja ljóst að Kínverjar íhugi nú að veita Rússum beinan stuðning í innrásarstríði þeirra í Úkraínu í formi vopna. Sérfræðingur í alþjóðamálum telur að slíkur stuðningur yrði Kínverjum afar dýrkeyptur. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að stjórnvöld landsins hefði upplýsingar um að Kínverjar hygðust senda Rússum vopn og skotfæri sem nýst gætu í innrásinni í Úkraínu. Það yrði í fyrsta sinn sem Kínverjar gengju svo langt í stuðningi sínum við innrásarstríð Rússa, en Blinken varaði Kínverja við „alvarlegum afleiðingum“ ef af slíkum stuðningi yrði. Í samtali við fréttastofu segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum, að orð Blinkens og mögulegar fyrirætlanir Kínverja tengdust langvarandi spennu milli ríkjanna tveggja. „Þetta tengist allt harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína, sem hefur verið að þróast í skrefum en nokkuð stöðugt síðustu fimmtán ár eða svo,“ segir Albert. „Bandalag Rússa og Kínverja hefur skýrst og orðið nánara eftir innrásina. Samkeppni Kína og Bandaríkjanna, með Rússa aðeins til hliðar, snýst um undirtök í alþjóðakerfinu, til lengri og skemmri tíma,“ segir Albert. Um sé að ræða samkeppni ríkjanna á mörgum sviðum. Hinu pólitíska, efnahagslega og tæknilega. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur varað Kínverja við alvarlegum afleiðingum þess að veita Rússum beinan hernaðarlegan stuðning í Úkraínu.Johannes Simon/Getty Hagsmunir Kínverja miklir Hvað varðar fyrirætlanir Kínverja með mögulegum beinum hernaðarlegum stuðningi við Rússa, segist Albert telja ólíklegt að af honum verði. Áhyggjur Bandaríkjamanna séu þó væntanlega ekki úr lausu lofti gripnar. „Það er augljóst að Kína styður Rússland mjög eindregið. Þeir fordæma ekki innrásina og styðja greinilega að Rússar komi út úr þessu með einhvern ávinning. Þeir sætta sig líklega við að Rússar fengju hluta af Úkraínu, taka skýrt fram að koma verði til móts við sjónarmið Rússa og áhyggjur í þessu máli. Þetta er auðvitað mjög ákveðinn og mikill stuðningur,“ segir Albert. Áhyggjur Bandaríkjanna snúist greinilega um að Kínverjar ætli sér að styðja Rússa í stríðsrekstri sínum með beinum hætti. Albert bendir hins vegar á að slíkur stuðningur gæti reynst Kínverjum dýrkeyptur. „Það eru kínversk fyrirtæki og bankar sem hafa hagsmuni af því að vera ekki að styggja Bandaríkin mikið, enda eru þau enn langöflugasta stórveldið í alþjóðlegum efnahagsmálum og geta gert kínverskum fyrirtækjum mikla skráveifu,“ segir Albert. Þannig megi gera ráð fyrir að þær alvarlegu afleiðingar sem Blinken varar Kínverja við séu allra helst af efnahagslegum toga. „Það er svona það sem er hendi næst, og vonandi erum við ekki að tala um neina harðnandi samkeppni ríkjanna tveggja að öðru leyti.“ Eðlilegir bandamenn Albert bendir á að ekki liggi ljóst fyrir að Kínverjar ætli sér að veita Rússum hernaðarlegan stuðning með þessum hætti, en því hafa kínversk stjórnvöld hafnað. „En Bandaríkjamenn grunar það greinilega og ég er viss um að þeir hafa eitthvað fyrir sér í því. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekki svona út í loftið. En ég tel frekar ólíklegt að þeir auki stuðning við Rússa með þessum hætti, vegna þessarar áhættu,“ segir Albert. Pólitískur stuðningur Kínverja við Rússa skipti engu að síður máli, þó ekki verði af beinum hernaðarlegum stuðningi, og sé til þess fallinn að halda Rússum sem bandamönnum í samkeppninni við Bandaríkin. „Kínverjar og Rússar eru í raun alveg eðlilegir bandamenn. Þetta eru bæði einræðisríki með sameiginleg gildi, sameiginlega sýn á tilveruna í mörgum atriðum og hafa bæði átt mjög erfitt með að sætta sig við sterka stöðu Bandaríkjanna í heiminum og alþjóðakerfinu. Kínverjar munu ekki hætta stuðningi við Rússa en hvort þeir fari í hernaðarlegan stuðning, það er önnur saga,“ segir Albert. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Kína Úkraína Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að stjórnvöld landsins hefði upplýsingar um að Kínverjar hygðust senda Rússum vopn og skotfæri sem nýst gætu í innrásinni í Úkraínu. Það yrði í fyrsta sinn sem Kínverjar gengju svo langt í stuðningi sínum við innrásarstríð Rússa, en Blinken varaði Kínverja við „alvarlegum afleiðingum“ ef af slíkum stuðningi yrði. Í samtali við fréttastofu segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum, að orð Blinkens og mögulegar fyrirætlanir Kínverja tengdust langvarandi spennu milli ríkjanna tveggja. „Þetta tengist allt harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína, sem hefur verið að þróast í skrefum en nokkuð stöðugt síðustu fimmtán ár eða svo,“ segir Albert. „Bandalag Rússa og Kínverja hefur skýrst og orðið nánara eftir innrásina. Samkeppni Kína og Bandaríkjanna, með Rússa aðeins til hliðar, snýst um undirtök í alþjóðakerfinu, til lengri og skemmri tíma,“ segir Albert. Um sé að ræða samkeppni ríkjanna á mörgum sviðum. Hinu pólitíska, efnahagslega og tæknilega. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur varað Kínverja við alvarlegum afleiðingum þess að veita Rússum beinan hernaðarlegan stuðning í Úkraínu.Johannes Simon/Getty Hagsmunir Kínverja miklir Hvað varðar fyrirætlanir Kínverja með mögulegum beinum hernaðarlegum stuðningi við Rússa, segist Albert telja ólíklegt að af honum verði. Áhyggjur Bandaríkjamanna séu þó væntanlega ekki úr lausu lofti gripnar. „Það er augljóst að Kína styður Rússland mjög eindregið. Þeir fordæma ekki innrásina og styðja greinilega að Rússar komi út úr þessu með einhvern ávinning. Þeir sætta sig líklega við að Rússar fengju hluta af Úkraínu, taka skýrt fram að koma verði til móts við sjónarmið Rússa og áhyggjur í þessu máli. Þetta er auðvitað mjög ákveðinn og mikill stuðningur,“ segir Albert. Áhyggjur Bandaríkjanna snúist greinilega um að Kínverjar ætli sér að styðja Rússa í stríðsrekstri sínum með beinum hætti. Albert bendir hins vegar á að slíkur stuðningur gæti reynst Kínverjum dýrkeyptur. „Það eru kínversk fyrirtæki og bankar sem hafa hagsmuni af því að vera ekki að styggja Bandaríkin mikið, enda eru þau enn langöflugasta stórveldið í alþjóðlegum efnahagsmálum og geta gert kínverskum fyrirtækjum mikla skráveifu,“ segir Albert. Þannig megi gera ráð fyrir að þær alvarlegu afleiðingar sem Blinken varar Kínverja við séu allra helst af efnahagslegum toga. „Það er svona það sem er hendi næst, og vonandi erum við ekki að tala um neina harðnandi samkeppni ríkjanna tveggja að öðru leyti.“ Eðlilegir bandamenn Albert bendir á að ekki liggi ljóst fyrir að Kínverjar ætli sér að veita Rússum hernaðarlegan stuðning með þessum hætti, en því hafa kínversk stjórnvöld hafnað. „En Bandaríkjamenn grunar það greinilega og ég er viss um að þeir hafa eitthvað fyrir sér í því. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekki svona út í loftið. En ég tel frekar ólíklegt að þeir auki stuðning við Rússa með þessum hætti, vegna þessarar áhættu,“ segir Albert. Pólitískur stuðningur Kínverja við Rússa skipti engu að síður máli, þó ekki verði af beinum hernaðarlegum stuðningi, og sé til þess fallinn að halda Rússum sem bandamönnum í samkeppninni við Bandaríkin. „Kínverjar og Rússar eru í raun alveg eðlilegir bandamenn. Þetta eru bæði einræðisríki með sameiginleg gildi, sameiginlega sýn á tilveruna í mörgum atriðum og hafa bæði átt mjög erfitt með að sætta sig við sterka stöðu Bandaríkjanna í heiminum og alþjóðakerfinu. Kínverjar munu ekki hætta stuðningi við Rússa en hvort þeir fari í hernaðarlegan stuðning, það er önnur saga,“ segir Albert.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Kína Úkraína Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira