Segir Guðrúnu gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 14:22 Guðrún og Sonja Ýr tókust á í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir þingmann Sjálfstæðisflokksins gera lítið úr opinberum starfsmönnum með orðræðu sinni um of mikinn fjölda þeirra og of háan launakostnað hins opinbera. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust hart á hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun. Sonja Ýr vitnaði í ræðu Guðrúnar á dögunum þegar hún sagði það versta við að vera sest á þing vera að verða opinber starfsmaður. Þá bendir Sonja Ýr á að Guðrún verði brátt yfirmaður fjölda opinberra starfsmanna og spyr hvernig þeir eigi að taka orðræðu hennar. „Það er óvenjulegt fyrir manneskju eins og mig að vera allt í einu komin í starf þar sem almenningur í landinu borgar launin mín. Ég er allt í einu á framfæri annarra en minnar sjálfrar, og það fannst mér athyglisvert. Athyglisverð umbreyting í minni tilveru. En það er ekki hægt að skilja orð mín, eins og ég lét þau falla á þessum fundi, né heldur nú, að ég sé að gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna. Þeir sem vilja túlka orð mín með þeim hætti, þeir verða að eiga það við sig sjálfir,“ svarar Guðrún. Ósammála um fjölgun opinberra starfsmanna Guðrún segir að starfsmönnum á opinberum markaði hafi fjölgað um 21 prósent á síðustu sex árum en á sama tíma hafi fjöldi starfsmanna á hinum almenna markaði aðeins aukist um þrjú prósent. „Þetta er náttúrlega ekki rétt. Við getum farið aftur til ársins 2003 ef við skoðum tölur Hagstofunnar út frá því hver hlutföllin eru, það er að segja hversu margir starfa hjá hinu opinbera og hversu margir starfa á almennum vinnumarkaði, þau hafa verið sirka þau sömu allt þetta tímabil. Þá um þrjátíu prósenta sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Hjá ríki og sveitarfélögum og svo þá þeim fyrirtækjum sem falla þar undir og sjötíu prósent á almennum vinnumarkaði. Það hefur ekki breyst,“ segir Sonja Ýr. Rökræður þeirra Guðrúnar og Sonju Ýrar má heyra í spilaranum hér að neðan: Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust hart á hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun. Sonja Ýr vitnaði í ræðu Guðrúnar á dögunum þegar hún sagði það versta við að vera sest á þing vera að verða opinber starfsmaður. Þá bendir Sonja Ýr á að Guðrún verði brátt yfirmaður fjölda opinberra starfsmanna og spyr hvernig þeir eigi að taka orðræðu hennar. „Það er óvenjulegt fyrir manneskju eins og mig að vera allt í einu komin í starf þar sem almenningur í landinu borgar launin mín. Ég er allt í einu á framfæri annarra en minnar sjálfrar, og það fannst mér athyglisvert. Athyglisverð umbreyting í minni tilveru. En það er ekki hægt að skilja orð mín, eins og ég lét þau falla á þessum fundi, né heldur nú, að ég sé að gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna. Þeir sem vilja túlka orð mín með þeim hætti, þeir verða að eiga það við sig sjálfir,“ svarar Guðrún. Ósammála um fjölgun opinberra starfsmanna Guðrún segir að starfsmönnum á opinberum markaði hafi fjölgað um 21 prósent á síðustu sex árum en á sama tíma hafi fjöldi starfsmanna á hinum almenna markaði aðeins aukist um þrjú prósent. „Þetta er náttúrlega ekki rétt. Við getum farið aftur til ársins 2003 ef við skoðum tölur Hagstofunnar út frá því hver hlutföllin eru, það er að segja hversu margir starfa hjá hinu opinbera og hversu margir starfa á almennum vinnumarkaði, þau hafa verið sirka þau sömu allt þetta tímabil. Þá um þrjátíu prósenta sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Hjá ríki og sveitarfélögum og svo þá þeim fyrirtækjum sem falla þar undir og sjötíu prósent á almennum vinnumarkaði. Það hefur ekki breyst,“ segir Sonja Ýr. Rökræður þeirra Guðrúnar og Sonju Ýrar má heyra í spilaranum hér að neðan:
Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira