Tala látinna eftir fellibylinn á Nýja-Sjálandi líkleg til að hækka Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 09:37 Chris Hipkins, forsætisráðherra Nýja-Sjálands (t.v.) virðir fyrir sér eyðileggingu af völdum Gabrielle í Esk-dalnum nærri Hawke-flóa. AP/Mark Mitchell/New Zealand Herald Að minnsta kosti átta eru látnir eftir að fellibylurinn Gabríella gekk yfir Nýja-Sjáland í vikunni. Chris Hipkins, forsætisráðherra, segir viðbúið að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar þegar björgunarsveitir ná til hundruð byggða sem eru án sambands við umheiminn. Gabríella gekk á land á Norðureyju á sunnudag og fór suður með austurströndinni í kringum Auckland, fjölmennustu borg landsins. Bylnum fylgdi úrhellisrigning og aurskriður sem skolaði burt brúm, sveitabæjum, búfénaði og sökkti íbúðarhúsum þannig að íbúar sátu fastir á húsþökum. Rúmlega 4.500 manns voru enn á lista lögreglu yfir fólk sem vinir og fjölskylda hafa ekki náð sambandi við frá því að bylurinn gekk yfir. Lögregla telur að flestir þeirra séu einfaldlega sambandslausir. Fjöldi bæja einangraðist í hamförunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við verðum að búa okkur undir þá staðreynd að líklega verði fleiri dauðsföll um landið vegna þessa. Við munum ekki vita umfangið í einhvern tíma,“ sagði Hipkins í dag. Hann sagðist þó ekki eiga von á að mannskaðinn verði mun meiri. Tugir þúsunda heimila eru enn án rafmagns eftir það sem Hipkins kallar verstu náttúruhamfarirnar á Nýja-Sjálandi á þessari öld. Bílalestir reyna nú að koma neyðargögnum til afskekktra byggða og herin notar skip og flugvélar til vöruflutninga til hamfarasvæðanna. Búið er að koma upp tveimur bráðabirgðalíkhúsum í Hawke-flóa sem varð einna verst úti í fellibylnum. Það er aðallega landbúnaðarsvæði en þar eru einnig nokkrir bæir. Ástralir hafa sent 25 manna teymi séfræðinga í viðbrögðum við náttúruhamförum til þess að aðstoða nýsjálensk yfirvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Aðeins tvær vikur eru frá því að fjórir fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Auckland. Nýja-Sjáland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Neyðarástand á Nýja-Sjálandi Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni. 14. febrúar 2023 06:25 Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins. 13. febrúar 2023 06:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Gabríella gekk á land á Norðureyju á sunnudag og fór suður með austurströndinni í kringum Auckland, fjölmennustu borg landsins. Bylnum fylgdi úrhellisrigning og aurskriður sem skolaði burt brúm, sveitabæjum, búfénaði og sökkti íbúðarhúsum þannig að íbúar sátu fastir á húsþökum. Rúmlega 4.500 manns voru enn á lista lögreglu yfir fólk sem vinir og fjölskylda hafa ekki náð sambandi við frá því að bylurinn gekk yfir. Lögregla telur að flestir þeirra séu einfaldlega sambandslausir. Fjöldi bæja einangraðist í hamförunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við verðum að búa okkur undir þá staðreynd að líklega verði fleiri dauðsföll um landið vegna þessa. Við munum ekki vita umfangið í einhvern tíma,“ sagði Hipkins í dag. Hann sagðist þó ekki eiga von á að mannskaðinn verði mun meiri. Tugir þúsunda heimila eru enn án rafmagns eftir það sem Hipkins kallar verstu náttúruhamfarirnar á Nýja-Sjálandi á þessari öld. Bílalestir reyna nú að koma neyðargögnum til afskekktra byggða og herin notar skip og flugvélar til vöruflutninga til hamfarasvæðanna. Búið er að koma upp tveimur bráðabirgðalíkhúsum í Hawke-flóa sem varð einna verst úti í fellibylnum. Það er aðallega landbúnaðarsvæði en þar eru einnig nokkrir bæir. Ástralir hafa sent 25 manna teymi séfræðinga í viðbrögðum við náttúruhamförum til þess að aðstoða nýsjálensk yfirvöld, að sögn AP-fréttastofunnar. Aðeins tvær vikur eru frá því að fjórir fórust í miklu óveðri sem gekk yfir Auckland.
Nýja-Sjáland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Neyðarástand á Nýja-Sjálandi Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni. 14. febrúar 2023 06:25 Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins. 13. febrúar 2023 06:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Neyðarástand á Nýja-Sjálandi Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni. 14. febrúar 2023 06:25
Hátt í fimmtíu þúsund heimili rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi Tæplega fimmtíu þúsund heimili eru rafmagnslaus í Nýja-Sjálandi vegna fellibyljarins Gabríellu sem gengur yfir norðurhluta landsins. Yfirvöld í eyríkinu hafa gefið út viðvaranir vegna vinda og rigninga og hundruð flugferða hafa fallið niður vegna veðursins. 13. febrúar 2023 06:28