Síðasti löggilti tréskipasmiðurinn á Íslandi útskrifaður? Sigurður Páll Jónsson skrifar 18. febrúar 2023 15:01 Aumt þykir mér að tréskipasmíði verði héðan í frá ekki löggild iðngrein. Kennslan í þessari grein á framvegis að falla undir kennslu í húsasmíði. Það er fátt skylt með húsasmíði og bátasmíði. Í fréttum á dögunum var viðtal við Einar Jóhann Lárusson sem hefur nýlokið við sveinspróf í tréskipasmíði og Hafliða Aðalsteinsson skipasmíðameistara og meistara Einars Jóhanns. Þeir eru að sjálfsögðu mjög óhressir með þessa ákvörðun yfirvalda að úthýsa tréskipasmíði sem löggiltri iðngrein í skólum. Þeir félagar eru núna að smíða 11 metra langan súðbyrðing af fyrirmynd báta sem notaðir voru til útgerða á Íslandi frá landnámi fram á tuttugustu öld. Efniviðurinn er allur úr íslenskri skógrækt. Í Danmörku og Noregi styrkja yfirvöld þessa iðngrein og þar er nóg að gera og hafa margir skipasmiðir vinnu í greininni. Auk þess er vinsælt þar að taka vel á móti ferðafólki sem vill kynna sér menninguna á lifandi hátt, það er að segja, sjá með eigin augum hvernig aldagömul aðferð við tréskipasmíði er viðhaldið. Sem alþingismaður lagði ég fram frumvarp og mælti fyrir í þrígang um verndun og varðveislu skipa og báta. Þar var alþingi gert að fela mennta og menningarmálaráðherra að skipa starfshóp sem gerði úttekt um hvernig staðið yrði að verndun og varðveislu skipa og báta. Þetta frumvap fékk ágæta umræðu á alþingi og í fjölmiðlum en dagaði uppi inní nefndum alþingis. Er það feimni við þjóðerniskennd eða hugsunarleysi um þá staðreynd að við námum hér land á tréskipum, sem aftengir stjórnvöld við þennan menningararf um tréskipasmíði og sjósókn í gegnum aldirnar. Af því að margir eru uppteknir við að byggja undir ferðaiðnaðinn, þá er staðreynd að ferðafólk sækir í „lifandi söfn“ þar sem sýnt er í verki handbrögð, m.a í skipasmíði eins og ég gat um hér að ofan. Iðnnám í skólum landsins á undir högg að sækja almennt. Í fyrra var um 700 iðnnemum vísað frá sem sóttust eftir iðnnámi. Það er sorglegt að handverks kunnátta eigi við ramman reip að draga líkt og staðreynd er með alla þá iðnnema sem vísað var frá skóla. Það er menningarsjokk að stjórnvöld hafi ekki kjark til að gera tréskipasmíði góð skil. Þess í stað er þessi iðngrein sett í glatkistuna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Skóla - og menntamál Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aumt þykir mér að tréskipasmíði verði héðan í frá ekki löggild iðngrein. Kennslan í þessari grein á framvegis að falla undir kennslu í húsasmíði. Það er fátt skylt með húsasmíði og bátasmíði. Í fréttum á dögunum var viðtal við Einar Jóhann Lárusson sem hefur nýlokið við sveinspróf í tréskipasmíði og Hafliða Aðalsteinsson skipasmíðameistara og meistara Einars Jóhanns. Þeir eru að sjálfsögðu mjög óhressir með þessa ákvörðun yfirvalda að úthýsa tréskipasmíði sem löggiltri iðngrein í skólum. Þeir félagar eru núna að smíða 11 metra langan súðbyrðing af fyrirmynd báta sem notaðir voru til útgerða á Íslandi frá landnámi fram á tuttugustu öld. Efniviðurinn er allur úr íslenskri skógrækt. Í Danmörku og Noregi styrkja yfirvöld þessa iðngrein og þar er nóg að gera og hafa margir skipasmiðir vinnu í greininni. Auk þess er vinsælt þar að taka vel á móti ferðafólki sem vill kynna sér menninguna á lifandi hátt, það er að segja, sjá með eigin augum hvernig aldagömul aðferð við tréskipasmíði er viðhaldið. Sem alþingismaður lagði ég fram frumvarp og mælti fyrir í þrígang um verndun og varðveislu skipa og báta. Þar var alþingi gert að fela mennta og menningarmálaráðherra að skipa starfshóp sem gerði úttekt um hvernig staðið yrði að verndun og varðveislu skipa og báta. Þetta frumvap fékk ágæta umræðu á alþingi og í fjölmiðlum en dagaði uppi inní nefndum alþingis. Er það feimni við þjóðerniskennd eða hugsunarleysi um þá staðreynd að við námum hér land á tréskipum, sem aftengir stjórnvöld við þennan menningararf um tréskipasmíði og sjósókn í gegnum aldirnar. Af því að margir eru uppteknir við að byggja undir ferðaiðnaðinn, þá er staðreynd að ferðafólk sækir í „lifandi söfn“ þar sem sýnt er í verki handbrögð, m.a í skipasmíði eins og ég gat um hér að ofan. Iðnnám í skólum landsins á undir högg að sækja almennt. Í fyrra var um 700 iðnnemum vísað frá sem sóttust eftir iðnnámi. Það er sorglegt að handverks kunnátta eigi við ramman reip að draga líkt og staðreynd er með alla þá iðnnema sem vísað var frá skóla. Það er menningarsjokk að stjórnvöld hafi ekki kjark til að gera tréskipasmíði góð skil. Þess í stað er þessi iðngrein sett í glatkistuna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun