Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2023 11:26 Jóhann Viggó Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að eldurinn í husinu við Vatnagarða 18 hafi verið bundinn við tvö herbergi. Mikið tjón sé þá einnig vegna sóts og reyks. Vísir/Vilhelm Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta kom fram í máli Jóhanns Viggós Jónssonar varðstjóra í samtali við fréttamann fyrir utan Vatnagarða 18 í morgun. Slökkvilið var þá búið að slökkva eldinn þó að enn væri glóðavinna í gangi. „Við fengum ansi svæsna tilkynningu í morgun. Mikill svartur reykur sem kom út úr húsi í Vatnagörðum. Þannig að við sendum allt tiltækt lið á staðinn, bæði sjúkrabíla og slökkviliða, vitandi það að það væru þrjátíu manns sem væru með aðsetur á þessari hæð.“ Hann segir að það hafi logað úr austurgafli hússins þegar slökkvilið mætti á staðinn. „Mikill eldur og reykur. Mikil orka þar í gangi. Þannig að við sendum strax reykkafara inn til að leita og við fengum fréttir að það væri fólk inni í herbergjum sínum. Við reistum þá körfubíl og okkur tókst tiltölulega fljótt að slá á eldinn. Mikill hiti, mikill reykur var um alla hæðina, mörg herbergi.“ Hann segir að leitarstarf hafi tekið töluverðan tíma. „Við fengum – ég er ekki alveg með töluna hvað við náðum mörgum niður á hæðina – en við fluttum fimm á slysadeild í skoðun.“ Hann segist ekki vera með upplýsngar um líðan þeirra. Slasaðist einhver alvarlega? „Ég er ekki með upplýsingar um það. Við erum bara að vinna með brunann. Eins og ég segi þá voru fimm fluttir á slysadeild og ég er ekki með upplýsingar um líðan þeirra.“ Það er búið að ná öllum út úr húsinu? „Já, við erum búin að fínkemba allt húsnæðið. Það er enginn þarna á efri hæðinni. Við og lögregla erum búin að gera grein fyrir öllum þeim sem búa þarna. Nú erum við bara að vinna í að slökkva glæður, skrúfa fyrir vatn á húsinu, vatnsleiðslur og skömmu síðar afhendum við lögreglu vettvanginn til rannsóknar.“ Jóhann Viggó segir að ekki sé vitað um eldsupptök. „Þetta var bundið við tvö herbergi á efri hæðinni en við vitum ekki hvernig þetta kom til.“ Hann segir að um töluvert tjón sé að ræða á efri hæðinni, bæði vegna elds, sóts og reyks. Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Þetta kom fram í máli Jóhanns Viggós Jónssonar varðstjóra í samtali við fréttamann fyrir utan Vatnagarða 18 í morgun. Slökkvilið var þá búið að slökkva eldinn þó að enn væri glóðavinna í gangi. „Við fengum ansi svæsna tilkynningu í morgun. Mikill svartur reykur sem kom út úr húsi í Vatnagörðum. Þannig að við sendum allt tiltækt lið á staðinn, bæði sjúkrabíla og slökkviliða, vitandi það að það væru þrjátíu manns sem væru með aðsetur á þessari hæð.“ Hann segir að það hafi logað úr austurgafli hússins þegar slökkvilið mætti á staðinn. „Mikill eldur og reykur. Mikil orka þar í gangi. Þannig að við sendum strax reykkafara inn til að leita og við fengum fréttir að það væri fólk inni í herbergjum sínum. Við reistum þá körfubíl og okkur tókst tiltölulega fljótt að slá á eldinn. Mikill hiti, mikill reykur var um alla hæðina, mörg herbergi.“ Hann segir að leitarstarf hafi tekið töluverðan tíma. „Við fengum – ég er ekki alveg með töluna hvað við náðum mörgum niður á hæðina – en við fluttum fimm á slysadeild í skoðun.“ Hann segist ekki vera með upplýsngar um líðan þeirra. Slasaðist einhver alvarlega? „Ég er ekki með upplýsingar um það. Við erum bara að vinna með brunann. Eins og ég segi þá voru fimm fluttir á slysadeild og ég er ekki með upplýsingar um líðan þeirra.“ Það er búið að ná öllum út úr húsinu? „Já, við erum búin að fínkemba allt húsnæðið. Það er enginn þarna á efri hæðinni. Við og lögregla erum búin að gera grein fyrir öllum þeim sem búa þarna. Nú erum við bara að vinna í að slökkva glæður, skrúfa fyrir vatn á húsinu, vatnsleiðslur og skömmu síðar afhendum við lögreglu vettvanginn til rannsóknar.“ Jóhann Viggó segir að ekki sé vitað um eldsupptök. „Þetta var bundið við tvö herbergi á efri hæðinni en við vitum ekki hvernig þetta kom til.“ Hann segir að um töluvert tjón sé að ræða á efri hæðinni, bæði vegna elds, sóts og reyks.
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent