Ætlaði út en þjálfarinn stöðvaði hann: „Þú ert ekki að fara neitt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 13:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson í leik með Val gegn ungverska liðinu Ferencváros í Evrópudeildinni í vetur. Vísir/Hulda Margrét Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Íslandsmeistara Vals, var nálægt því að yfirgefa liðið áður en yfirstandandi tímabil hófst. Hann leitaði sér þá að liði í Danmörku nálægt kærustu sinni, Lovísu Thompson, sem var á leið til Ringkøbing Håndbold. Þorgils, eða Oggi eins og hann er oftast kallaður, var á línunni hjá Stefáni Árna Pálssyni og Ingva Þór Sæmundssyni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og fór þá yfir það þegar hann skipti um skoðun. Ástæðan fyrir því að Oggi fór ekki út til Danmerkur var nokkuð einföld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekki tilbúinn að leyfa honum að fara. „Já algjörlega sko,“ sagði Oggi þegar Stefán Árni spurði hann að því hvort það hefði ekki verið leiðinlegt að missa af riðlakeppni Evrópudeildarinnar ef hann hefði farið út til Danmerkur í sumar. „Í lok sumars var maður eitthvað að reyna, en svo hringdi Snorri í mig og sagði: „Heyrðu karlinn minn, þú ert ekki að fara neitt. Við erum að fara í riðlakeppni í Evrópudeildinni sko,““ sagði Oggi. „Stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslit“ Oggi virðist þó ekki hafa séð eftir því að hafa ekki fært handboltaferilinn út fyrir landsteinana. „Þetta er gríðarleg upplifun. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Að fara til útlanda með þessum strákum að spila er bara ótrúlega gaman. Og sérstaklega af því að þetta eru stór lið eins og Flensburg. Ferðirnar sjálfar eru ekkert frí endilega og maður er bara inni á hóteli að undirbúa sig og æfa. En þetta er ógeðslega gaman.“ Valsmenn taka svo á móti Franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni næstkomandi þriðjudagskvöld í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Við stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslitin. Með þessum sigri getum við komið okkur í 16-liða og það er bara nákvæmlega það sem við viljum. Það er frábært að eiga séns á þessu eftir þessa leiki í Evrópudeildinni að geta komið sér í 16-liða úrslit. Það er draumur.“ Hlaðvarp Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en Oggi tekur upp síman eftir rúmar 22 mínútur. Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Þorgils, eða Oggi eins og hann er oftast kallaður, var á línunni hjá Stefáni Árna Pálssyni og Ingva Þór Sæmundssyni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og fór þá yfir það þegar hann skipti um skoðun. Ástæðan fyrir því að Oggi fór ekki út til Danmerkur var nokkuð einföld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekki tilbúinn að leyfa honum að fara. „Já algjörlega sko,“ sagði Oggi þegar Stefán Árni spurði hann að því hvort það hefði ekki verið leiðinlegt að missa af riðlakeppni Evrópudeildarinnar ef hann hefði farið út til Danmerkur í sumar. „Í lok sumars var maður eitthvað að reyna, en svo hringdi Snorri í mig og sagði: „Heyrðu karlinn minn, þú ert ekki að fara neitt. Við erum að fara í riðlakeppni í Evrópudeildinni sko,““ sagði Oggi. „Stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslit“ Oggi virðist þó ekki hafa séð eftir því að hafa ekki fært handboltaferilinn út fyrir landsteinana. „Þetta er gríðarleg upplifun. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Að fara til útlanda með þessum strákum að spila er bara ótrúlega gaman. Og sérstaklega af því að þetta eru stór lið eins og Flensburg. Ferðirnar sjálfar eru ekkert frí endilega og maður er bara inni á hóteli að undirbúa sig og æfa. En þetta er ógeðslega gaman.“ Valsmenn taka svo á móti Franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni næstkomandi þriðjudagskvöld í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Við stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslitin. Með þessum sigri getum við komið okkur í 16-liða og það er bara nákvæmlega það sem við viljum. Það er frábært að eiga séns á þessu eftir þessa leiki í Evrópudeildinni að geta komið sér í 16-liða úrslit. Það er draumur.“ Hlaðvarp Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en Oggi tekur upp síman eftir rúmar 22 mínútur.
Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira